Fréttablaðið - 24.05.2014, Síða 88

Fréttablaðið - 24.05.2014, Síða 88
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 52TÍMAMÓT MERKISATBURÐIR 1276 Magnus Ladulås er krýndur konungur Svíþjóðar í dóm- kirkjunni í Uppsölum. 1626 Peter Minuit kaupir Manhattan. 1830 Mæja átti lítið lamb eftir Söruh Josephu Hale kemur út. 1883 Brúin í Brooklyn í New York er opnuð fyrir umferð eftir fjórtán ár í byggingu. 1930 Amy Johnson lendir í Darwin og er fyrsta konan til að fljúga ein frá Englandi til Ástralíu. 1973 Mótmælafundur, sá fjölmennasti á Íslandi, er haldinn í Reykjavík. Um þrjátíu þúsund manns mótmæla flotaíhlutun Breta vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar í fimmtíu mílur. 1993 Erítrea fær sjálfstæði frá Eþíópíu. 1994 Fjórir menn eru dæmdir í 240 ára fangelsi hver fyrir að sprengja World Trade Center í New York árið 1993. 1999 Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag í Hollandi ákær- ir Slobodan Miloševic og fjóra aðra fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sem voru framdir í Kósóvó. 2001 Temba Tsheri, fimmtán ára sjerpi, er yngstur til að kom- ast á topp Everest-fjalls. Fyrsta Eurovision-söngvakeppnin var haldin á þessum degi í Lugano í Sviss. Eins og flestir Íslendingar vita er þetta árleg keppni þar sem Evrópulöndin keppa um hvaða land á besta lagið. Keppninni hefur verið sjónvarpað allt frá árinu 1956 og er einn af langlífustu sjónvarpsþáttum heims. Þá er þetta einnig sá viðburður sem hvað mest áhorf er á í heiminum ef íþróttaviðburðir eru ekki teknir með inn í jöfnuna. Talið er að eitt- hvað á milli hundrað til sex hundruð millj- ónir manna horfi á keppnina árlega sem er ekki aðeins sjónvarpað til Evrópulandanna heldur einnig til Ástralíu, Kanada, Egypta- lands, Indlands, Taílands og Bandaríkjanna svo dæmi séu nefnd. Keppninni hefur einnig verið sjónvarpað á netinu síðan árið 2000 á heimasíðu Eurovision. Fjölmargir listamenn hafa hlotið frægð á alþjóðavettvangi eftir þátttöku í keppn- inni, þar á meðal sænska sveitin ABBA, kanadíska stórsöngkonan Céline Dion og spænski sjarmörinn Julio Iglesias. Íslendingar hafa tekið þátt í Eurovision síðan árið 1986 þegar ICY-flokkurinn flutti lagið Gleðibankinn í Björgvin í Noregi. Flokkurinn lenti í 16. sæti eins og fram- lögin tvö sem komu í kjölfarið og því hefur talan 16 fylgt Íslendingum síðan. Ísland hefur best náð öðru sæti í keppninni, fyrst þegar Selma tók þátt árið 1999 með lagið All Out of Luck þegar hin sænska Charlotte Nilsson bar sigur úr býtum og síðan árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún flutti lagið Is It True en hinn norski Alexander Rybak fór með sigur af hólmi. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með lagið Rise Like a Phoenix en framlag Íslands, No Prejudice með Pollapönki, lenti í 15. sæti. - lkg ÞETTA GERÐIST: 24. MAÍ ÁRIÐ 1956 Fyrsta Eurovision-keppnin haldin í Sviss „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að tala fyrir hönd allra útskriftarnema á þessum stóra degi,“ segir Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, ræðumaður Íslands árið 2014 og fráfarandi oddviti nemenda- félags Flensborgarskólans. Hún útskrif- ast úr Flensborgarskólanum í dag og flytur ræðu útskriftarnema við athöfn- ina en það voru samnemendur hennar sem útskrifast í dag sem völdu hana hæfasta í verkið. „Þetta er fyrst og fremst hátíðleg ræða að lokinni skólagöngu í Flensborg. Ræða til að þakka þeim sem áttu sinn þátt í því að leyfa okkur að standa þarna og útskrifast úr framhaldsskóla; skóla- stjórn og kennurum sem gerðu okkur kleift að vera þarna. Án þeirra stæð- um við ekki þarna í dag. Ég ætla líka að horfa fram á við í ræðunni og tala um hvaða tækifæri taka við eftir útskrift,“ segir Katrín. Katrín hefur verið meðlimur í ræðu- liði Flensborgarskólans síðan hún var nýnemi árið 2010. Í ár sat hún einnig í stjórn Morfís, mælsku- og rökræðu- keppni framhaldsskóla á Íslandi. Ræðu- lið Flensborgarskólans sigraði í Morfís- keppninni í ár, í fyrsta sinn í sögu skólans, og var Katrín valin ræðumaður Íslands. Hún er því öllu vön þegar kemur að ræðumennsku. „Ég er ekkert stressuð fyrir út- skriftar ræðunni en auðvitað vil ég gera vel og mitt besta í þessari seinustu ræðu á sviði í Flensborg. Ég hef haldið þær ófáar þar og ég hlakka mikið til.