Fréttablaðið - 01.10.2014, Page 40

Fréttablaðið - 01.10.2014, Page 40
KYNNING − AUGLÝSINGMeistaramánuður MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 20148 Hvað þarf ég að gera til þess að taka þátt í Meistaramánuði? Í raun þarftu ekkert nema viljann og metnaðinn til að setja þér markmið fyrir einn mánuð og standa við þau. Mælt er með því að þátttakendur skrái sig til leiks á meistaramanudur.is og fái sem flesta vini, fjölskyldumeðlimi og vinnufélaga til að vera með. Svo þarf bara að skrifa markmiðin miður og er gott að nota Meistara- mánaðardagatalið til þess. Það er á forsíðu þessa blaðs og líka fáanlegt á heimasíðunni. Er þetta ekki bara enn eitt átakið eins og áramótaátakið sem ég stend aldrei við? Meistaramánuðurinn á ekki að vera átak heldur upphafið að breytingu lífs þíns til hins betra. Meistaramánuðurinn snýst ekki bara um að taka vel á því í ræktinni eða taka til í mataræðinu heldur líka um litlu hlutina eins og að eyða meiri tíma með fjölskyldunni eða að lesa loksins bókina sem þú ætlaðir þér að lesa. Notum tækifærið og lítum í eigin barm. Er ekki eitt- hvað sem við megum bæta í fari okkar? Er ekki eitthvað sem okkur langar að sigrast á í eitt skipti fyrir öll? Ég æfi mikið og borða hollt. Af hverju ætti ég að taka þátt? Lestu bókina sem þig langaði alltaf til þess að lesa, lærðu að elda kjötsúpu, farðu í danstíma. Möguleikarnir eru fjölmargir fyrir þig til þess að bæta við líf þitt bæði ánægju og gæðum. Meistaramánuðurinn einskorðast alls ekki við bætta líkamlega heilsu. SPURT OG SVARAÐ 1. Skrifaðu markmiðin þín niður og hengdu á ísskáp- inn eða einhvers stað- ar þar sem þú sérð þau á hverjum degi. Margir setja líka upp bloggsíðu í mánuðinum og deila með öðrum hvernig gengur að ná markmiðunum. 2. Ekki setja þér of mörg markmið. Hafðu mark- miðin skýr og raunhæf og ákveddu hvenær þú ætlar að klára hvert og eitt markmið. 3. Umkringdu þig öðrum meisturum og fáðu vini og fjölskyldu með í Meist- aramánuð. Það eykur líkur á árangri margfalt. 4. Ef þú vilt breyta mataræðinu skaltu skipu- leggja vikuna vel og kaupa í matinn fyrir alla vikuna. Það getur verið erfitt að standast freist- ingar svöng eða svangur í búðinni. 5. Stilltu vekjaraklukkuna fyrir alla vikuna og stattu við það að fara á fætur um leið og hún hringir. Ef fyrsti dagurinn er erfiður er hægt að hugga sig við að það verður auðvelt að sofna um kvöldið. 6. Ekki láta það eyðileggja allan mánuðinn þótt þú gleymir þér einu sinni. Byrjaðu strax aftur. 7. Brostu til fólksins í kring- um þig. Það er ágætis vani. 8. Ekki setja þér bara mark- mið tengd heilsurækt. Notaðu tækifærið og tækl- aðu það sem þú hefur allt- af ætlað að gera en hefur af einhverjum ástæðum frestað. 9. Komdu þér út fyrir þæg- indahringinn og lærðu eitthvað nýtt. Skráðu þig á námskeið eða reyndu eitt- hvað sem þú hefur alltaf haldið að þú gætir ekki. 10. Lifðu áfram eins og meistari. Taktu það besta úr Meistaramánuði með þér inn í hina mánuðina. 31 dagur er nógu lang- ur tími til að búa til góða venju. hollráð fyrir Meistaramánuð 10 VERNDAÐU VINNUSTAÐINN Í VETUR SKYNDIHJÁLP Setjum öryggi starfsmanna í forgrunn. Við vitum að þjálfun og kennsla í skyndihjálp getur bjargað lífi einstaklings hvort heldur sem um er að ræða slys eða veikindi. Við vitum aldrei hvenær slík atvik koma upp, en verum viðbúin. Margvísleg námskeið í boði. Nú eru að hefjast bólusetningar á vinnustöðum fyrir árlegri inflúensu sem þekkt er að getur valdið miklum fjarvistum sökum veikinda. Hjúkrunarfræðingar Heilsuverndar hafa um árabil framkvæmt slíkar bólusetningar sem veita vörn gegn þessum vágesti vetrarins. BÓLUSETNINGAR HEILSUFARSSKOÐANIR FYRIRLESTRAR OG FRÆÐSLA ÁLFHEIMAR 74 (GLÆSIBÆR) | 104 REYKJAVÍK | +354 510 6500 | WWW.HV.IS Heilsufarsskoðanir með ráðgjöf eru góður máti til að efla vitund einstaklinga um eigin heilsu og ýta þannig undir heilsusamlegra líferni. Slíkt getur skilað sér í ánægðari starfskrafti og aukinni starfsorku, þar sem bæði er tekið á andlegum og líkamlegum áhættuþáttum sjúkdóma. Hægt er að framkvæma slíkar skoðanir bæði á vinnustað sem og í húsnæði Heilsuverndar. Teitur Guðmundsson, læknir fjallar í skemmtilegum og völdum fyrirlestrum um nokkra af helstu áhættuþáttum nútímamannsins á mannamáli og hvernig við getum brugðist við þeim með vellíðan og starfsánægju að leiðarljósi. · Hamingjan sanna · Streita og álag · Lífsstíll, mataræði og sjúkdómar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.