Fréttablaðið - 21.02.2015, Side 38
21. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38
lands, meðal annars felldi hann úr gildi
frjálslynda stjórnarskrá og setti aðra og
íhaldssamari í staðinn. Fóru brátt
að renna á Serba tvær grím-
ur um þeirra unga kóng.
Kynósa drottning
En þegar Alexand-
er gekk í hjóna-
band árið 1900,
þá fyrst blöskr-
aði ýmsum.
Konan Draga
hafði verið hirð-
mær móður
hans, hún var
12 árum eldri
en Alexander og
þótt stillilegar ljós-
myndir þess tíma
beri það ekki endilega
með sér, þá þótti hún sér-
lega kynósa og var sögð hafa
veitt hinn bjálfalega strákskóng í
rekkjugildru sína. Og sat hann þar svo
fastur og heillaður. En flestum öðrum
þótti Draga drottning helstil
ótigin og jafnvel grodda-
leg. Allra verst var þó að
allir í Serbíu vissu að
Draga gat ekki átt
börn, það hafði víst
reynt meira en nóg
á það gegnum tíð-
ina. Og því voru
ríkiserfðir í upp-
námi eftir dag
Alexanders.
Þ a u A l ex-
ander og Draga
gripu hins vegar
til óvæntra bragða.
Allt í einu var til-
kynnt að víst væri
Draga barnshafandi og
von á erfingja krúnunnar.
Þetta var hins vegar bara lygi og
þegar allt komst upp fannst þjóðinni sér
hafa verið gerð hin versta niðurlæging
– og enn verra var að Nikulás II Rússa-
keisari móðgaðist stórlega yfir þessum
fíflaskap, og kólnaði nú mjög samband
Rússa og Serba. Alexander greip þá til
þess að vingast við Austurríkismenn og
virtist tilbúinn til að gefa upp á bátinn
kröfur Serba til Bosníu í skiptum fyrir
vináttu við Vínarborg.
Þegar svo spurðist út að Alexander
ætlaði líklega að gera bróður Drögu
að ríkisarfa sínum, þá var mörgum
nóg boðið, því þessi bróðir þótti bæði
ofstopafullur hrokagikkur og fífl.
Dimitrijević ofursti (Nautið) stofnaði
nú leynifélagið Svörtu höndina
til að vinna á konungshjón-
unum og það leynifélag
stóð fyrir árásinni
á konungshöllina í
júní 1903 sem end-
aði með hinum
hrottalegu morð-
um á konungs-
hjónunum.
Hvað hefði
breyst?
Hinn nýi kóngur
Serbíu, Pétur I,
lét það verða sitt
fyrsta verk að blása
af vinskap við Aust-
urríki en ganga aftur
í faðm Rússa. Og vissan
um að Rússar myndu ævin-
lega standa að baki Serba olli því til
dæmis að Nautið og hans Svarta hönd
fóru nú hiklaust að grafa undan yfir-
ráðum Austurríkismanna í
Bosníu. Og þegar korn-
ungur serbn eskur
Bosn íumaður að
nafn i Gavr i lo
Princip myrti
ríkisarfa Aust-
urríkis, Franz
Ferdinand,
í höfuðborg
Bosn íu, Saraj-
evo, í júní 1914,
hver stóð þá að
baki því laun-
morði?
Jú , N a u t i ð
Drag utin Dimitrij-
ević og enginn annar.
En ef Alexander og
Draga hefðu nú sloppið lif-
andi frá tilræði Svörtu handar-
innar og kóngur aftur náð að treysta
sig í sessi í Serbíu, svo hann hefði feng-
ið tóm til að rækta nýja vináttu Serba
og Austurríkismanna, þá er að minnsta
kosti ljóst að kveikjan að fyrri heims-
styrjöldinni hefði ekki orðið morðárás
á Franz Ferdinand að undirlagi Serba.
