Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 56
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 28 Þetta er í þriðja sinn sem við höld- um Lestrarhátíð í Bókmennta- borg og í þetta sinn er áherslan á smásögum og örsögum,“ segir Lára Aðalsteinsdóttir, verkefna- stjóri Reykjavíkur bókmennta- borgar. Lestrarhátíðin hefst á Blómatorginu í Kringlunni með setningu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í dag klukkan 11.30 og stendur út októbermánuð. „Kringl- an er miðpunktur hátíðarinnar að þessu sinni og þar mun fólk rek- ast á örsögur á hinum ólíklegustu stöðum,“ segir Lára. „Til dæmis á stigahandriðum, í lyftum, á glugg- um og speglum. Það er áframhald á því sem við byrjuðum á með ljóðin í fyrra, að færa bókmenntirnar til fólksins.“ Í tilefni hátíðarinnar kemur út nýtt smásagnasafn, Eins og Reykjavík, en í því eru 26 sögur eftir ólíka höfunda sem allar tengj- ast Reykjavík á einhvern hátt og valdar hafa verið af Þórarni Eld- járn. Eins og Reykjavík er gefið út af eBókum og geta lesendur nælt sér í frítt eintak til 15. október á vef eBóka. Við setningu Lestrarhá- tíðar mun Ari Eldjárn lesa upp úr smásagnasafninu og bregða á leik. Nestisboxið á vef Bókmennta- borgarinnar verður einnig opnað í fyrsta sinn en í því birtist ný smá- saga á hverjum degi út hátíðina. Reykjavíkurdætur flytja sögur á sinn lifandi og litríka hátt og síðan gefst gestum tækifæri til að ganga um Kringluna og lesa örsögur. „Sögur birtast í ólíkum formum og gerðum í október. Sögur munu lýsa upp haustmyrkrið, gleðja okkur í Kringlunni eða heilla í heita pottinum. Skólarnir munu iða af sögum í október og eitthvað ferðast sögur á milli þeirra. Jafn- vel verður hægt að hlýða á örsög- ur þegar hringt er í þjónustuver Reykjavíkurborgar því skáldin Kristín Ómarsdóttir og Óskar Árni Óskarsson hafa lesið upp nokkrar af sögum sínum sem hægt verður að hlusta á meðan beðið er eftir svari þjónustufulltrúa. Allir geta síðan kíkt í Nestisboxið á vef Bók- menntaborgarinnar þar sem ein ljúffeng saga verður birt á hverjum degi októbermánaðar, nógu stutt til að hægt sé að njóta í matartíman- um,“ segir Lára. Börnin fá að venju sitt á Lestr- arhátíð í ár og verður Vatnsmýrin iðandi af lífi frá 4. október þegar sýningin Páfugl úti í mýri verð- ur opnuð í tengslum við Barna- bókahátíðina Mýrina. Sýningin, sem er nýstárlegt ævintýraland sem má snerta og skoða, er sköpuð af þeim Kristínu Rögnu Gunnars- dóttur myndlistarmanni og Davíð Stefánssyni skáldi í samstarfi við Norræna húsið. Sýningin er öllum opin og aðgangur ókeypis. Í tengslum við Lestrarhátíð verður boðið upp á fjölbreyttar ritsmiðjur bæði opnar og lokaðar þar sem áhugasamir geta spreytt sig í sagnagerð. Lára segir sér- staklega vert að benda á sköpun- arsmiðju fjölskyldunnar sem verð- ur í Norræna húsinu í tengslum við sýninguna Páfugl úti í mýri en þar mun smiðjustjórinn Davíð Stefáns- son leiðbeina fjölskyldum í sagna- gerð. Lestrarhátíð lýkur svo á pólskri viku þar sem kastljósinu er beint að pólskum smásögum. Vikan hefst með leshring þar sem þrjú pólsk skáld og verk þeirra verða kynnt til leiks. Öll eiga það sameiginlegt að flétta aðra heima inn í verk sín og því kallast þau á við Furður í Reykjavík. Hinn 28. október verð- ur dagskrá með pólsku skáldunum Piotr Pazinwski og Ziemowit Szcze- rek og íslensku skáldunum Krist- ínu Eiríksdóttur, Halldóri Armand Ásgeirssyni og Þórarni Eldjárn þar sem þau lesa upp úr sögum sínum og ræða smásagnaformið. Öll dagskrá hátíðarinnar verður aðgengileg á vef Bókmenntaborg- arinnar bokmenntaborgin.is frá og með deginum í dag. fridrikab@frettabladid.is Það er áframhald á því sem við byrjuðum á með ljóðin í fyrra, að færa bókmenntirnar til fólksins. Smásögur og örsögur um allt Lestrarhátíð í Bókmenntaborg verður sett í þriðja sinn í dag. Smásögur og örsögur eru í fyrirrúmi og boðið upp á upplestra, ritsmiðjur, sýningar, sköpunarsmiðjur og málþing. Síðasta vikan verður síðan pólsk vika. LÁRA AÐALSTEINSDÓTTIR „Sögur munu lýsa upp haustmyrkrið, gleðja okkur í Kringlunni eða heilla í heita pottinum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tíu glæný lög eftir Michael Jón Clark við skopleg og myndræn ljóð Þórarins Eldjárns verða frumflutt í Hömrum, Menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri í hádeginu á föstudag. Þeir hefjast klukkan 12. Flytjendur eru Micha- el Jón bari- tón og Daníel Þorsteinsson píanóleikari. Þetta eru fyrstu tón- leikar í röðinni Föstudagsfreist- ingar á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Þeir bera yfirskrift- ina Snigill og flygill og þess má geta að myndum Sigrúnar Eld- járn verður varpað á tjald. Veitingastaðurinn 1862 Nordic Bistro framreiðir súpu sem tón- leikagestir geta notið og er hún innifalin í miðaverði. - gun Snigill og fl ygill SÍMI 777 2000 Lok til á lager: Stærðir: 174x217 cm 200x200 cm 210x210 cm 217x217 cm 220x220 cm 217x235 cm 235x235 cm 8 hyrnd lok, (passar á Unaðskel) www.fiskikongurinn.is ALLUR FISKUR ÚR FISKBORÐI EITT VERÐ MÁNUDAG TIL LAUGARDAGS AÐ HÆTTI FISKIKÓNGSINS TIL DÆMIS: ÞORSKHNAKKAR GELLUR LAXAFLÖK RAUÐSPRETTUFLÖK REYKT ÝSUFLÖK BLEYKJUFLÖK ALLIR FISKRÉTTIR ÝSUFLÖK OG FLEIRRA EITT VERÐ FISKIKÓNGURINN S0GAVEGI 3 HÖFÐABAKKA 1 Sími 587 7755
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.