Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2014, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 24.05.2014, Qupperneq 94
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 58 20.00 Fantastar í Brimhúsinu 20.00 WIDE SLUMBER í Tjarnarbíói 20.00 In the Light of Air– Anna Þorvaldsdóttir og ICE ensemble í Norðurljósasal Hörpu 21.00 Sidsel Endresen í Mengi Þetta eru tæplega fimmtíu verk eftir jafnmarga listamenn frá tíma- bilinu 1970 til 2010,“ segir Klara Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Lista- safns Reykjavíkur, um sýninguna Þín samsetta sjón sem opnuð verður í Hafnarhúsinu í dag. Verkin eru öll úr safneign Listasafnsins og marg- ir af þekktustu starfandi listamönn- um landsins eiga verk á sýningunni. Þar má nefna Ólaf Elíasson, en tit- ill sýningarinnar er sóttur í verk eftir hann, Ragnar Kjartansson, Gjörningaklúbbinn, Gabríelu Frið- riksdóttur og Hrein Friðfinnsson. „Hafþór Yngvason, sem er sýning- arstjóri, vildi að þetta væru verk sem komu fram eftir SÚM-kyn- slóðina,“ segir Klara. „Og það vildi svo til að elsta verkið, sem er eftir Sigurð Guðmundsson, er frá 1970. Það má segja að þetta sé rjóminn af safneigninni frá þessu tímabili, það er ekkert beint þema.“ Verkin á sýningunni eru fjöl- breytt, miðlarnir margir og við- fangsefnin ólík. Hér má sjá stað- bundnar innsetningar, minimalíska skúlptúra, hugmyndalist í ýmsum miðlum, gjörningatengda vídeólist og verk byggð á rannsóknum. Við- fangsefnin eru allt frá sjálfhverfri íhugun um eðli listarinnar til þjóð- félagsádeilu og afbyggingar við- tekinna hugmynda um „norðrið“ og íslenskan menningararf. „Þetta er mjög stór sýning og langt síðan sett hefur verið upp sýning þar sem allir þessir íslensku listamenn mætast,“ segir Klara. „Þeir eru mjög ólíkir en eiga það sameiginlegt að spretta upp úr svipuðum hugmyndagrunni þannig að það er forvitnilegt að sjá hvernig þessi verk tala saman.“ Í heild teljast um sautján þús- und verk til safneignar Listasafns Reykjavíkur, hvar eru þau milli þess sem settar eru upp sýningar á þeim? „Þau eru í geymslum eða í láni á öðrum sýningum, en það er eitt af hlutverkum safnsins að lána verk, sjá til þess að þau komi heil til baka og varðveita þau,“ segir Klara. „Þótt sum þessara verka hafi verið sýnd á undanförnum árum þá er merkilegt að sjá þau í þessari heild. Við erum náttúrulega alltaf að leit- ast við að skrifa söguna og skoða samhengi hlutanna eða hvort það sé eitthvert samhengi yfirhöfuð. Það má vissulega sjá ákveðna sam- kennd milli verkanna og þótt oft sé erfitt að setja puttann á það hvað það nákvæmlega er sem tengir öll þessi verk er hér komin sýning sem virkilega reynir á það að maður skoði samhengið í myndlistarsög- unni. Ég þykist allavega sjá ákveðna orðræðu sem hefur skapast hér á Íslandi þessa hálfu öld og þessi verk eru sprottin upp úr. SÚM-kynslóðin breytti viðhorfi fólks til myndlistar á sjöunda áratugnum og þessi sýn- ing sýnir vel hvernig þróunin hefur verið síðan þá.“ Opnunin hefst klukkan 16 í dag og sýningin stendur til 7. september. Sýningarstjóri er Hafþór Yngvason. Við erum náttúru- lega alltaf að leitast við að skrifa söguna og skoða samhengi hlut- anna eða hvort það sé eitthvert samhengi yfirhöfuð. 12.00 Hringiða í Listasafni Árnesinga, Hveragerði– opnun & gjörningur 14.00 Lusus naturae í Hafnarborg – opnun 15.00 Spegill lífsins, sýning Ragnars Axelssonar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur– opnun 16.00 Þrjár Shakespeare Sonn- ettur – Kammerkór Suðurlands og Tavener í Norðurljósasal Hörpu 17.00 The Five Live Lo Fi @ Gallerí Kling & Bang– opnun númer tvö 20.00 Bryn Terfel – einsöngstón- leikar í Eldborgarsal Hörpu 20.00 Fantastar í Brimhúsinu við Geirsgötu 20.00 WIDE SLUMBER í Tjarnarbíói – frumsýning 21.00 Sight Unseen– Lee Ranaldo og Leah Singer í Silfurbergi Hörpu LISTAHÁTÍÐ Í DAG FRUMFLUTNINGUR Lilja Birgis- dóttir flytur verkið „Hymn“ í Listasafni Árnesinga í dag kl. 12.30. Þetta er frum- flutningur í samstarfi við sjö söngkonur. BRYN TERFEL MYND/NORDICPHOTOSGETTY LISTAHÁTÍÐ Á SUNNUDAG 14.00 & 15.00 & 16.00 