Hverju það hefði nákvæmlega breytt
og hvort Evrópa hefði sloppið alveg
við hina ægilegu styrjöld í fjögur ár
og hið hræðilega mannfall, það vitum
við náttúrlega ekki.
Því það gerðist ekki. Drottningin dó
í sínum eina sokk.
Drottning var bara á einum sokk. Þetta var að vísu silkisokkur af vönduð-ustu gerð, mjallahvítur og náði henni passlega langt upp fyrir hné, ekkert upp
á það að klaga, en þetta var samt bara
einn sokkur, og hversu virðuleg getur
drottning verið í aðeins einum sokk?
Auðvitað hafði hún svo sem ýmislegt
fleira og líklega stærra til að hafa
áhyggjur af rétt í svipinn, hún heyrði
hrópin og köllin í morðvörgunum þegar
þeir fetuðu sig um höllina í leit að kon-
ungshjónunum, hún hafði heyrt ógur-
legan hvellinn þegar þeir sprengdu sér
leið inn í svefnherbergi hjónanna, og ef
þeir römbuðu á kytruna þar sem þau
lágu í felum væri eins víst að þau yrðu
drepin formálalaust, hún hafði heyrt
skothvellina þegar þeir stráfelldu líf-
verði og þjónustufólk, en þótt lífshættan
væri raunveruleg, þá var hún drottning
samt og ekki hátignarlegt að vera bara
í einum sokk.
Hún hét Draga, var drottning í Serb-
íu og þetta var árið 1903. Skelfileg
saga, alveg hreint. Samsærismennirn-
ir höfðu brotið sér leið inn í konungs-
höllina í Belgrad um lágnættið og skutu
formálalaust alla sem ekki gáfust upp
fyrir þeim umsvifalaust, þeir voru vel
skipulagðir og gengu hiklaust til þessa
grimmdarlega leiks, en verðirnir í höll-
inni ringlaðir og vissu ekki sitt rjúkandi
ráð eftir að rafmagnsljósin voru eyði-
lögð, þá þegar voru menn orðnir háðir
rafmagnsljósum en samsærismenn
höfðu kyndla og kerti. Þeir sprengdu
upp volduga hurðina að svefnherberg-
inu með dínamíti, en það reyndist vera
tómt, samsærismenn tóku að óttast að
konungshjónin hefðu komist undan og
allt væri að fara út um þúfur. Í tvo tíma
leituðu þeir um höllina hátt og lágt, þá
kom loks einhver auga á svolítið skráar-
gat á einum veggnum í herbergi kon-
ungshjónanna.
Handan skráargatsins var örlítil
kompa. Þangað höfðu kóngurinn Alex-
ander I og hans Draga drottning náð að
stinga sér rétt áður en dínamítið tætti
sundur hurðina að herbergi hennar.
Þessi kompa hafði verið inngangur að
leynigöngum sem lágu yfir í rússneska
sendiráðið handan götunnar og skyldi
nota einmitt í tilfellum sem þessum. En
þegar Alexander gekk að eiga drottn-
ingu sína hafði hún látið þernur sínar
koma þar fyrir níðþungu strauborði, nú
hvíldi borðið óhreyfanlegt ofan á hlera
leyniganganna og konungshjónin máttu
dúsa bjargarlaus í kompunni fram eftir
nóttu meðan samsærismenn leituðu af
æ meiri örvæntingu í höllinni. Alexand-
er notaði tækifærið og klæddi sig var-
lega í buxur og rauða silkiskyrtu sem
hann hafði gripið með sér á flóttanum
inn í kytruna, hann ætlaði ekki standa
allsber andspænis morðingjum sínum.
Og Draga sveipaði sig slopp en hvernig
sem hún þreifaði fyrir sér í myrkrinu
fann hún bara einn sokk.
