Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 52
| ATVINNA |
Lausar stöður hjá
Grundarfjarðarbæ
Í Grundarfirði er mikill metnaður fyrir skólastarfi
og var skólastefna Grundarfjarðar samþykkt nú í vor.
Gott samstarf er milli skóla í sveitarfélaginu. Í Grundarfirði er
Fjölbrautaskóli Snæfellinga og áhugi er á frekara samstarfi
milli grunnskólans og fjölbrautaskólans.
Umsóknum um störfin skal fylgja greinargott yfirlit yfir menntun,
fyrri störf, ábendingar um meðmælendur og annað það sem
umsækjandi telur máli skipta.
Nánari upplýsingar veitir Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri,
í síma 430 8500 eða með því að senda fyrirspurnir á
bjorn@grundarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til 10. júní nk.
SkÓlastjÓRi
GRUNNSKÓLA GRUNDARFJARÐAR
Skólastjóri ber fag- og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans,
stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun faglegrar stefnu
í samstarfi við skólanefnd og bæjarstjórn. Leitað er að eins-
taklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum og er reiðubúinn
að leita nýrra leiða í skólastarfi.
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:
Í Grunnskóla Grundarfjarðar stunda tæplega 100 nemendur
nám. Talsvert er um samkennslu árganga sem hefur skapað
áhugaverð tækifæri. Skólinn er vel búinn tækjum og hann er
í fararbroddi grunnskóla á landinu í spjaldtölvuvæðingu.
LeikskÓlastjÓRi
LEIKSKÓLANS SÓLVALLA
Leikskólastjóri ber fag- og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans,
stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun faglegrar stefnu í
samstarfi við skólanefnd og bæjarstjórn. Leitað er að einstaklingi
sem hefur skýra sýn í skólamálum og er reiðubúinn að leita
nýrra leiða í skólastarfi.
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:
Leikskólinn Sólvellir er tveggja deilda leikskóli með 60
nemendur frá eins árs til sex ára aldurs. Skólinn starfar eftir
viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldisfræði. Unnið
er með lífsleikniefni og ferlimöppur eru fyrir hvern nemanda.
Umsjón með starfinu hefur
Lind Einarsdóttir hjá Talent
Ráðningum, lind@talent.is
Umsóknarfrestur er til 3.júní
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um
starfið á heimasíðu Talent Ráðninga, www.talent.is
Arctic Fish er móðurfélag fullvinnslufyrirtækisins Arctic Odda á Flateyri og eldisfyrirtækisins Dýrfiskur hf. Arctic
Oddi á Flateyri hefur á undanförnum árum byggt upp sérhæfða vinnslu eldisafurða en er auk þess í vinnslu
hefðbundins sjávarafla. Fyrirtækin eru í dag með yfir 50 starfsmenn.
Arctic Odda ehf á Flateyri vantar hressan og sprækan vinnslustjóra/stýru og eru verkefnin bæði fjöl-
breytt og skemmtileg. Það þarf að hugsa vel um starfsfólkið og útdeila verkefnum til þess. Það þarf
að taka við afla frá útgerðum bæjarins, gera úr honum verðmætar afurðir og koma þeim á viðeigandi
markað. Það þarf að vinna úr spriklandi ferskum silungnum sem systurfyrirtæki okkar Dýrfiskur framleiðir fyrir
okkur af mikilli snilld. Og það þarf, í samráði við Jónsa skipstjóra, að skipuleggja sókn Jóhönnu G ÍS-56 sem rekin
er af systurfélagi okkar Vestfirðingi ehf. Þetta þarf allt að gera með bros á vör og mikilli vinnugleði.
Við bjóðum upp á vinnslu í gömlu húsi en með frábæru starfsfólki sem kann sitt fag, við bjóðum
upp á dásamlega náttúru en Önundarfjörður er einn fegursti fjörður landsins og við bjóðum upp á
bæjarfélag með marga byggðakjarna sem allir hafa sinn sjarma. Þú þarft að bjóða upp á þekkingu
í sjávarútvegi og góða reynslu sem nýtist í starfi ásamt kunnáttu til að nýta hráefnið sem best og
virða gæðaferla. Svo skemmir ekki fyrir að hafa létta lund og vilja til að takast á við áskoranir.
Linnetsstígur 1 | 220 Hafnarfjörður | talent@talent.is | Sími 552-1600
24. maí 2014 LAUGARDAGUR4