Fréttablaðið - 24.05.2014, Síða 101

Fréttablaðið - 24.05.2014, Síða 101
LAUGARDAGUR 24. maí 2014 | MENNING | 65 SUNNUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 14.00 Ásbjörg Jónsdóttir heldur útskriftartónleika sína í Kaldalóni í Hörpu en hún útskrifast með BA- gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands í vor. 15.00 Danska tríóið Krebs/Schmidt/ Anderson mun leika á KEX Hosteli á ókeypis síðdegistónleikum. Með tríóinu leikur píanóleikarinn Agnar Már Magnússon. Þetta eru fyrstu sunnudagssíðdegistónleikar KEX Host- els og hálfgerð tilraun. Ef vel tekst til og djassáhugamenn koma á tón- leikana þá er ætlunin að gera fleiri tilraunir síðar í sumar. 17.00 Vortónleikar kvennasöng- hópsins Boudoir í Fella- og Hólakirkju. Kvennasönghópurinn Boudoir var stofnaður nú sl. haust af faglærðum söngkonum og konum sem einnig eru starfandi sem einsöngvarar, þ.e ein- göngu konum eins og nafnið bendir til, en Boudoir þýðir reyndar kvenna- dyngja, sem er gamalt franskt orð yfir búningsherbergi eða sal sem ein- göngu var ætlað konum. Flutt verður afar fjölbreytt efnisskrá allt frá eldra og klassískara og rómantísku yfir í nútíma dægurlög. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. 17.00 Íslenskar perlur í Hörpu. Sönglög, þjóð- lög og ballöður. Á tónleikunum fá áheyrendur að kynnast sígildri íslenskri tónlist. Listrænn stjórnandi tón- leikanna er óperusöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson og kostar miðinn 3.900 krónur. Sýningar 12.00 Listvinafélag Hallgríms- kirkju kynnir sýningu Anne Thorseth myndlistarmanns í fordyri kirkjunnar. Sýningin verður opnuð klukkan 12.00 eftir messu. Verk Anne Thorseth sýna að hún vinnur með málverkið og teikninguna af ástríðu. Verkin eru íhugul og leita í birtuna með upphafs- punkt í lífinu sjálfu; hún sækir inn- blástur í aldagömul þemu um tilvist mannskepnunnar og örlög. Litir verk- anna tjá andlegt ástand og víxlverkun litanna við rými, form og tíma. Þessi sjónræna tjáning fléttar saman flókið samspil tilverunnar og listarinnar. 14.00 Æsa Sigurjónsdóttir, list- fræðingur og sýningarstjóri, verður með leiðsögn um sýninguna SPOR Í SANDI í Listasafni Íslands, Fríkirkju- veg 7. Arfleifð Sigurjóns Ólafssonar markar djúp spor í sögu norrænnar höggmyndalistar. Á sýningunni gefur að líta ólíkar hliðar listamannsins í 90 mikilvægustu verkum hans. Allir velkomnir. Uppákomur 13.00 Á sunnudaginn kemur verður önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru haldin í Jósepsdal. Það er Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem heldur keppnina, en helmingur ágóð- ans af keppninni mun renna beint til Styrktar félags krabbameinssjúkra barna. Keppnin hefst í Jósepsdal, beint á móti Litlu kaffistofunni. Frítt er fyrir börn, 12 ára og yngri, en full- orðnir greiða 1.500 kr. í aðgangseyri. Gott er að koma tímanlega á staðinn. Aðalstyrktaraðili torfærunnar er Poul- sen ásamt Bílum og hjólum. Leikrit 20.00 KÚBUS kynnir tónleikhúsið Gekk ég aleinn. Tónlist eftir Karl Ottó Runólfsson, útsetningar eftir Hjört Ingva Jóhannsson í sviðsetningu Frið- geirs Einarssonar. Verkið er sýnt í Iðnó og kostar miðinn 2.500 krónur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is „Við viljum búa til samfélag þar sem við deilum ráðum og reynslu okkar á milli og vekjum athygli annarra á því af hverju fólk velur að verða grænmetisætur og hvern- ig það lifir,“ segir Sæunn Ingi- björg Marínósdóttir, einn stofn- enda Samtaka grænmetisæta á Íslandi, en samtökin fagna eins árs afmæli um þessar mundir. Af því tilefni er aðalfund- ur samtakanna haldinn í dag, klukkan 14, í húsnæði Lif- andi markaðar í Borgartúni. „Það ríkir mikill misskilningur um það hvernig grænmetisætur lifa. Við erum fjölbreyttur hópur sem borðar ekki kjöt af hinum ýmsu ástæðum, ekki eingöngu út frá dýraverndunarsjónarmiðum,“ útskýrir Sæunn, og bætir við að starfið í samtökunum sé bæði félagslegt og hagsmunatengt. „Það eru allir velkomnir í samtök- in og á aðalfundinn, þó að þeir séu ekki grænmetisætur eða séu að stíga fyrstu skrefin í þessu,“ segir Sæunn, sem leggur áherslu á að um fjölbreyttan hóp sé að ræða. - ósk Grænmetisætur oft misskildar Aðalfundur Samtaka grænmetisæta á Íslandi er í Lifandi markaði klukkan 14 í dag. GRÆNMETISÆTUR KOMA SAMAN Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir og Sigvaldi Ástríðarson eru á meðal s tofn- enda Samtaka grænmetisæta á Íslandi, en aðalfundur samtakanna er í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.