Fréttablaðið - 24.05.2014, Side 44

Fréttablaðið - 24.05.2014, Side 44
FÓLK|HELGIN Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Ég er ekki með nammidag og reyni frekar að fá mér lítið í einu og oftar. Ég er algjör ísfíkill og borða vandræða- lega oft ís. Sælgæti er mér ekki jafn mikilvægt. Hvað maularðu í sjónvarpssófanum á laugardagskvöldi? Nú, auðvitað ís! Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Ég reyni, en það gengur misvel. Það liggja alltaf fyrir verkefni sem hafa hlaðist upp yfir vikuna og þarf að sinna og mér þykja sunnu- dagar góðir í að ganga frá lausum endum. Ferðu til kirkju eða hlustar á út- varpsmessuna á sunnudagsmorgn- um? Nei. Hvað verður með sunnudags- kaffinu og með hverjum drekkur þú það? Ég er mikill kaffisnobbari og elska að hella upp á gott kaffi. Við Davíð drekkum sunnudagskaffið saman og okkur finnst nóg að fá okkur einn sterkan cappucchino. Meðlæti er óþarfi en ef við fáum gesti skelli ég í vöfflur. Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldu og vinum sem ekki gefst tími til í vinnuvikunni. Einnig finnst mér nauðsynlegt að hlaða batteríin þegar maður á helgarfrí. Hvers vegna steigstu um borð í Diskólestina? Af því að diskó er langbesta tónlistin til að dansa og skemmta sér við. Við ætlum að sanna það á Spot í kvöld. Hvert er þitt uppáhaldsdiskólag? Ég held mikið upp á lagið Septem- ber með Earth, Wind and Fire. Ertu diskódís að upplagi? Heldur betur. Ég hef alltaf elskað diskó. Diskótímabilið gaf af sér rosalega flotta söngvara og söngkonur, eins og Donnu Summer, Díönu Ross, Stevie Wonder og Patti Labelle, svo fátt sé upptalið. Hvert stefnir Diskólestin í sumar? Við gefum allt í botn á Spot í kvöld og sjáum svo hvað setur. Áhuga- samir geta fylgst með okkur á Facebook. ■ thordis@365.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Ég fer alltaf í langan göngutúr með hundana mína. Mér finnst svo endurnærandi að komast út, hreyfa mig og hreinsa hugann í leiðinni. Ég fer reyndar mikið út að ganga dagsdaglega en það er alltaf tekin extra löng ganga um helgar. Hvað ætlarðu að gera sérstakt um þessa helgi? Ég verð að spila á út- gáfutónleikum Baggalúts í kvöld og skelli mér svo beint á Spot til að syngja með Diskólestinni. Það verður megastuð og við í hljóm- sveitinni erum rosalega spennt fyrir þessu giggi. Hvar finnst þér best að vera um helgar? Mér finnst best að vera uppi á sviði að syngja. Vakirðu lengur um helgar? Ég vaki fram eftir ef ég er að spila á balli. Annars er ég oftast sofnuð um miðnætti. Ég er A-manneskja að eðlisfari. Ertu árrisul eða sefurðu út? Mér finnst gott að vakna snemma og laga gott kaffi. Svo sest ég inn í stofu og hef það notalegt. Hver er draumamorgunverðurinn? Það eru amerískar pönnukökur með sírópi og melónum. Hvernig er dæmigert laugardags- kvöld í þínu lífi? Þegar maður er starfandi tónlistarmaður er engin helgi eins. Ég er oftast að syngja einhvers staðar og verkefnin eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Það gerir þessa vinnu mjög skemmtilega. DISKÓDÍS SEM ER SÓLGIN Í ÍS HELGIN Það verður dúndrandi diskóstuð á Spot í kvöld þegar diskódívan Jóhanna Guðrún fer fyrir spánnýrri Diskólest og rifjar upp Hollywood-árin. DISKÓDÍS Jóhanna Guðrún rifjar upp stemninguna frá því á diskóárunum í Hollywood og Broadway í kvöld og spreytir sig á flottustu diskólögum í heimi. MYND/SVEINBI HELGARSPJALLIÐ | JÓHANNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Skipholti 29b • S. 551 0770 GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.