Fréttablaðið - 01.10.2014, Page 11

Fréttablaðið - 01.10.2014, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 1. október 2014 | FRÉTTIR | 11 FJÁRMÁL Fulltrúar Landsbankans og Arion banka segja óljóst hvaða áhrif úrskurður Neytendastofu gegn Íslandsbanka muni hafa á bankana. Neytendastofa bannaði Íslands- banka að breyta ákvæði um endur- skoðun vaxta vegna fasteignaláns sem tekið var árið 2005. Fara þurfi yfir hvort bankarnir hafi veitt lán með sambærilegum ákvæðum og um hve stóran hluta lánasafnsins sé að ræða en málið sé enn til skoðunar. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, segir þó að Landsbankinn hafi veitt lán með sambærilegum ákvæðum og Íslandsbanki. „Íslandsbanki gæti áfrýjað úrskurðinum til áfrýjun- arnefndar neytendamála og farið með þetta fyrir dómstóla ef því er að skipta. Fyrr en það er orðið ljóst veit maður ekki hvaða áhrif þetta mun hafa,“ segir Kristján. Í málsvörn sinni vísaði Íslands- banki til þess að sambærileg endur- skoðunarákvæði tíðkuðust hjá Íbúða lánasjóði. Aðspurður kann- aðist Sigurður Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, ekki við slíkt ákvæði í lánaskilmálum bankans en vildi ekki útiloka að hægt væri að finna einhver dæmi um slíkt. Úrskurður Neytendastofu muni hins vegar hafa óveruleg áhrif á Íbúðalánasjóð að sögn Sigurðar - ih SAN FRANCISCO, AP Næsta útgáfa Windows-stýrikerfis tölvurisans Microsoft mun heita Windows 10. Fyrirtækið ákvað að sleppa Windows 9 til að leggja áherslu á framfarir kerfisins þar sem aukin áhersla er á farsíma- og netþjón- ustu. Núverandi stýrikerfi Micro- soft, Windows 8, hefur nokkuð verið gagnrýnt. Til að bregðast við því hefur Microsoft til dæmis ákveðið að bjóða upp á svipaðan „start menu“ og var í Windows 7. Hluti nýja stýrikerfisins var afhjúpaður í San Francisco í gær en það verður formlega gefið út um mitt næsta ár. - fb Ný útgáfa frá Microsoft: Windows 10 var tilkynnt í gær KYNNIR WINDOWS Satya Nadell, framkvæmdastjóri Microsoft, kynnir Windows fyrir indverskum nemendum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Yfir helmingur bæjar- stjóra í Danmörku, sem þátt tóku í rannsókn Jótlandspóstsins, telur að í framtíðinni muni sjálfboða- liðar og ættingjar aðstoða íbúa á dvalarheimilum aldraðra og hjúkrunarheimilum í meiri mæli en nú er gert, til dæmis þegar þeir þurfa að fara í gönguferð, versla eða drekka kaffi í félags- skap með öðrum. Þriðji hver bæjarstjóri í Dan- mörku er þeirrar skoðunar að sjálfboðaliðar og ættingjar eigi að halda jól fyrir íbúa dvalar- heimila aldr- aðra. - ibs Dvalarheimili aldraðra: Meiri aðstoð frá ættingjum Fjármálastofnanir munu skoða hvort þær hafi veitt lán með sambærilegum ákvæðum og Íslandsbanki: Óvíst um áhrif banns á endurskoðun vaxta SIGURÐUR ERLINGSSON KRISTJÁN KRISTJÁNSSON ÍSLANDSBANKI Neytendastofa úrskurðaði að vaxtaendurskoðun bank- ans stæðist ekki lög. Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl! BRETLAND Breskar herþotur gerðu í gær árásir á stöðvar Íslamska ríkisins í Írak. Þetta voru fyrstu loftárásir Breta á Íslamska ríkið síðan þeir sam- þykktu á föstudag að taka þátt í hernaði gegn öfgasamtökunum. Gerðar voru tvær „nákvæmar árásir“ og báðar tókust þær vel, að sögn breska varnarmálaráðu- neytisins. Bandaríkjamenn og samherjar þeirra hafa heitið því að stöðva framgang Íslamska rík- isins í Írak og Sýrlandi. Að sögn heimildarmanna úr röðum Kúrda hjálpuðu loftárásir Breta þeim að ná stjórn á mikilvægu svæði skammt frá landamærunum að Sýrlandi, að því er kom fram á vef BBC. - fb Loftárásir í Írak í gær: Bretar réðust á Íslamska ríkið DAVID CAMERON Forsætisráðherra Bretlands tekur til máls í þinginu um fyrirhugaðar loftárásir á Íslamska ríkið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.