Fréttablaðið - 01.10.2014, Side 38

Fréttablaðið - 01.10.2014, Side 38
KYNNING − AUGLÝSINGMeistaramánuður MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 20146 Í fyrra var markmið mitt að vera alveg sykurlaus allan mánuðinn. Það gekk mjög vel en á þeim tíma var ég nýbúin að eignast mitt annað barn og var orðin hundrað kíló í ágúst í fyrra. Þegar ég ákvað að taka þátt í Meist- aramánuði 2013 var ég nýbúin að missa fimm kíló, ég missti svo fjög- ur í viðbót í októ- ber þannig að ég sá mikinn árang- ur af því að setja mér þetta mark- mið. Síðan þá er ég búin að missa þrjátíu kíló. Fyrir Meistaramánuð í ár hef ég sett mér þrjú mark- mið, það fyrsta er að halda áfram þeim lífsstíl sem ég hef tileinkað mér und- anfarið ár og vera dug- leg að lyfta sem er eitt það skemmtilegasta sem ég geri, ég reyni hins vegar að hlaupa sem minnst því það er svo leið- inlegt,“ segir Sylvía og hlær. Annað mark mið sem hún setti sér er að skipu- leggja nám sitt betur þann- ig að hún sé ekki alltaf á síð- ustu stundu með verk- efni og lærdóm. „Ég er í fjarnámi í þroska- þjálfafræðum og er að hefja mitt síð- asta ár í því með auknu vinnuálagi og stressi. Ég ætla því að koma mér upp ákveðnu skipulagi sem ég get svo unnið út frá. Þriðja markmiðið og jafnframt það dýr- mætasta er að hætta að drífa mig. Mér finnst ég alltaf vera að segja við börnin mín „drífðu þig“ og „flýttu þér“, mig langar að hætta því og stoppa og njóta augnabliks- ins í staðinn. Þó svo maturinn sé að brenna á pönnunni eða verk- efnin að flæða út úr tölvunni hjá mér þá langar mig að njóta þess að vera með börnunum mínum, þessi tími er svo fljótur að líða frá manni. Ég er svo heppin að eiga börnin mín tvö sem eru eins árs og þriggja ára og þau eru allt- af svo glöð að sjá mömmu sína, sama hvort ég er feit eða mjó, ljót eða sæt og þess vegna ætla ég að njóta lífsins með þeim.“ Sylvía segir öll markmiðin í raun tvinnast saman því til þess að hafa tíma til að fara í ræktina og lyfta og til að stoppa og njóta lífsins með börnunum þá þarf hún að vera dugleg að skipuleggja sig. „Það er mjög mikilvægt að setja sér raunhæf markmið og hvatn- ing í því að sjá þau rætast. Mér finnst Meistaramánuður vera mjög sniðugt átak því það er svo gaman og mikil hvatning í því að geta séð hvað aðrir eru að gera, að skoða til dæmis á Instagram allar myndirnar sem aðrir eru að pósta með sínum markmiðum, ég fékk mikinn stuðning í gegnum það í fyrra.“ Ætlar að njóta augnabliksins Sylvía Ósk Rodriguez hefur sett sér þrjú markmið í Meistaramánuði. Eitt markmiðanna er nokkurs konar framhald á markmiði sem hún setti sér í Meistaramánuði í fyrra en þá ákvað hún að borða engan sykur í mánuðinum. Hún hefur lést um þrjátíu kíló síðan. Fyrir: Í Meistara- mánuði ætlar Sylvía að stoppa og njóta augnabliksins með börnunum sínum, þau eru alltaf glöð að sjá mömmu sína sama hvernig hún lítur út. Fyrir og eftir. Sylvía fyrir rúmu ári og núna, 30 kílógrömmum léttari. Eitt markmiða Sylvíu í Meistara- mánuði er að halda áfram að lyfta og borða hollt. AÐSENDAR MYNDIR Ég gerði rannsókn á hópi stúlkna í framhaldsskólum í Reykjavík og skoðaði hvort umhverfi skól- anna hefði áhrif á hversu mikið hóp- urinn notaði virkan samgöngumáta og var virkur í daglegu lífi,“ segir Her- borg Árnadóttir, um MS-ritgerð sína í landfræði frá HÍ. Herborg skoðaði hversu tengdar gönguleiðir voru í kringum skólana, hversu tengdar almenningssamgöng- urnar voru kringum skólana og hvort einhver starfsemi í kring væri hugs- anlega áfangastaður nemenda skól- ans. Var einhver munur milli skóla? „Já, hjá þeim skólum þar sem um- hverfið var gönguvænt voru virkir ferðamátar notaðir,“ segir Herborg. En hvað er gönguvænt umhverfi? „Í raun snýst þetta um hversu marga möguleika í umhverfinu er hægt að nýta til hreyfingar. Víða í borgarskipulaginu hefur til dæmis ekki verið hugsað fyrir tenging- um á göngustígum sem samgöngu- máta og oft þarf að taka langan sveig til að komast frá einum stað til ann- ars þar sem hægt hefði verið að hafa beina gönguleið. Það eru margir fínir göngustígar og græn svæði til úti- vistar en ekki sem samgöngumáti. Það má einnig bæta aðgengi að al- menningssamgöngum en þeir sem nota strætó ganga meira. Þessi atriði í borgarskipulagi skipta því máli fyrir lýðheilsu, að gera umhverfið hvetj- andi svo fólk hreyfi sig. Margir átta sig ekki á að lítil hversdagsleg hreyfing eins og stuttar gönguferðir geta skipt miklu máli fyrir heilsuna. Fyrir utan það er svolítið ósanngjarnt að bíll, þessi dýra fjárfesting, sé sjálfkrafa aðgöngumiði að borginni,“ segir Her- borg sem fer flestra sinna ferða gang- andi, hjólandi eða í strætó. Hún ætlar að taka þátt í meistara- mánuði en markmið hennar snýst þó ekki um hreyfingu. „Ég ætla að vera ótrúlega dugleg að þvo þvottinn jafnóðum heima hjá mér svo hann hætti að hrúgast upp.“ Gönguvænt umhverfi hvetjandi Herborg Árnadóttir skoðaði tengsl borgarumhverfis og hversdagslegrar hreyfingar í MS-ritgerð sinni í landfræði frá HÍ nú í vor. Hún segir að gönguhæfi Reykjavíkurborgar mætti bæta og í raun sé ósanngjarnt að bíllinn sé sjálfsagður aðgöngumiði að borginni. Herborg Árnadóttir segir mikilvægt að nýta tækifærin í borgar- skipulaginu til hreyfingar. MYND/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.