“ Katrín útskrifast ekki aðeins á morg- un heldur fagnar einnig tvítugsafmæli sínu. Hún deilir afmælisdeginum með föðurafa sínum sem hefði orðið sjötug- ur hefði hann lifað. „Hann fékk mig í fimmtugsafmæl- isgjöf en hann lést árið 2004. Hann hefur alltaf verið mér ofarlega í huga á afmælis deginum mínum og ég hef allt- af fagnað deginum með honum. Það er mjög gaman að eiga svona sérstakan dag með einhverjum þótt hann sé ekki til staðar,“ segir Katrín. Dagurinn er pakk- aður hjá þessari atorkumiklu stúlku. „Athöfnin í skólanum hefst klukkan 11 og lýkur um hádegi. Þá ætla ég að halda útskriftarveislu heima með fjöl- skyldu minni og nánustu vinum. Svo ætlum við nokkrir útskriftarnemar að halda útskriftarpartí í Reykjavík. Það er nóg að gera og þetta er mjög spenn- andi dagur.“ Þá er Katrín einnig frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Hún skipar níunda sæti á listanum og því möguleiki á að hún verði varabæjar- fulltrúi á næsta kjörtímabili. „Mér var boðið að sitja í níunda sæti á listanum og mér fannst það kjörið tæki- færi fyrir mig til að komast inn í mál Hafnarfjarðarbæjar aðeins betur. Ég vil nýta þetta tækifæri og vera virk í félags- starfinu sem á sér stað í flokknum. Mér finnst mikilvægt fyrir ungt fólk að það sitji einhver ungur á lista og mér finnst mjög gaman að vera fulltrúi unga fólks- ins,“ segir Katrín en það liggur beinast við að spyrja hvernig henni hafi tekist að útskrifast í ljósi þess öfluga félagsstarfs sem hún er hluti af. „Ótrúlegt en satt náði ég öllu og er að fara að útskrifast. Ég þurfti að leggja mikið á mig á lokasprettinum og það var mikið af verkefnum og lærdómi sem ég þurfti að vinna upp til að ég gæti útskrif- ast. En um leið og ég sá von spýtti ég í lófana. Þetta hófst á endanum og er ótrúlega gaman. Ég þakka líka foreldr- um mínum ótrúlega þolinmæði og stuðn- ing á meðan á þessu stóð. Þetta hefði ég aldrei getað gert án þeirra og er ég þeim óendanlega þakklát.“ En hvað tekur við hjá Katrínu? „Eftir útskrift ætla ég út á vinnumarkað- inn í eitt ár. Mig langar einnig að ferðast aðeins í byrjun næsta árs með vinkonu minni. Mig hefur lengi dreymt um að fara í lögfræði við Háskóla Íslands og ég stefni þangað haustið 2015. Ég hef einnig mikinn áhuga á að starfa í fjöl- miðlum þannig að við sjáum hvað gerist í framtíðinni.“ liljakatrin@frettabladid.is Deilir afmælisdegi með afa sínum heitnum Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, ræðumaður Íslands 2014, fagnar ekki aðeins tvítugsafmæli sínu í dag heldur útskrifast hún einnig úr Flensborgarskólanum. NÓG AÐ GERA Katrín lætur sér ekki leiðast í lífinu. MYND/ÚR EINKASAFNI Ég þurfti að leggja mikið á mig á lokasprettinum og það var mikið af verkefnum og lærdómi sem ég þurfti að vinna upp til að ég gæti útskrifast. En um leið og ég sá von spýtti ég í lófana. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vinarhug og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, HÓLMFRÍÐAR BÁRU MAGNÚSDÓTTUR Hlíðargötu 20, Sandgerði. Brynjarr Pétursson Guðrún Magnea Hafsteinsdóttir Jóhannes Kr. Jónsson Borghildur Brynjarsdóttir Karl Lúðvíksson Pétur Brynjarsson Björk Garðarsdóttir Ingibjörg Brynjarsdóttir Hallur Þorsteinsson Magnús Brynjarsson Ólöf Björg Kristjánsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HELGA RUNÓLFSDÓTTIR húsfreyja í Unnarholtskoti, Hrunamannahreppi, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði þann 14. maí. Útför hennar fer fram frá Hrunakirkju föstudaginn 30. maí klukkan 14.00. Hjörleifur Gíslason Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir Guðlaug Gísladóttir Hildur Helga Gísladóttir Kristján Rafn Heiðarsson Unnar Gíslason Hjördís Heiða Másdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR Jökulgrunni 26, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 27. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð skáta, 0701-26-003444, kt. 440169-2879. Gísli Kristjánsson Guðrún Gísladóttir Halldór Þórðarson Kristján Gíslason Ásdís Rósa Baldursdóttir Guðmundur Torfi Gíslason Ragnheiður K. Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA HÓLMFRÍÐUR LÚÐVÍKSDÓTTIR Pósthússtræti 3, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 13.00. Sigurður Vignir Sigurðsson Guðrún Sigurðardóttir Annel Borgar Þorsteinsson Hrafnhildur Sigrún Sigurðardóttir Halldór Einarsson Sigurður Lúðvík Sigurðsson barnabörn og langömmubörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.