Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2014, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 17.09.2014, Qupperneq 38
Hin BJARNVEIG EIRÍKSDÓTTIR HDL. hliðin Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla FTSE 100 6.792,00 -11,97 (0,18%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti Ég heyrði af því um daginn að ísbúð ein í Reykjavík flokkaði viðskiptavini sína eftir þjóðerni. Þar á bæ væri lagt meira á túristaís en annan ís. Þetta er vonandi flökkusaga. Frásögn af athæfi nokkurra vel þekktra fjölþjóðlegra bílaleigufyrirtækja í Evrópu er ekki flökkusaga. Þau mismuna eftir þjóð- erni. Viðskiptavinir þessara fyrirtækja sem ekki verða nafngreind hér munu hafa ítrekað lent í því þegar þeir bóka bílaleigubíl í öðru landi í gegnum internetið að fá ekki jafn hagstætt verð og íbúar í heimaríki bílaleigunn- ar. Sumar bílaleigur flokka nefnilega viðskiptavini sem panta á netinu eftir IP-tölu eða upplýsingum um heimili. Þessir viðskiptavinir fá sjálfkrafa hærri verð hjá bókunarvél eða geta jafnvel ekki pantað þjónustu. Skiptir ekki máli þótt þeir ætli að nota bifreiðina í viðkomandi ríki þar sem bílaleigan er staðsett. Sameiginlegur markaður? Þrátt fyrir sameiginlegan markað og sameiginlegar leikreglur blasa enn hindranir við einstaklingum og fyrir- tækjum sem stunda viðskipti milli ríkja í EES. Evrópudómstóllinn er öfl- ugur málsvari neytenda. Vel þekkt er mál Englendinganna sem laumuðust til að kaupa sér afruglara frá Grikk- landi til að geta horft á grískar gervi- hnattarsendingar frá ensku meistara- deildinni en áskriftargjöld í Grikklandi voru lægri en hjá Sky sem hafði einkarétt til sýninga í Bretlandi. Gríska sjónvarpsstöðin og Meistaradeildin fóru í mál við Englendingana. Málið fór í forúrskurð hjá Evrópudómstóln- um sem stóð með Englendingunum þar sem áskriftin var til einkanota. Sagði dómstóllinn slíkar hindranir á sölu á afruglurum milli ríkja vera brot á samkeppnisreglum og reglum um þjónustufrelsi. Vegna forúrskurðarins hóf framkvæmdastjórn ESB nýverið rannsókn á dreifingarsamningum bandarískra kvikmyndafyrirtækja við stóru sjónvarpsfyrirtækin í Evrópu. Sagði framkvæmdastjóri samkeppnis- mála að skoða þurfi hvort þessir dreifingarsamningar hindruðu ein- staklinga í að fá aðgang að áskriftar- sjónvarpi í öðrum ríkjum og hvort samningarnir sem skipta upp mörk- uðum eftir landamærum standist samkeppnisreglur. Hvað er til ráða? Fjölmargir neytendur hafa kvartað undan fjölþjóðlegu bílaleigunum. Framkvæmdastjórn ESB hefur sent bílaleigunum bréf og hvatt þær til að breyta þessum viðskiptaháttum þar sem þeir brjóti gegn þjónustutil- skipun ESB. Eftirlitsaðilar neytenda- mála í hverju landi hafa eftirlit með svona viðskiptaháttum. Neytendur sem telja að fyrirtæki í öðru landi hafi brotið á sér geta farið á heimasíðu neytendaeftirlits í EES sem heitir EEC-Net og fundið þarlendan eftir- litsaðila. Sameiginlegur markaður myndast ekki með sameiginlegum reglum einum saman. Neytendur og fyrirtæki þurfa að standa vörð og láta í sér heyra. Vandræðagangur á interneti F A S TU S _H _3 4. 09 .1 4 Hágæða uppþvottavél undir borð fyrir atvinnueldhús Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Með allt á hreinu undir borði Veit á vandaða lausn Með Comenda Redline uppþvottavélinni nærðu fram margþættri hagræðingu. Bæði tekur uppþvottavélin lítið pláss þar sem hún fer undir borð en einnig hafa verkfræðingar Comenda náð að þróa uppþvottavél sem fer sparlega með rafmagn og vatn. Þægileg, umhverfisvæn og aðgengileg vél. Falleg og fáguð hönnun úr ryðfríu stáli. • Hurðaop 530 x 375 mm • Mjög hljóðlát - með hljóðfilter skv. CE stöðlum • Hurð með öryggislokun • Sjálfvirk vatnshæðarstilling • Hitastýrð vatnslögn • Vatnsdæla fyrir þvott og skolun bæði uppi og niðri Verð nú kr. 241.200,- án vsk. 20% afsláttur Tilboð gildir meðan birgðir endast 13.09.14 Af hverju er enginn búinn að stofna hollvinasamtök ÁTVR nú þegar sótt er að þeirri stofnun sem hefur glatt svo marga í gegnum tíðina? Mér þykir rétt að við sem stóðum klukkutímunum saman í biðröð fyrir utan Ríkið á Lindargötunni og Snorra- braut ættum að taka okkur saman og berjast gegn þessari aðför að ÁTVR. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. USD 118,68 GBP 192,17 DKK 20,637 EUR 153,65 NOK 18,535 SEK 16,637 CHF 127,17 JPY 1,108 600 MILLJÓNIR Dýr áburðarverksmiðja Áburðarverksmiðjan sem Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, hefur lagt til að ríkið kanni hagkvæmni og möguleika á að reisa, á að kosta 120 milljarða króna samkvæmt greinargerð með frum- varpinu. Ef 200 störf verða til í verk- smiðjunni þýðir það að 600 milljóna króna fjárfesting sé á bak við hvert framtíðarstarf. 5,5% HÆKKUN Aflamark í ágúst Heildarafli íslenskra skipa var 5,5% meiri í ágúst 2014 en í sama mánuði árið 2013. Afli jókst í öllum botnfisk- tegundum nema ýsu. Samanburður á 12 mánaða tímabilum á milli ára leiðir í ljós að botnfiskafli er svipaður á milli ára á meðan 33% samdráttur hefur orðið í uppsjávar- afla á tímabilinu. 36 FULLTRÚAR MÆTTIR Þriðja þing ASÍ-UNG Þing ASÍ-UNG var haldið í síðustu viku undir yfir- skriftinni: „Samfélag fyrir alla … líka unga fólkið.“ Þingið samþykkti ályktun þar sem meðal annars kemur fram að það krefjist þess að sveitarfélög hafi leikskóla opna yfir sumartíma, starfsdagar og aðrir frídagar í leik- og grunnskólum verði samræmdir, heimild fáist til að nýta hluta af eigin veikindarétti til að sinna veikindum barna og að fæðingarorlof verði lengt, þakið hækkað og 80% hámark afmunið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.