Fréttablaðið - 21.02.2015, Page 12

Fréttablaðið - 21.02.2015, Page 12
21. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 VERÐI LJÓS! Velkomin á ársfund Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Hilton fimmtudaginn 26. febrúar frá kl. 8:30 – 11:00. Húsið opnar kl. 8:00 með morgunverði og ljúfum tónum. Dagskrá ársfundar: Ávarp ráðherra – Ragnheiður Elín Árnadóttir Verði ljós! - opnunarerindi – Þorsteinn I. Sigfússon, forstjóri Ræsing landsbyggðarinnar – Sigurður Steingrímsson Ljósið í efnistækninni – Guðbjörg Óskarsdóttir Hlutverk „ljósmóðurinnar“ – Sigríður Ingvarsdóttir Ljómandi Fab Lab – Frosti Gíslason Einstök íslensk upplifun – Sigríður Kristjánsdóttir Brautryðjandinn – viðurkenning Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Vistbyggðarstigakerfið BREEAM í nýju ljósi – Ólafur Wallevik Kastljós á byggingarannsóknir – Björn Marteinsson Brautargengi, ljósmegin í lífinu – Bjarnheiður Jóhannsdóttir Nýsköpun með ljósi – Kristján Leósson Óvænt endalok Fundarstjóri: Hundur í óskilum Skráning og nánari upplýsingar á nmi.is GoRed konudagurinn á Íslandi 22. febrúar Konur klæðumst RAUÐU! Ertu kona á miðjum aldri – eða áttu nána ættingja sem hafa fengið hjartasjúkdóm? Vissir þú að hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi? Viltu vita meira? Opið hús í húsnæði Hjartaheilla að Síðumúla 6, milli 11.00 og 16.00 Í boði verður meðal annars: • Fræðsla um hjarta- og æðasjúkdóma á formi stuttra fyrirlestra og samtala • Áhættuþáttaskimum fyrir konur: Blóðþrýstingsmæling, blóðfitumæling, súrefnismettun og blóðsykur • Útdráttarvinningar fyrir heppna gesti Kl. 12.45 Ávarp formanns GoRed, Þórdísar Jónu Hrafnkelsdóttur Kl. 13.00 Úthlutað styrk úr Rannsóknarsjóði GoRed Hvernig væri að draga fram eitthvað rautt úr skápnum og kíkja við? Hugaðu að hjartanu – ekki bíða til morguns, því þú hefur aðeins eitt! Nánari upplýsingar á www.gored.is og www.hjartaheill.is GoRed nælan er til sölu í verslunum Hagkaups BRETLAND Í aðdraganda stríðsátak- anna í Úkraínu gerðu hvorki bresk stjórnvöld né aðrir ráðamenn í Evrópusambandinu sér neina grein fyrir því hve andsnúnir Rússar voru nánari tengslum Úkraínu við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu frá Evrópunefnd lávarða- deildar breska þingsins, að Vestur- lönd hafi flotið sofandi að feigðar- ósi hvað þetta varðar. Nefndin gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir ómarkviss vinnu- brögð og skilningsleysi á ástand- inu. Það stafi ekki síst af því að dregið hafi verið úr fjárfram- lögum til greiningar og upplýs- ingasöfnunar í breska utanríkis- ráðuneytinu. Vantað hafi fleiri sérfræðinga um Rússland í ráðu- neytið til þess að hægt væri að lesa betur í stöðuna. Þá hafi forysta Evrópusam- bandsins gefið sér að Rússland væri á góðri leið með að verða lýðræðisríki, en sú forsenda hafi verið of bjartsýn: „Aðildar ríkin hafa verið lengi að endurmeta samskiptin og aðlagast veruleika þess Rússlands sem við eigum við að etja í dag,“ segir í skýrslunni. „Athafnir Rússa þarf að skoða innan bæði hins sérstaka sögu- lega samhengis Úkraínu sjálfrar og innan víðara samhengis hegð- unar Rússa í nágrannalöndunum,“ segir í skýrslunni. „Staðan nú er mjög frábrugðin því sem var árið 1991 þegar Sovétríkin liðuðust með friðsamlegum hætti í sundur í fimmtán ríki.