Innra eyrað – Hljóðganga í Austurbæjarskóla 15.00 Lusus naturae– tónlistar- gjörningur í Hafnarborg 16.00 Rýmin og skáldin I Tríó Sírajón og Ingibjörg Guðjóns- dóttir í Hannesarholti ANNA ÞOR- VALDSDÓTTIR Sjaldgæft tækifæri til að skoða samhengi hlutanna Sýningin Þín samsetta sjón verður opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Þar gefur að líta tæplega fi mmtíu verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur eft ir marga af þekktustu myndlistarmönnum samtímans á Íslandi. ÞÍN SAMSETTA SJÓN „Það er forvitnilegt að sjá hvernig þessi verk tala saman,“ segir Klara Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Lista- safns Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Dagskrá Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildarmynda, var birt í gær. Hátíðin verður hald- in í áttunda sinn um hvítasunnu- helgina, 6. til 9. júní, og mun að vanda fara fram í Skjaldborgar- bíói á Patreksfirði. „Þetta er orðin ansi rótgróin hátíð sem hefur þá sérstöðu að frumsýna íslensk- ar heimildarmyndir,“ segir Haf- steinn Gunnar Sigurðsson, einn skipuleggjenda Skjaldborgarhá- tíðarinnar. „Við munum frumsýna þrettán myndir í ár, hverja ann- arri áhugaverðari, og auk þess erum við með lið sem heitir verk í vinnslu þar sem kvikmyndagerð- arfólk kynnir myndir sem eru á vinnslustigi, sem er oft mjög fróð- legt bæði fyrir kvikmyndagerð- arfólkið sjálft og áhorfendur. Í ár verður sýnt úr fimm myndum á vinnslustigi. Rúsínan í pylsuendan- um er svo heiðursgesturinn okkar, alþjóðlega heimildarmyndagerðar- stjarnan Victor Kossakavosky, en þrjár af myndum hans verða sýnd- ar á hátíðinni.“ Á meðal kvikmyndagerðarfólks sem á myndir á hátíðinni í ár eru Ari Alexander Ergis Magnússon, Árni Sveins, Hulda Rós og Helga Rakel, Helgi Felixson og fleiri. Viðfangsefnin eru að sama skapi fjölbreytt, eða allt frá taílenskum sjávarsígaunum til Þórðar frá Dagverðará. Hafsteinn segir dag- skrána vera ansi þétta og að mynd- irnar verði sýndar hver á fætur annarri án afláts. „Við byrjum á föstudagskvöldi og sýnum myndir frá 10 á morgnana til 10 á kvöldin bæði laugardag og sunnudag. Svo endar hátíðin á mjög svo hressu dansiballi í félagsheimilinu þar sem áhorfendaverðlaun Skjald- borgar, Einarinn, eru veitt. Þetta er mjög lýðræðislegt og það eru eingöngu áhorfendur sem velja bestu myndina, engin dómnefnd, enda er þessi hátíð fordómalaus og dagskráin fjölbreytt eftir því.“ Hægt er að kynna sér dagskrána í heild og lesa umfjöllun um einstak- ar myndir á heimasíðunni skjald- borg.com/heimildarmyndir. - fsb Skjaldborg er fordómalaus hátíð með fj ölbreyttri dagskrá Þrettán nýjar íslenskar heimildarmyndir verða frumsýndar á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfi rði um hvítasunnuna. Auk þess verður sýnt úr fi mm verkum í vinnslu og þrjár myndir eft ir heiðursgest hátíðarinnar, Victor Kossakavosky. HAFSTEINN GUNNAR „Þetta er orðin ansi rótgróin hátíð sem hefur þá sérstöðu að frum- sýna íslenskar heimildar- myndir.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu stórsveitamaraþoni á veitingastaðnum Munnhörpunni í tónlistarhúsinu Hörpu á morgun frá klukkan 13 til 16. Að vanda býður Stórsveitin til sín yngri og eldri stórsveitum landsins og leikur hver hljómsveit í u.þ.b. 30 mínútur. Að þessu sinni koma eftirfar- andi stórsveitir fram: Stórsveit Reykjavíkur, Stórsveit Skóla- hljómsveita Reykjavíkurborgar, Stórsveit Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Stórsveit Tónlistar- skóla FÍH, Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar og Stórsveit Öðlinga. Stórsveitamaraþonið er nú haldið í 18. sinn en þessi skemmtilega uppákoma er þáttur í uppeldisviðleitni Stórsveitar Reykjavíkur. Dagskrá verð- ur fjölbreytt og skemmti- leg og gera má ráð fyrir að flytjendur verði um 120. Sveitirnar eru á ólíkum getustigum og aldri; allt frá börnum til eldri borgara. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir, en áhorfend- um er frjálst að koma og fara á meðan maraþonið stendur yfir. 18. stórsveita- maraþonið MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.