Fréttablaðið - 24.05.2014, Síða 48

Fréttablaðið - 24.05.2014, Síða 48
FÓLK|HEILSA Þetta er ótrúleg afslöppun, líkaminn flýtur og þyngdar-leysið er algjört. Þetta er bara eins og að vera í móðurkviði,“ segir Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, for- maður Félags lýðheilsufræðinga, en hún skrapp í skemmtilega ferð ásamt vinkonum sínum í Hvamms- laug á Flúðum á dögunum. „Okkur bauðst að prófa að fljóta í Hvammslaug en sú laug verður opnuð í sumar. Ég hafði áður prófað að fljóta á heilsuhóteli í Þýskalandi og mundi hvað það var frábær upp- lifun. Þar var reyndar bara notaður korkur undir höfuðið og hnésbætur en við vorum með íslensku flothett- una og fótaflotin, eftir vöruhönn- uðinn Unni Valdísi. Þetta er alveg frábær hönnun,“ segir Sigríður. „Við prófuðum líka að toga aðeins í hendur eða fætur hver annarrar og teyma okkur áfram, því fylgdi ótrúlega góð tilfinning. Það þarf enga sérstaka tækni til að fljóta, aðra en að slaka alveg á. Ég tengi þetta við jóga og ég get ímyndað mér að með jógatónlist í eyrunum með vatnsheldum I-pod væri hægt að bæta upplifunina enn meira.“ Frjálst flot í vatni verður alltaf vinsælla og vinsælla sem heilsubót hjá landanum og segir Sigríður þetta frábæra viðbót við íslenska vatnsmenningu sem ætti að gera sérstaklega út á fyrir ferðamenn. „Ég hef sérstakan áhuga á þessu þar sem ég er lýðheilsu- og við- skiptafræðingur og sé mikla mögu- leika á að samtvinna lýðheilsu, hönnun og viðskipti. Mér skilst að sundlaugin á Seltjarnarnesi sé með sérstaka flottíma og einnig Hótel Natura. Svo sé ég fyrir mér hvað það væri frábært að geta flotið á kvöldin í nýrri útilaug við Sundhöll- ina í Reykjavík,“ segir Sigríður og getur vel hugsað sér að stunda flot að staðaldri sér til heilsubótar. „Stress er talið ein helsta ógnun við heilsu fólks í dag svo lýðheilsu- fræðingurinn mælir hiklaust með þessu.“ ■ heida@365.is EINS OG Í MÓÐURKVIÐI HEILSA Frjálst flot í vatni verður alltaf vinsælla og vinsælla hjá landanum. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir lýðheilsufræðingur er kolfallin fyrir flotinu. Hún segir stress eina stærstu ógnun við heilsu fólks í dag en að algjör afslöppun náist í þyngdarleysinu. ÞYNGDARLEYSI „Stress er talið ein stærsta ógnun heilsu fólks í dag svo lýð- heilsufræðingurinn mælir hiklaust með þessu.“ MYND/SIGRÍÐUR KRISTÍN EINSTÖK UPPLIFUN Sigríður prófaði íslensku flothettuna eftir vöruhönnuðinn Unni Valdísi í Hvammslaug á Flúðum. „Þetta er frábær hönnun.“ MYND/SIGRÍÐUR KRISTÍN ALGJÖR AF- SLÖPPUN Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, Formaður Félags lýðheilsufræðinga, er fallin fyrir því að fljóta þyngdar- laus í vatni. MYND/DANÍEL Fuglaskoðun í Fossvoginum á morgun er liður í átakinu Reykjavík – iðandi af lífi. Hún hefst klukkan 13 við Suðurhlíðaskóla, er ókeypis og opin öllum. Á vef Reykjavíkurborgar segir um átakið: „Reykvíkingar deila höfuðborg sinni með ótal lífverum, allt frá hröfnum til hunangsflugna, selum til birkitrjáa. Í Reykjavík er mikið af náttúrulegum svæðum þar sem búsvæði þessara lífvera er að finna.“ Þar segir jafnframt: „Líffræðileg fjölbreytni er hugtak sem notað er til að vega og meta margbreytileika lífríkis- ins. Hugtakið er í raun margþátta og felur í sér alla fjölbreytni líf- vera: plantna, dýra, sveppa, þörunga, gerla og annarra örvera, en einnig fjölbreytni innan tegunda, vistfræði- sem erfðafræðilega. Þá nær hugtakið til fjölbreytni lífverusamfélaga og vistkerfa. Ísland er aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræði- lega fjölbreytni sem hefur að markmiði að varðveita þessa fjöl- breytni. Í umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar er eitt lykilmarkmiðið að vernda náttúruleg svæði innan borgarmarka og að viðhalda líffræði- legri fjölbreytni og jafnvægi vistkerfa. Til að almenningur geti tekið þátt í að ná þessum markmiðum þykir nauðsynlegt að bjóða ókeypis fræðslu um líffræðilega fjölbreytni. Í því skyni verður gefið út fræðsluefni á vef, á prenti og á fræðsluskilt- um. Þá verður boðið upp á reglulega fræðsluviðburði, einkum nátt- úruskoðun á vettvangi. Borgin iðar af lífi á sumrin en á Facebook-síðu átaksins má finna yfirlit yfir fræðsluviðburði sumarsins. Sá síðasti er á dagskrá 10. sept- ember og nefnist Farfuglarnir kveðja. FUGLASKOÐUN Í FOSSVOGI Reykjavík – iðandi af lífi er fræðsluátak Reykja- víkurborgar um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík og verða reglulegir fræðsluviðburðir á dagskrá undir yfirskrift átaksins í sumar. FJÖLSKRÚÐUGT FUGLALÍF Í FOSSVOGI Farið verður af stað frá Suðurhlíðaskóla klukkan 13 á morgun. Miracle Cream Kremið sem umbreytir húð þinni frá fyrstu snertingu Nýjung UMBREYTIR HÚÐINNI GEGN ÖLDRUN OG AÐLAGAST HÚÐLIT ÞÍNUM FULLKOMLEGA /garniericeland UMBREYTING Á AUGABRAGÐI Einstök innihaldsefni í kreminu eru rík af örsmáum litarögnum, sem sjálfkrafa aðlaga sig að húð þinni a Formúlan gegn öldrun inniheldur 7 virk innihaldsefni Prófað á yfir 1500 konum með mismunandi húðgerð og húðlit.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.