“ Breska stjórnin hafnar þessari gagnrýni. David Cameron, for- sætis ráðherra Bretlands, segir aðalatriðið núna vera að senda Rússum skýr skilaboð um að það sem gerst hafi sé óviðunandi: „Það verður að standa við vopnahléið, og ef það gerist ekki þá verða frekari afleiðingar, frekari refsi- aðgerðir,“ hefur BBC eftir honum. Skýrslan var birt í gær, en þá var rétt ár liðið frá blóðugasta degi mótmælanna í Kænugarði þegar meira en 50 manns létu lífið. Um það bil tveimur mánuðum seinna hófust svo stríðsátökin, sem nú hafa kostað meira en fimm þúsund manns lífið. gudsteinn@frettabladid.is Flutu sofandi að feigðarósi Bresk þingnefnd gagnrýnir bæði bresku stjórnina og ráðamenn Evrópusambandsins harðlega fyrir ómark- viss vinnubrögð í aðdraganda stríðsins í Úkraínu. BRETLAND Bandarískir og breskir leyniþjón- ustumenn komust yfir milljónir dulkóðunar- lykla SIM-korta frá stærsta SIM-kortafram- leiðanda heims, fyrirtækinu Gemalto sem er með höfuðstöðvar í Hollandi. Þetta kemur fram í skjölum frá bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden, sem enn hefst við í Rússlandi. Vefmiðillinn The Inter- cept skýrir frá þessu. Gemalto framleiðir SIM-kort fyrir flest stærstu farsímafyrir tæki heims. Bresku og bandarísku njósnararnir brutust inn í innra tölvukerfi fyrirtækisins og komust þannig í aðstöðu til þess að fylgjast með megninu af öllum símtölum og textaskilaboðum í far- símum heimsins án þess að fá til þess heimild frá stjórnvöldum eða biðja um upplýsingarnar beint frá fyrirtækjunum. Með því að hafa dulkóðunarlyklana við hönd- ina losnuðu njósnastofnanirnar einnig við að þurfa að leysa úr dulkóðuninni. Bæði Bretar og Bandaríkjamenn notfærðu sér þetta á árunum 2010 og 2011, en ekki kemur fram í skjölunum frá Snowden hvort sambærilegar njósnir hafi verið stundaðar síðan. Í skjölunum frá Snowden kemur fram að símar íslenska símafyrirtækis- ins NOVA séu meðal þeirra sem njósnastofnan- irnar höfðu aðgang að. - gb Uppljóstranir Snowdens sýna að breska og bandaríska leyniþjónustan brutust inn í tölvukerfi Gemalto: Fengu aðgang að milljónum SIM-korta HÖFUÐSTÖÐVARNAR Hollenska símafyrirtækið Gemalto framleiðir um það bil tvo milljarða SIM-korta á ári hverju. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA HERINN FER Úkraínskir hermenn á leiðinni brott frá átakasvæðunum, samkvæmt ákvæðum friðarsamkomulags. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ÓSÁTTIR VIÐ RÚSSA Íbúar í Kænugarði með mótmælaspjöld gegn Pútín Rússlands- forseta og Rússum almennt. NORDICPHOTOS/AFP FJÁRMÁL Hjá framkvæmdahópi um afnám gjaldeyrishafta er litið svo á að það sé áhyggjuefni að hreinn tiltækur gjaldeyrisforði ríkisins sé aðeins 53 milljarðar króna. Ekki sé til gjaldeyrir til að skipta út krónu- eignum slitabúa föllnu bankanna án þess að taka lán. Seðlabank- inn hefur aðgang að jafnvirði 530 milljarða í formi lána. „Það hefur ekki staðið til að nota gjaldeyris- varaforða landsmanna til að leysa út þessar krónustöður,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. - þþ Ríkið á 53 milljarða tiltæka: Áhyggjur af gjaldeyrisforða 2 0 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 1 2 0 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 0 -B F E 0 1 3 E 0 -B E A 4 1 3 E 0 -B D 6 8 1 3 E 0 -B C 2 C 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 1 2 0 s C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.