Fréttablaðið - 21.02.2015, Page 26

Fréttablaðið - 21.02.2015, Page 26
| HELGIN | 21. febrúar 2015 LAUGARDAGUR26 ➜ Al Thani-ættin er bundin eins konar þagnarskyldu samkvæmt reglum ættarinnar og þeim er annt um að vernda einkalíf sitt. Til að mynda eru aðeins örfáar myndir til af sjeik Mohammed og eingöngu fengust skjáskot af netmiðlum í Katar. Upplýsingar um hagi fjölskyldunnar eru einnig af skornum skammti en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir þessum fyrri störfum sjeiksins. Lítið sem ekkert hefur heyrst né spurst til mannsins sem Al Thani-sakamálið er nefnt eftir í daglegu tali, sjeik Mohammed bin Kha- lifa Al Thani eða einfaldlega sjeik Mohammed, eftir að rann- sókn hófst á málinu hér á landi. Al Thani-málið svokallaða er eitt stærsta efnahagsbrotamál í Íslandssögunni sem sérstakur sak- sóknari rak gegn fjórum einstak- lingum, fyrrverandi stjórnendum eða eigendum bankans, vegna við- skipta sem Kaupþing banki hf. átti við hinn vellauðuga kaupsýslu- mann sjeik Mohammed frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Samningar tókust hinn 22. sept- ember 2008 um að sjeik Moham- med keypti rúmlega fimm prósent hlutafjár í bankanum. Selj- andinn var bankinn sjálf- ur. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt sölu- verðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu sjeik Mohammed og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins. Lítið er vitað um sjeik Mohammed á Íslandi og á tímabili velti ákæru- valdið fyrir sér hvort hann væri yfirhöfuð til. Hver er Mohammed bin Khalifa Al Thani? Fréttablaðið kannar sögu og bakgrunn þessa auðuga huldumanns sem komst í kynni við stjórnendur Kaupþings í gegnum vináttu við Ólaf Ólafsson. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi for- stjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Ólafur Ólafsson fjárfestir hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm óskil- orðsbundinn fyrir markaðsmisnotkun. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Kaup- þings, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir markaðsmis- notkun og hlutdeild í umboðssvikum. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxem- borg, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi óskilorðsbundið. SÖGULEGUR DÓMUR Sjeik Mohammed er mikill áhugamaður um hestamennsku og er eigandi Al Shahania Stud sem er viðurkennt alþjóðlegt kappreiðafyrir- tæki. Tenging sjeik Mohammeds við Kaupþing liggur í persónulegri vináttu hans og Ólafs Ólafssonar. Vinskapur þeirra er sagður krist- allast í sameiginlegu áhugamáli, hestamennsk- unni, en Ólafur heimsótti meðal annars Al Shahania-býlið í Doha sem er í eigu sjeiksins. Ólafur Ólafsson var sá sem kynnti sjeik Mohammed fyrir Kaupþingi banka og hafði milligöngu um viðskiptin. Ólafur lýsti því yfir í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hafi á árinu 2005 kynnst sjeiknum og frænda hans sjeik Sultan bin Jassim Al Thani, sem kom að undir- búningi viðskiptanna með hlutabréf í Kaup- þingi. Sjeik Sultan bin Jassim Al Thani kom til Ís- lands með Sigurði Einarssyni árið 2008 og sótti hann kynningarfund um Kaupþing banka hf. með Hreiðari Má, fyrrverandi forstjóra bankans. Ólafur og Sigurður voru við skotveiðar í Englandi árið 2008 með þeim frændum, sjeik Mohammed og sjeik Sultan bin Jassim Al Thani, þar sem þeir lýstu yfir hrifningu sinni á bankanum. Fljótlega eftir veiðiferðina bar Hreiðar Már upp við Ólaf að kanna hvort sjeik Mo- hammed kynni að hafa áhuga á að kaupa hlut í bankanum, sem hann gerði og stuttu síðar var staðfest að áhugi væri fyrir hendi. Samkomulag tókst svo í september 2008. SVONA KYNNTIST AL THANI KAUPÞINGSMÖNNUM Al Thani-ættin hefur verið við völd í Katar síðan á 19. öld. Katar er eitt auðugasta ríki heims í ljósi auðugra náttúruauðlinda og er Al Thani-ættin ein efnaðasta fjölskylda heims. Um er að ræða einveldi sem erfist í beinan karllegg. Emírinn er höfuð ættarinnar og hann velur sjálfur ráðherra og lykilmenn stjórnkerfisins. Sjeik Mohammed er fæddur árið 1964 í Doha, höfuðborg Katar. Hann býr í höllinni Al Shahaniya Palace í bænum Al Shahaniya. Faðir sjeiks Moham- meds er sjeik Khalifa bin Hamad Al Thani. Hann var einráður emír í Katar 1972 til 1995. Einn bræðra sjeik Mohammeds er sjeik Hamad bin Khalifa Al Thani en hann var emír í Katar 1995 til 2013 eftir að hafa steypt föður þeirra af stóli. Flökkusagan í Katar segir að ósætti hafi orðið innan fjölskyldunnar eftir valdatökuna þar sem hinir bræðurnir, meðal annars sjeik Mohammed, hefðu getað orðið einvaldir. Á þeim tíma er viðskipti íslensku fjórmenn- inganna áttu sér stað við sjeik Mohammed var hann bróðir ríkjandi emírs í Katar. Núverandi emír í Katar er sjeik Tamim bin Hamad bin Khalifa Al Thani sem er bróðursonur sjeik Mo- hammeds. EIN EFNAÐASTA FJÖLSKYLDA HEIMS Nadine Guðrún Yaghi nadine@frettabladid.is ■ Stjórnarformaður í Qatar National Bank árið 1990. ■ Fjármálaráðherra í Katar á árunum 1995 til ársins 1998. ■ Ráðgjafi emírsins, bróður síns. ■ Aðstoðarforsætisráðherra Katar í stjórnartíð bróður síns. ■ Fjárfestir. Hann á fjölmörg félög um allan heim. Vitað er fyrir víst að ættin hefur fjárfest gríðarlega mikið í London, meðal annars í verslunarhúsinu Harrods. ■ Átti íslensk hlutafélög, meðal annars Q Iceland Finance sem keypti fimm prósenta hlut í Kaup- þingi. Ákæran í Al-Thani-málinu snerist að hluta um lánveitingar til aflandsfélaga á Jómfrúaeyjum sem fjármögnuðu Q Iceland Finance. ■ Eigandi „Al Shahania Stud“ sem er alþjóðlegt kappreiðafyrirtæki í Doha. Myndir og upplýsingar um sjeikinn eru af skornum skammti 2 0 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 0 -D D 8 0 1 3 E 0 -D C 4 4 1 3 E 0 -D B 0 8 1 3 E 0 -D 9 C C 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 1 2 0 s C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.