Fréttablaðið - 01.10.2014, Page 30

Fréttablaðið - 01.10.2014, Page 30
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 ● HESTAR Ein stærsta stóðrétt lands- ins, Víðidalstungurétt, verður haldin um helgina. Réttin er í landi Litlu-Ásgeirsár. Á föstudaginn verður stóði af Víðidalstunguheiði smalað til byggða en mögnuð sjón er að sjá stóðið renna heim í sveit- ina. Réttarstörf hefjast svo klukkan 10 laugardaginn 4. október þegar stóðið verður rekið er til réttar. Búast má við því að hrossin séu um 500 auk folalda, og sumir vilja meina að hún sé stærsta stóðrétt landsins, ekki hvað fólksfjölda snertir heldur fjölda hrossa. Þó hefur fjölgað ár frá ári gestum sem vilja taka þátt í þessari hátíð hrossa- bænda, bæði í smölun- inni og réttunum. STÓÐRÉTTIR Í VÍÐIDALS- TUNGU The Lower East Side Tenement Museum í Orchard Street 97 í í New York heldur utan um sögu innflytjenda frá Evrópu til borgarinnar á nítjándu öld. Safnið er rekið í íbúðablokk sem hýsti hátt í sjö þúsund inn- flytjendur frá því húsið var byggt árið 1863 og þar til því var lokað í kringum árið 1935. Safnið er afar forvitnilegt fyrir þær sakir að íbúðirnar í húsinu stóðu mannlausar og gleymdar í yfir fimm áratugi eða þar til sagn- fræðingurinn Ruth Abram uppgötvaði húsið árið 1988 og opnaði safnið 1992. Á safninu er hægt undir leiðsögn að skoða íbúðirnar sem voru fyrsta heimili margra írskra og þýskra innflytjenda. Nokkrar þeirra hafa verið endurgerðar og gefa mynd af lífi þeirra sem þar bjuggu meðan aðrar standa óbreyttar svo sjá má mörg lög af veggfóðri og gólfefnum. Búið er að rekja sögu nokkurra fjölskyldna sem bjuggu í húsinu og er saga þeirra sögð af leiðsögumönnum svo gestir geti sett sig inn í daglegt líf. Tuttugu íbúðir eru í húsinu og saman- standa af stofu, litlu eldhúsi og svefnher- bergi. Vatn var sótt í dælu í bakgarðinum og þar voru einnig þrír kamrar sem allir íbúar hússins, og gestir krárinnar á jarðhæðinni, notuðu. Salerni voru ekki í húsinu fyrr en árið 1901, rafmagn var ekki í húsinu fyrr en 1924 og voru híbýlin hituð upp með kolavélum framan af. Þó að þröngt hafi verið um íbúana á Orchard Street 97 bjuggu þeir þó við betri skilyrði en margir innflytjendur sem hírðust í óeinangruðum hjöllum. Nánar á www.tenement.org ÍBÚÐIR STÓÐU GLEYMDAR Í 50 ÁR FERÐIR New York-borg er gjarnan lýst sem iðandi mannlífspotti enda streymdu þangað milljónir innflytjenda frá öllum heimshorn- um á nítjándu öld. Sögu þeirra er haldið til haga í forvitnilegu safni í Lower East Side. TÍMINN STÓÐ KYRR Lögum um brunavarnir var breytt í borginni í kringum 1930. Eigandi gat ekki uppfyllt þær kröfur og lokaði því efri hæðum hússins. Sagnfræðingurinn Ruth Abram uppgötvaði íbúðirnar árið 1988 og opnaði safnið. MYND/ NORDIC PHOTOS GETTY REISULEGT HÚS Tutt- ugu íbúðir eru í húsinu og samanstanda af stofu, eldhúsi og svefnherbergi. Íbúarnir bjuggu þröngt en þó við betri kost en margir aðrir sem leituðu betra lífs í New York. MYND/ THE LOWER EAST SIDE TENEMENT MUSEUM DAGLEGT LÍF Nokkrar íbúðanna hafa verið gerðar upp og gefa innsýn í daglegt líf innflytjenda á nítjándu öld. MYND/THE LOWER EAST SIDE TENEMENT MUSEUM. SAGAN Sjá má mörg lög gólfefna í íbúðunum sem stóðu gleymdar í fimmtíu ár. MYND/ NORDIC PHOTOS GETTY STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.