Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2014, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 13.08.2014, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 13. ágúst 2014 | SKOÐUN | 15 Systurdóttir mín er fædd í febrúar 2004. Hún er bráðger og er ári á undan í skóla. Hún æfir fótbolta og frjálsar með Breiðabliki og fylgir sínum bekk í íþróttum þ.a. hún er einnig einu ári á undan þar. Ekki af því að hún sé eitt- hvað yfirburða góð heldur út af félagslega þættinum, þar eru hennar vinkonur. Nú hefur það gerst í tví- gang að hún hefur ekki feng- ið að keppa á mótum með vinkonum sínum vegna þess að hún er ári yngri. Mikil tilhlökkun hefur því breyst í vonbrigði. Bæði á Ungmennalandsmóti UMFÍ sem fór fram fyrstu helgina í ágúst og á Meistaramóti FRÍ 11-14 ára sem fram fer á Akureyri næstu helgi er gerð krafa um að börn séu 11 ára á almanaksárinu og engar undanþágur veittar. Ég skil að það verða að vera skýrar reglur en menn verða samt að hugsa. Innan við 1% barna er ári á undan í grunn- skóla. Það gefur augaleið að vinahópur þeirra er yfirleitt krakkar sem eru með þeim í árgangi. Er það ekki næg ástæða til að þau fái undanþágu? Þessi mót færu varla á hliðina út af örfáum krökkum sem hugsanlega bættust við! Þarna er einnig ósamræmi milli sérgreinasambanda því í hópíþrótt- um s.s. fótbolta, handbolta og körfu- bolta þykir það ekkert tiltökumál að krakkar „spili upp fyrir sig“ eins og það kallast. Stífni UMFÍ og FRÍ er umhugsunarverð, sérstaklega af því að velferð barna og unglinga á alltaf að vera í hávegum höfð innan íþróttahreyfingarinnar. Börn eru ekki rúðustrikað blað eða reglu- gerðir. Ég vona að UMFÍ og FRÍ endur- skoði þessa hluti, því þetta er ekki í takti við það góða starf sem fer fram innan þessara hreyfinga. Þvergirðingsháttur og kassa- hugsun UMFÍ og Frjálsíþrótta- sambands Íslands. Nú get ég ekki orða bundist. Ég hef alltaf verið full aðdá- unar á læknum og hjúkrun- arfólki á Íslandi. Þessa dag- ana fæ ég að fylgjast með störfum þeirra í návígi og ekki minnkar aðdáun mín. Fyrir stuttu greindist eiginmaður minn með mjög erfiðan lífshættulegan sjúk- dóm. Hann var strax lagður inn á Landspítala - háskóla- sjúkrahús og meðferð hafin án tafar. Augljóst var að læknar vissu hvað þeir yrðu að gera og þeir brugðust hiklaust við og hófu sína vinnu við að berjast við óvininn. Færni þeirra er greinilega mjög mikil, eftirfylgn- in alger og eiginmaður minn nýtur stöðugra rannsókna mörgum sinn- um á dag. Meðferð lækna virðist stýrast af líkamlegum styrk hans eða veikleika. Hann er styrktur líkamlega, gefnar blóðflögur og séð um sýkingavarnir. Allt eins og niðurstaða rannsókna gefur tilefni til að bregðast við hverju sinni. Ég skynja vel að meðferðarteymið veit nákvæmlega hvað það er að gera og hikar aldrei í sinni vinnu. Ég er svo þakklát fyrir hæfni þessa fólks og eftir- fylgni þess við að freista þess að vinna bug á sjúk- dómnum. Því finnst mér svo sorg- legt að hlusta enn einu sinni og aftur og aftur á umfjöll- un stjórnmálamanna sem hugsa fyrst og fremst um sparnað og niðurskurð. Við heyrum enn og aftur um yfirkeyrslu í fjárhag heilbrigðiskerfisins. Formaður fjár- laganefndar Alþingis hefur hafið upp raust sína og skammar stofn- anir fyrir að fara yfir fjárheimildir sínar og einstaka nefndarmenn hafa fylgt í kjölfarið. Ég þakka fyrir þá þjónustu sem við erum að fá núna og að yfirstjórn spítalans skuli ekki hafna meðferð vegna þess að það megi ekki kosta of mikið að koma fólki til bjargar. Ég er ekki hissa þegar ég heyri í fréttum að meðalaldur læknastétt- arinnar sé að hækka. Ungir læknar hafa miklu meiri tækifæri erlendis, miklu betri laun og auðvitað veigra þeir sér við því að koma heim að námi loknu. Hér er umræðan nei- kvæð og eilíft þvarg um að kostn- aðurinn sé of mikill. Fjárframlög- in allt of lág, allt skorið við nögl. Alþingi skammtar allt of naumt og svo er fólk skammað fyrir yfir- keyrslu. Ég varð bara að koma þessu á framfæri og bið nú þá sem eiga að stjórna málum hér að fara að gera það á uppbyggilegan hátt og með virðingu fyrir því góða starfi sem unnið er um allt í samfélagi okkar. Hættið niðurrifstali og neikvæðni. Stöndum með og styðjum við vel unnin og óeigingjörn störf lækna, hjúkrunarfólks og alls starfsfólks Landspítala - háskólasjúkrahúss og allra annarra í samfélagi voru. Við eigum þessu fólki mikið að þakka. Það á að fá hrós og klapp á bakið en ekki neikvæða og hundleiðinlega umfjöllun. Hjartans þakkir. Dásamleg læknisþjónusta Frá grunni að viðurkenndum bókara Það hefur vakið athygli hversu margir nemendur okkar hafa fengið vinnu eftir að hafa lokið bókhaldsnámi. Viðurkennt bókaranám er bæði skemmtileg og krefjandi námsbraut sem býr nemendur undir próf sem leiðir til vottunar frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu sem Viðurkenndur bókari. Helstu námsgreinar Verslunarreikningur - 24 stundir Excel-töflureiknir - 30 stundir Bókhald - 36 stundir Tölvubókhald í Navision - 54 stundir Excel við áætlanagerð - 30 stundir Launakerfi - 24 stundir Lánardrottnar og viðskiptamenn - 12 stundir Fyrningar - 12 stundir Virðisaukaskattur - 6 stundir Lán - 18 stundir Gerð og greining ársreikninga - 24 stundir Lokaverkefni - 36 stundir Skattaskil - 18 stundir Reiknishald, viðbætur - 36 stundir Upplýsingatækni, viðbætur - 6 stundir Upprifjun fyrir próf - 24 stundir Lengd námskeiðs: 2 annir - 390 kennslustundir - kennt tvisvar í viku Verð: 384.000 kr. - kægt er að dreifa greiðslum Næstu námskeið: Morgunnámskeið byrjar 1. og 2. okt. Kvöldnámskeið eru fullbókuð. VIÐURKENNT BÓKARANÁM Ný staðsetning í Mörkinni 4 www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100 PIPA R\ PIPA R AA TBW A BW A BW A BW A ••• SÍA S SÍA SÍA • 1424 57 SAMFÉLAG Drífa Kristjánsdóttir bóndi ➜ Augljóst var að læknar vissu hvað þeir yrðu að gera og þeir brugðust hiklaust við að berjast við óvininn. ➜ Nú hefur það gerst í tvígang að hún hefur ekki fengið að keppa á mótum með vinkonum sínum. SAMFÉLAG Orri Þórðarson, yfi rþjálfari yngri fl okka FH í knattspyrnu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.