Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 24. maí 2014 | HELGIN | 27
HÆSTA EINKUNN
HÆSTA EINKUNN
HÆSTA EINKUNN
GÓÐ KAUP
HÆSTA EINKUNN
HÆSTA EINKUNN
HÆSTA EINKUNN
HÆSTA EINKUNN
MEÐAL
MAS AI-MANNA
Í sveitinni berst
Þórunn gegn
umskurði stúlkna
og barnahjóna-
böndum. Hún
hefur margoft
farið heim til
stúlkna og boðið
foreldrunum að
senda þær með
henni í skólann
án endurgjalds
í stað þess að
semja um hjóna-
band þeirra.
MYND/GUNNI SAL
BEÐIÐ TIL GUÐS
Börnin taka fyrir
andlitið þegar þau
biðja saman til
guðs í samkomusal
skólans. Trúin er
mikilvæg í starfi
ABC því hún gefur
börnunum von.
MYND/FRÉTTABLAÐIÐ
utan Íslands og fá styrktaraðila frá
Bandaríkjunum. Nú reynum við
að fá tvo styrktaraðila fyrir hvert
barn. Þetta er búið að vera basl en
þrátt fyrir það höfum við stækkað,
fjölgað plássum og réðumst í upp-
byggingu nýs skóla í sveitinni.“
Berst gegn umskurði stúlkna
Öldungar í Masai-þjóðflokknum
leituðu til Þórunnar og báðu um
aðstoð við að stofna skóla í þorpi
þeirra. Masai-ættbálkar eru mjög
frumstæðir þar sem ungar stúlkur
eru umskornar og seldar í hjóna-
bönd í kringum 12 ára aldurinn.
Afar fá börn þar eiga kost á mennt-
un.
„Við áttum engan pening en
maður sér öll börnin, alla þján-
inguna og enga möguleika á öðru
vísi lífi og það er lífsins ómögulegt
að hafna þeim. Við tróðum eins og
við gátum í kojur og þau sitja ansi
þétt í skólastofunum. Svo höldum
við bara fast í trúna og vonum að
við getum stækkað og tekið á móti
fleirum.“
Trúin gefur von
ABC-barnastarf byggist mikið
á kristilegum gildum en áður en
Þórunn hóf störf hjá ABC var
hennar trú byggð á stjörnuspeki
og einstaklingshyggju.
„Kristin trú hafði alltaf verið
mjög fjarlæg mér en svo ákvað
ég bara að sjá hvort ég fyndi mig
þar, sem ég svo sannarlega gerði.
Það er mikilvægt fyrir mig að til-
heyra einhverju stærra en bara
mér sjálfri og fyrir mér liggur
hamingjan þar.“
Þórunn segir trúna einnig mikil-
væga börnunum því hún gefi þeim
von.
„Þessi börn hafa upplifað svo
mikla höfnun, verið kastað út af
heimilinu og á götuna, verið fyr-
irlitin, skítug, lamin og misnotuð.
Þau upplifa sig sem algjört rusl.
Hjá okkur fá þau skilaboðin að guð
hafi skapað þau og þau séu einstök
og verðmæt. Það er eitthvað sem
þau hafa aldrei upplifað og þannig
vex sjálfsvirðing þeirra.“
Fann tilgang lífsins
Fyrir utan börnin þúsund sem
treysta á Þórunni á hún lítinn
dreng, Daníel Heiðar, sem verður
sex ára í sumar. „Hann var yfir-
gefinn og við fengum hann dags-
gamlan. Við fengum loksins ætt-
leiðingarskjölin í þessari viku
þannig að þetta er frágengið. Hann
er lítill kraftaverkadrengur og
mikill gleðigjafi.“
Þúsund börn, eiginmaður og
sonur. Ætlar Þórunn aldrei að
koma aftur til Íslands?
„Ætli það nokkuð. Stundum
langar mig að flytja heim og fara
að vinna í sjoppu, afgreiða pyls-
ur og ís. Því stundum er ég alveg
uppgefin; bankareikningurinn
tómur, biðlistinn óendanlegur og
maður vill bjarga öllum. En það
kemur bara inn á milli og svo herð-
ir maður upp hugann. Það er svo
margt eftir hérna og við erum í
miðri baráttu. Allt heimsins gull
kemur ekki í stað allra barnanna
sem við höfum hjálpað og ekkert
gæti gert mig glaðari en árangur-
inn af starfi okkar. Áður en ég kom
hingað snerist líf mitt um að finna
sjálfa mig og tilgang lífsins. Það
var í raun ekki fyrr en ég hætti
leitinni og fór að gefa af sjálfri
mér að ég fann þennan blessaða
tilgang og sanna hamingju.“