Fréttablaðið - 01.10.2014, Síða 32

Fréttablaðið - 01.10.2014, Síða 32
FÓLK|TÍSKA TVEIR FRÆGIR Tískuvik- an í Mílanó kom mörgum á óvart en þar var sýnd vor- og sumartíska fyrir 2015. Þekktir hönnuðir eins og Dolce & Gabbana og Armani sýndu afar ólíkan fatnað. Sá fyrrnefndi er glitrandi, litríkur og áberandi en Armani sýnir hvítan, stílhreinan fatnað. Mörgum finnst hönnun Dolce & Gabbana minna á gamlar bíómyndir frá Hollywood eða kannski enn frekar spænska flamenco- dansara. Gagnrýnendur höfðu á orði að D&G hafi líklegast horft til Spánar þegar vorlínan var hönnuð. Dökkir litir, skraut og blómamynstur. Sýning vakti mikla athygli ekki síst vegna þess að litla systir Kim Kardashian, Kendall Jenner, var meðal sýn- ingarstúlkna. Hönnun Armani þótti hins vegar af- slöppuð, minnti á árið 1990, segja gagnrýn- endur. Pilsin eru síð og frjálsleg og einnig mátti sjá þægilegar „strákslegar“ buxna- dragtir. Silki og siffon var fyrirferðarmikið. Armani er þekktur fyrir glæsileika og vor- og sumartíska hans í Mílanó var það svo sannarlega. Þó mátti sjá einhvers konar fortíðarþrá í hönnuninni. Armani hefur gott auga fyrir listsköpun og hefur oft séð um fatnað kvikmyndastjarna í bíómyndum. DOLCE & GABBANA GIORGIO ARMANI DOLCE & GABBANA Kendall Jenner, litla systir Kim Kardashian. ÓLÍKIR HÖNNUÐIR Á TÍSKUVIKU Í MÍLANÓ GIORGIO ARMANI DOLCE & GABBANA Vor- og sumar- tíska 2015. SVONA FÆRÐU AFSLÁTT ÁN ÞESS AÐ BIÐJA UM HANN! Allir áskrifendur sjónvarps eða fjarskipta- þjónustu 365 fá nú sjálfvirkan afslátt hjá fjölda fyrirtækja og verslana án þess að þurfa að biðja um hann. Það eina sem þarf að gera er að skrá greiðslukort fjölskyldunnar í VILD á 365.is. skráðu þig á Afslátturinn kemur sjálfkrafa á kortaviðskiptin Um 24 fyrirtæki og verslanir eru í Vild og fer fjölgandi Í Vild færðu afsláttinn án þess að biðja um hann Fríðindakerfi fyrir áskrifendur 365 Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.