Fréttablaðið - 24.05.2014, Page 56
Vanur kranamaður óskast
Eykt ehf óskar eftir öflugum kranamanni með réttindi til að stjórna
byggingakrana til starfa sem fyrst vegna byggingar hótels við
Höfðatorg. Mikil vinna framundan.
Sækja skal um starfið á heimasíðu Eyktar eykt@eykt.is
undir „Atvinna“ fyrir 30. maí næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir Pétur Einarsson
alla virka daga milli kl 09:00 -16:00 í síma 822-4437
Eykt ehf. Stórhöfða 34-40. 110 Reykjavík S: 595-4400
Óskum eftir að ráða bifvélavirkja með reynslu af
viðgerðum til starfa á verkstæði Suzuki Bíla hf.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt
og hafið störf sem allra fyrst.
Áhugasamir sendið
tölvupóst með ferilskrá
á stefan@suzuki.is
Verzlunarskóli Íslands óskar eftir að ráða
kennara til þess að kenna líffræði og
efnafræði næsta skólaár.
Tvö stöðugildi.
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf í viðkomandi grein.
• Reynsla af kennslu á framhaldsskólastigi æskileg.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
Við bjóðum:
• Góða vinnuaðstöðu.
• Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.
Nánari upplýsingar gefur Þorkell Diego yfirkennari,
thorkell@verslo.is eða í síma 5 900 600. Umsóknarfrestur er
til 26. maí og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til
Verzlunarskóla Íslands, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík eða á
netfangið thorkell@verslo.is.
Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 1250 nemendur. Skólinn er bekkjarskóli
en nemendur ljúka prófum í viðkomandi námsáfanga um jól og vor. Nemendur geta valið
á milli fjögurra mismunandi brauta og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum.
Einnig býður Verzlunarskólinn upp á fjarnám. Verzlunarskólinn er mjög tæknivæddur og er
aðstaða til náms og kennslu öll hin besta.
Hefur þú áhuga
á heilsueflandi skólastarfi?
Allir leikskólar Skóla ehf. starfa eftir Heilsustefnunni og leggja ríka
áherslu á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdóms-
samfélag þar sem samvinna og gleði ríkir.
Við leitum að samstarfsfólki sem:
• Er tilbúið til að tileinka sér starfsaðferðir og hugmyndafræði
leikskólans
• Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum
samskiptum
• Er tilbúið til að taka þátt í öflugri starfsþróun
• Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér
jákvæð viðhorf í dagsins önn.
Skólarnir fylgja sameiginlegum matseðli í takti við Næringar-
stefnu Skóla ehf. en hlaut það verkefni tilnefningu til Orðsporsins
2014. Kjör kennara eru samkvæmt sérsamningi Skóla við Félag
leikskólakennara.
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um!
Heilsuleikskólinn Hamravellir,
Hafnarfirði
Auglýsir eftir:
• Deildarstjóra í 100% starf
• Leikskólakennara eða uppeldismenntuðum starfsmanni
í 100% starf
• Aðstoðarmatráði í 87,5% starf
Heilsuleikskólinn Hamravellir er fimm deilda leikskóli
með um 120 börn.
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Gunnarsdóttir skólastjóri,
sími 424-4640.
Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://skolar.is/Starf/
Heilsuleikskólinn Kór,
Kópavogi
Auglýsir eftir:
• Deildarstjóra í 100% starf
• Þroskaþjálfa í 100% starf eða hlutastarf
• Leikskólakennara eða uppeldismenntuðum starfsmanni
í 100% starf eða hlutastarf
• Aðstoðarmatráði í 75% starf
Heilsuleikskólinn Kór er sex deilda leikskóli með um 120 börn.
Nánari upplýsingar veitir Bjarney K. Hlöðversdóttir skólastjóri,
sími 570-4940.
Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://skolar.is/Starf/
Ungbarnaleikskólinn Ársól,
Reykjavík
Auglýsir eftir:
• Aðstoðarskólastjóra
• Deildarstjóra í 80%-100% starf
• Leikskólakennara eða uppeldismenntuðum starfsmanni
í 100% starf
Ungbarnaleikskólinn Ársól er tveggja deilda leikskóli
með um 50 börn.
Nánari upplýsingar veitir Berglind Grétarsdóttir skólastjóri,
sími 563-7730.
Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://skolar.is/Starf/
Heilsuleikskólar Skóla eru:
Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ,
Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík
og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík.
Sveitarfélagið Ölfus
Grunnskólakennari óskast
Grunnskólinn í Þorlákshöfn óskar eftir að ráða
tónmenntakennara fyrir næsta skólaár.
Um er að ræða kennslu í 50 % stöðu.
Launakjör samkvæmt samningi KÍ.
Allar nánari upplýsingar veita Halldór Sigurðsson,
skólastjóri halldor@olfus.is og Jón H. Sigurmunds-
son, aðstoðarskólastjóri, jon@olfus.is
Síminn er 480-3850.
Upplýsingar um skólastarfið eru einnig á
heimasíðu skólans: http://skolinn.olfus.is
Skólastjóri
Grunnskólinn í Þorlákshöfn
Laus eru til umsóknar störf hjúkrunarfræðinga á hjúkrunardeild
á Vífilsstöðum. Deildin sem er 42 rúma deild á þremur
hæðum er hluti af Landspítala. Þar eru sjúklingar sem hafa gilt
færni- og heilsumat og eru að bíða eftir vist á hjúkrunarheimili.
Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulagsatriði.
Fastar næturvaktir koma til greina.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð í samráði
við skjólstæðing og bera ábyrgð á meðferð
» Skipuleggja og veita fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
» Þátttaka í teymisvinnu
Hæfnikröfur
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfileikar
» Faglegur metnaður
» Sjálfstæði í vinnubrögðum
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2014.
» Störfin eru laus frá 1. júlí 2014 eða eftir samkomulagi.
» Umsókn fylgi afrit af hjúkrunarleyfi og prófskírteinum.
» Upplýsingar veita Ingibjörg Tómasdóttir, deildarstjóri,
iingibjo@landspitali.is, sími 824 5769 og Þórdís
Ingólfsdóttir, mannauðsráðgjafi, thoring@landspitali.is,
sími 824 5480.
VÍFILSSTAÐIR
Hjúkrunarfræðingar
Laust er til umsóknar starfs sérfræðilæknis í barna-
lækningum við Barnaspítala Hringsins. Starfið er laust frá
1. október 2014 eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Sérfræðistörf í samráði við viðkomandi yfirlækni
» Þátttaka í staðarvöktum og gæsluvöktum samkvæmt
vaktafyrirkomulagi
» Þátttaka í kennslu og vísindavinnu í samráði við yfirlækna
og prófessor
Hæfnikröfur
» Íslenskt sérfræðileyfi í barnalækningum
» Íslenskt sérfræðileyfi í taugalækningum barna
» Leiðtogahæfileikar
» Samskiptahæfni
» Reynsla af kennslu og vísindastörfum
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar um forsendur ráðningar er að finna á heimasíðu Landspítala.
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2014.
» Starfshlutfall er 50%.
» Upplýsingar veitir Ragnar Grímur Bjarnason, yfirlæknir,
netfang ragnarb@landspitali.is, sími 825 5067.
» Umsóknum fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf,
reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum
ásamt sérprentun eða ljósriti af greinum sem umsækjandi
kann að hafa birt eða skrifað.
» Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu
berast, í tvíriti, Dómhildi Árnadóttur, mannauðsráðgjafa,
LSH Stjórn kvenna- og barnasviðs 21D Hringbraut.
» Mat stöðunefndar læknaráðs Landspítala byggist á
innsendum umsóknargögnum.
» Viðtöl verða við umsækjendur og ákvörðun um ráðningu í
starfið byggir einnig á þeim.
BARNASPÍTALI HRINGSINS
Sérfræðilæknir