Fréttablaðið - 24.05.2014, Side 112

Fréttablaðið - 24.05.2014, Side 112
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 76 FÓTBOLTI Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, tilkynntu í gær landsliðshópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttuleikjum. Strákarnir okkar mæta Austurríki ytra 30. maí en Eistar koma í heimsókn í Laugardalinn 4. júní. Fátt kom á óvart í hópnum en Selfyssingarnir Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson, sem spilað hafa frábærlega í Noregi, eru í hópnum en taka aðeins þátt gegn Austurríki þar sem norska deildin er í fullum gangi. Eiður Smári Guðjohnsen baðst undan því að vera valinn í þetta verk- efni en Heimir Hallgrímsson sagði að hann væri ekki formlega hættur með landsliðinu og kæmi svo sannarlega til greina í hópinn þegar undankeppni HM 2016 hefst í haust. Björn Bergmann Sigurðarson heldur áfram að afþakka landsliðssæti en hann er þó farinn að svara í símann. Lars Lagerbäck sagði í gær að hann hefði rætt við Skagamanninn unga þrívegis á undanförnum vikum. „Hann segist ekki 100 prósent klár í þetta og ég vil ekki neyða neinn til að spila fyrir landsliðið,“ sagði Svíinn en dyrnar standa Birni áfram opnar. - tom Eiður Smári er opinn fyrir undankeppninni MESTU MÁTAR Lars og Heimir á blaðaman- nafundi í gær FRÉTTABLAÐIÐVILHELM HANDBOLTI Tveir íslenskir þjálf- arar, Guðmundur Guðmundsson hjá Rhein-Neckar Löwen og Alfreð Gílsason hjá Kiel, keppa í dag um Þýskalandsmeistaratitilinn með lið sín en það er sérstök staða komin upp á lokadegi tímabilsins. Rhein- Neckar Löwen og Kiel eru jöfn að stigum en Ljónin hafa sjö marka forskot í markatölu. Lærisveinar Guðmundar eru því í betri stöðu í töflunni en á meðan þeir sækja Gumm ersbach heim þá taka læri- sveinar Alfreðs á móti löskuðu liði Dags Sigurðssonar. „Þetta er langt frá því að vera í höfn. Kiel á heimaleik og hefur ákveðið forskot þar. Við erum á erf- iðum útivelli á móti erfiðu liði sem hefur verið að ná góðum úrslitum undanfarið,“ segir Guðmundur sem á allt eins von á skrautlegum úrslit- um í Kiel. „Við erum búin að sjá úrslit í deildinni í vetur sem eru að mörgu leyti mjög undarleg. Það er allt inni í þessu,“ segir Guðmundur. Vinni Löwen með fjögurra marka mun þá þarf Kiel að vinna með tólf sem dæmi. Guðmundur ætlar að halda stöðunni í Kiel leyndri fyrir sínum leikmönnum. „Leikmennirn- ir munu ekkert fylgjast með þessu. Einu upplýsingarnar um stöðuna í hinum leiknum berast til mín,“ segir Guðmundur. Leikmenn sem spila með hjartanu Guðmundur er ánægður með liðið sitt á þessu tímabili. „Þetta er vel samsettur og samstilltur hópur. Þetta eru leikmenn sem eru að spila með hjartanu og berjast frá fyrstu til síðustu mínútu,“ segir Guðmundur en meðal leikmanna hans eru lands- liðsmennirnir Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson. „Alexander er búinn að standa sig mjög vel og er gríðarlega mikil- vægur liðinu. Stefán er líka búinn að standa sig mjög vel þótt hann hafi ekki spilað mikið síðustu vikurnar. Stefán spilaði töluvert mikið í einn og hálfan mánuð eftir áramót og gerði það mjög vel. Hann bætir sig á hverjum degi,“ segir Guðmundur. Guðmundur Guðmundsson tók við liði Löwen í september 2010 og liðið er nú að bæta sig þriðja árið í röð í stigatöflunni. „Liðið hefur verið í gríðarlegri uppsveiflu. Það gekk vel í fyrra, við náðum í fyrsta Evrópu- bikarinn og við spiluðum vel. Mér finnst liðið spila enn betur í ár en í fyrra. Lokakaflinn er búinn að vera frábær. Við höfum unnið alla leikina í Bund esligunni eftir áramót,“ segir Guðmundur. Bara helmingslíkur „Fyrsti titillinn kom í fyrra en það er möguleiki að vinna fyrsta Þýska- landstitilinn. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum ef það tekst en það er ekki komið í höfn og verður þrautin þyngri. Við vitum að Gum- mersbach mun selja sig dýrt á móti okkur. Við munum gera allt sem við getum til að vinna þetta. Það getur allt gerst í hinum leiknum og það getur líka allt gerst hjá okkur. Að mínu mati eigum við bara helm- ingslíkur á því að vinna,“ segir Guð- mundur sem leggur mikla áherslu á það við sína menn að gleyma ekki að taka fyrsta skrefið. Alfreð hefur gert Kiel að Þýska- landsmeisturum undanfarin tvö ár og alls fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Guðmundur á aftur á móti möguleika á því að vera þriðji íslenski þjálfarinn sem vinnur þýsku deildina. „Það er bara gríðarleg viður- kenning fyrir íslenskan handbolta. Það er allavega ljóst að það verður íslenskur þjálfari sem hampar þess- um titli hvorum megin sem þetta lendir og allavega tveir leikmenn,“ segir Guðmundur. Leikir Rhein-Neckar Löwen og Kiel hefjast báðir klukkan 14.00 og verða í beinni á sportstöðvum 365; Gummersbach-Rhein-Neck- ar-Löwen á Stöð 2 Sport og Kiel – Fuchse Berlin á Stöð 2 Sport 3. ooj@frettabladid.is Leikmenn fá ekkert að vita Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, getur kvatt félagið í dag með því að gera liðið að Þýskalandsmeisturum í fyrsta sinn. Liðið hefur sjö marka forskot á Alfreð Gíslason og lærisveina hans í Kiel. STRESSDAGUR Lokadagur þýsku deildarinnar mun reyna á taugarnar hjá Guð- mundi Guðmundssyni, þjálfara Rhein-Neckar Löwen. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SPORT HM Í FÓTBOLTA Í BRASILÍU 19 DAGAR Í FYRSTA LEIK FÓTBOLTI Atletico Madrid og Real Madrid spila í kvöld sögulegan úrslitaleik í Meistaradeildinni þegar nágrannarnir mætast á Leikvangi ljóssins í Lissabon. Þetta er fyrsti borgarslagurinn í úrslitaleik Meistara- deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslensk- um tíma og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Atletico Madrid vann spænsku deildina um síð- ustu helgi í fyrsta sinn frá 1996 en getur þarna unnið Meistaradeildina í fyrsta sinn. Strákarnir hans Diegos Simeone tóku deildina fyrir framan nefið á Barcelona og geta nú gert það sama við hina risana á Spáni. Það yrði sárt fyrir stóra bróður í Madríd. Nágrannarnir í Real eiga nefnilega möguleika á því að verða fyrsta félagið til að vinna Evrópukeppni meistaraliða í tíunda sinn. „Eftir að við unnum þann níunda í Glasgow voru menn farnir að spyrja okkur um þann tíunda strax dag- inn eftir,“ sagði Iker Casillas, fyrirliði Real Madrid í dag og sá eini sem spilaði þennan úrslitaleik fyrir tólf árum. Undanfarin ár hefur öllu verið tjaldað til á Sant- iago Bernebau til að setja saman Evrópumeistaralið. Stærstu stjörnur liðanna tveggja verða vonandi leik- færar í kvöld. Cristiano Ronaldo er klár eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum og Atletico-menn beita öllum aðferðum til þess að Diego Costa verði með í kvöld. Costa þarf samt á litlu kraftaverki að halda. „Það verður algjör draumur fyrir mig að spila úrslita- leik í Portúgal,“ skrifaði Cristiano Ronaldo á Twitter- síðu sína í gær en hann er þegar búinn að setja marka- met með því að skora sextán mörk í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Ronaldo er búinn að skora 51 Meist- aradeildarmark fyrir Real en fær nú loksins að spila úrslitaleik með liðinu og það á „heimavelli“. Hjörtur Hjartarson hitar upp fyrir úrslitaleikinn á Stöð 2 Sport (hefst klukkan 17.45) þar sem hann fær til sína góða gesti og Guðmundur Benediktsson mun svo lýsa leiknum af sinni alkunnu snilld. - óój Tími fyrir nr. tíu? Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í kvöld. VITTORIO POZZO, þjálfari heimsmeistaraliða Ítala 1934 og 1938, er eini þjálfarinn sem hefur gert tvö lið að heims- meisturum í fótbolta en tveir menn eiga möguleika á því að bætast í þennan fámenna hóp í sumar. Vicente del Bosque gerði spænska landsliðið að heims- meisturum fyrir fjórum árum og er mættur aftur til að verja titilinn. Luiz Felipe Scolari, sem gerði Brasilíumenn að heimsmeisturum 2002, stýrir brasilíska landsliðinu aftur á HM í sumar. Bæði lið eru sigurstrangleg í Brasilíu. Brasilíumenn unnu sjö síðustu leiki sína í úrslitakeppni HM undir stjórn Scolari og spænska landsliðið vann sex síðustu leiki sína á HM í Suður-Afríku 2010. KÖRFUBOLTI Stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson hefur ákveð- ið að yfirgefa Keflavík og spila með nágrönnunum í Grindavík í Dominos-deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir hann við karfan.is. Magnús Þór nær þar með að spila með öllum þremur Suður- nesjaliðunum en hann hafði áður spilað með Njarðvík í tvö tíma- bil frá 2008 til 2010. Magnús er uppalinn Keflvíkingur þar sem hann hefur spilað stærsta hluta síns ferils. „Ástæða skiptanna er sú að Grindavík hafði samband en það hafa þeir ekki gert áður og ég hafði í raun mikinn áhuga á því að spila fyrir Sverri Þór. Eins hlakka ég til að takast á við nýjar áskoranir og þakka Keflavík fyrir tímann þar,“ sagði Magnús. Hann og Sverrir Þór urðu fjórum sinnum Íslandsmeistarar saman með Keflavíkurliðinu. Magnús Þór Gunnarsson var með 9,5 stig og 2,5 stoðsending- ar að meðaltali í deildarkeppn- inni en missti þá mikið úr vegna meiðsla á hendi. Hann hækkaði meðalskorið sitt upp í 13,7 stig í leik í úrslitakeppninni en Kefla- vík datt þá út á móti Stjörnunni. - óój Samdi við Grindavík FARINN Magnús spilar í gulu næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Frank Lampard, leik- maður Chelsea og markahæsti miðjumaður ensku úrvalsdeild- arinnar frá upphafi, hefur verið látinn fara frá félaginu en það ákvað að endurnýja ekki samn- ing hans. Enska úrvalsdeildin birti í gær lista yfir alla þá leikmenn sem liðin ætla að halda og láta fara á frjálsri sölu. Lampard er á list- anum hjá Chelsea líkt og Ashley Cole, Samuel Eto‘o og Mark Schwarzer. Þetta kemur nokkuð á óvart þótt Lampard sé orðinn 35 ára gamall. Hann á að baki 648 leiki í öllum keppnum fyrir Chelsea og hefur skorað í þeim 211 mörk. Hann er staddur þessa dagana á Portúgal með enska landslið- inu sem undirbýr sig nú af kappi fyrir heimsmeistarakeppnina í Brasilíu sem hefst í næsta mán- uði. Á meðal annarra leikmanna sem geta farið á frjálsri sölu í sumar eru Gareth Barry, leik- maður Manchester City, og Nick- las Bentdner, Daninn í liði Ars- enal. - tom Lampard fer frá Chelsea © GRAPHIC NEWSHeimildir: UEFA, Infostrada Sports Myndir: Getty Images Courtois Juanfran Filipe Luis Godin Miranda Koke Garcia Suarez Gabi Lopez Costa Casillas Di Maria Benzema Khedira Ronaldo Coentrao Modric Carvajal Ramos Pepe Bale Líkleg byrjunarlið: Xabi Alonso hjá Real Madrid er eini leikmaður liðanna sem tekur út leikbann en hann fékk spjald í seinni undanúrslita- leiknum við Bayern. Estadio da Luz Dómaratríóið í leiknum: Dómari: Bjorn Kuipers, Holland Aðstoðardómarar: Sander van Roekel, Erwin Zeinstra, Holland 2013 ÞÝS 2008 ENG 2003 ÍTA 2000 SPÁ Bayern Dortmund Man Utd Chelsea Milan Juventus Real Madrid Valencia 2-1 1-1 Víti 6-5 0-0 Víti 3-2 3-0 Úrslitaleikir milli liða frá sama landi Síðustu sigurvegarar 2013 2012 2011 2010 2009 Bayern, Þýskaland Chelsea, England Barcelona, Spánn Internazionale, Ítalía Barcelona, Spánn REAL MADRID ATLETICO MADRID Maí 24, Estadio da Luz, Lissabon, Portúgal Þjálfari: Carlo Ancelotti Fyrirliði: Iker Casillas Árangur í Meistaradeildinni: S115 J39 T45 Besti árangur í keppninni: Nífaldur meistari Síðasta tímabil: Tapaði í undanúrslitum fyrir Dortmund Þjálfari: Diego Simeone Fyrirliði: Gabi Árangur í Meistaradeildinni: S16 J13 T5 Besti árangur í keppninni: Komst í úrslitaleikinn 1974 Seinasta tímabil: Evrópudeildin, datt út fyrir Rubin Kazan í 32 liða úrslitum Innbyrðisleikir (Spænska deildin og spænski bikarinn) Real 102 Atletico 46 D46 Hafa mæst fjórum sinnum á tímabilinu. Atletico vann annan deildarleikinn og hinn endaði með jafntefli. Real vann báða bikarleikina. Leiðin í úrslitaleikinnEfstir í B-riðli, skoruðu 20 mörk Efstir í G-riðli, skoruðu 15 mörk Schalke 6-1 (ú), 3-1 (h) Dortmund 3-0 (h), 0-2 (ú) 16 liða úrslit Milan 1-0 (ú), 4-1 (h) 8 liða úrslit Barcelona 1-1 (ú), 1-0 (h) Bayern 1-0 (h), 4-0 (ú) Undanúrslit Chelsea 0-0 (h), 3-1 (ú) 3.08 0.75 2.08 0.50 Markahæstur: Cristiano Ronaldo, 16 mörk Markahæstur: Diego Costa, 8 mörk ÚRSLITALEIKUR MEISTARADEILDARINNAR 2014
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.