Fréttablaðið - 24.05.2014, Page 26
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26
Fyrir um tíu árum var Þórunn tæplega fertug, einhleyp, barnlaus og lifði fyrir líðandi stundu. Hún var á kafi í nýald-argrúski, markmiðið í
lífinu var að vinna í sjálfri sér og
lífsstíllinn var dýr og spennandi.
Þetta ár tók Þórunn bækling um
ABC-hjálparstarf á bensínstöð og
ákvað að byrja að styrkja barn
með mánaðarlegum greiðslum.
Það var byrjunin á gjörbreyttu
lífi.
„Á þessum tíma hugsaði ég
hversu lengi ég ætti að vinna í
sjálfri mér án þess að láta gott af
mér leiða. Ég var orðin hálf þung-
lynd yfir því að líf mitt snerist ein-
göngu um mig og mínar þarfir.
Því ákvað ég að gera meira en að
styrkja barn og bauð fram krafta
mína við kynningarmál hjálpar-
starfsins.“
Tók ákvörðun á einum mánuði
Árið 2006 fór Þórunn svo til
Kenía fyrir hönd ABC til að skoða
aðstæður fyrir uppbyggingu nýs
skóla í fátæktarhverfum Naíróbí.
Eftir að hún kom heim úr ferð-
inni fylltist hún eirðarleysi. Hún
var að undirbúa kaup á nýrri íbúð
og hafði hugsað sér að jarðtengja
sig hér á Íslandi en einhvers stað-
ar fann hún sterkt að hún ætti að
fara aftur út til Kenía.
„Ég fylgdi innsæinu, birtist á
skrifstofu ABC og tilkynnti þeim
að ég yrði að fara aftur út. Þann-
ig að mánuði eftir að ég kom heim
úr ferðinni var ég flutt út til að
byggja upp starfið.“
Götubörn með fíknivanda
Þórunn hafði aldrei unnið með
götubörnum áður. Börnin voru
mörg hver með fíknivanda og
höfðu lent í miklum áföllum.
Umhverfið, menningin og ömurleg
fátæktin voru henni líka algjör-
lega framandi. En hún dembdi sér
út í djúpu laugina.
„Ég byrjaði strax á því að taka
hús á leigu. Um leið og ég var flutt
í það byrjaði ég að taka inn börn.
Fyrsta barnið er strákur sem kom
til mín að betla og var alveg út úr
heiminum af límsniffi. Ég sagði
við hann eins og ég hef sagt við
svo mörg börn sem ég býð pláss:
„Ég skal bara vera mamma þín.“
Hann náði svo í vini sína og svo
spurðist þetta út þannig að húsið
var fljótt að fyllast.“
Fann ástina í fyrstu vikunni
Í fyrstu vikunni var hún komin
með fullt hús af börnum og það
sem meira er, hún kynntist núver-
andi eiginmanni sínum, Samuel
Lusiru Gona.
„Mér var boðið í brúðkaup og
þar var hann. Hann sagði mér
síðar að hann hefði séð mig og
vitað strax að ég væri konan hans.
Eftir að við kynntumst gerðust
hlutirnir mjög hratt. Hann byrjaði
að vinna sjálfboðastarf hjá mér og
hálfu ári seinna vorum við gift.
Hann er ómetanleg stoð og stytta
í starfinu og ég veit ekki hvar ég
væri án hans. Hann þekkir sam-
félagið og menninguna sem ryður
oft braut mína.“
Baráttan er hörð
Í dag ganga rúmlega 600 hundr-
uð börn í ABC-skólann í Naíróbí
og af þeim búa tvö hundruð börn
í heimavist. Þórunn hefur bjarg-
að mörgum þeirra sjálf af göt-
unni. Nú er hún með áttatíu og
sex starfsmenn sem aðstoða við
kennslu, umönnun barnanna,
rekstur og utanumhald en í augum
barnanna er hún alltaf mamman.
Mamman þarf að sjá til þess að
munnar séu mettir í hverjum mán-
uði og hefur baráttan verið ansi
hörð frá hruni.
„Hrunið olli því að allt í einu
vorum við með helmingi minni
pening í höndunum og höfðum ekki
nóg fyrir launum eða mat. En við
brugðumst við því með því að leita
Fyrsta barnið er strákur sem
kom til mín að betla og var alveg út
úr heiminum af límsniffi. Ég sagði
við hann eins og ég hef sagt við svo
mörg börn sem ég býð pláss:
„Ég skal bara vera mamma þín.“
Erla Björg
Gunnarsdóttir
erlabjorg@frettabladid.is
Hjálparstarf
í Kenýa
Bjargar börnum af götum Naíróbí
Þórunn Helgadóttir ákvað að breyta gjörsamlega um lífsstíl fyrir átta árum og flytja til Kenía til að byggja upp íslenskt
hjálparstarf fyrir götubörn. Í dag rekur hún tvo skóla auk heimavistar fyrir tæplega þúsund börn og er með um nítíu starfs-
menn í vinnu. Hún fann ástina og tilgang lífsins í Kenía og segir of margt óunnið til að hún geti flutt aftur heim til Íslands.
LANGAR AÐ BJARGA ÖLLUM Fjölmörg börn og foreldrar leita til Þórunnar í von um hjálp. Það að þurfa að hafna slíkum beiðnum er það erfiðasta við starfið að hennar mati. Hún vinnur þó sleitulaust við að stækka
skólann og heimavistina til þess að geta tekið á móti fleiri börnum. MYND/GUNNI SAL