Ráðist inn í kompu kóngs
En að lokum fundu sem sagt samsæris-
menn kompuna. Þeir hrópuðu gegnum
hurðina að hér væru komnir liðsforingj-
ar í her hans. Alexander kallaði á móti
hvort hann gæti treyst þeim liðsforingj-
um. Þeir sögðu svo vera. Þá dró Alex-
ander djúpt andann, þrýsti hönd konu
sinnar og opnaði kompudyrnar.
Í svefnherberginu tóku vissulega
á móti þeim liðsforingjar í serbneska
hernum. En þeir höfðu engar vöflur á,
heldur hófu þegar skothríð á konunginn.
Bláa blóðið slettist um flöktandi kerta-
birtuna, hann hneig á kné, Draga reyndi
að vernda hann með líkama sínum,
þeir hikuðu hvergi heldur skutu hana
líka mörgum sinnum. Svo drógu þeir
upp sverð sem liðsforingjar báru þá
ennþá og hjuggu bæði kóng og drottn-
ingu í spað, ristu þau á kvið og rifu út úr
þeim iðrin. Blæðandi skrokkum þeirra
var dröslað út á svalir og fleygt niður
í garð fyrir neðan, ótrúlegt nokk var
enn lífsmark með kóngi og hann greip
furðu fast í handrið á svölum þegar átti
að henda honum niður, þá hjuggu þeir
einfaldlega af honum höndina.
Og Alexander var kastað niður á hæla
konunnar hans í sínum eina sokk sem
var nú orðinn mórauður af blóði.
Nautið kemur til skjalanna
Þessi hryllilegi atburður gerðist aðfara-
nótt 11. júní og það er vart hægt annað
en hrærast til meðaumkunar með kóngi
og drottningu þar sem þau kúra í kytr-
unni meðan morðingjar leika lausum
hala en reyna þó að bera sig konung-
lega og bregðast við örlögum sínum svo
sómasamlega sem kostur er.
En samsærismenn höfðu sigrað,
margir voru þeir háttsettir í serbneska
hernum og pólitíkinni, nú stukku þeir
til og drógu fram gamlan keppinaut
konungs og krýndu hann umsvifalaust
Pétur I. Sundurlemstruð lík Alexand-
ers og Drögu voru varla kólnuð í ryk-
ugum garðinum við höllina. Sá ofursti
í hernum að nafni Dragutin Dimitrij-
ević sem hafði skipulagt þessa blóðugu
morðárás og drottinssvik var af serb-
neska þinginu útnefndur hvorki meira
né minna en „frelsari föðurlandsins“,
tuddalegur maður enda kallaður „Naut-
ið“ en fékk að launum prófessorsemb-
ætti við herskólann í Belgrad. Engum
var refsað fyrir morðin, allt gekk sinn
vanagang í Belgrad.
Og skipti þessi atburður þá engu
máli, nema náttúrlega fyrir konungs-
hjónin föllnu? Var þetta bara eitt til-
gangslausa grimmdarverkið enn þar
suður á Balkanskaga, ein hinna blóði
drifnu frétta sem blöðin voru sífellt
að segja frá um þær mundir en enginn
botnaði í, bara hamslaust fólk sem þar
virtist búa, ofstopafullt og deilugjarnt,
líkt og bændur sem flugust á, nema
hvað suðrá Balkanskaga drápu bændur
hver annan, stjórnlausir af metnaði og
grimmd?
Þegar að er gáð – jú, þetta skipti
máli. Og þau hjón Alexander og Draga
voru kannski ekki alveg eins göfug og
hryggileg endalok þeirra gætu gefið til
kynna.
Alexander I var aðeins 26 ára en
hafði verið kóngur frá barnsaldri.
Serbía var þá nokkuð öflugt og herskátt
ríki á hinum brothætta Balkanskaga.
Tyrkland var mjög á fallanda fæti og
nágrannaríki sátu um að krækja í bita
af því og Serbar voru þar einna fremst-
ir í flokki og nutu gjarnan velvildar
trúbræðra sinna Rússa. En Serbar litu
Bosníu líka hýru auga, enda bjuggu
þar frændur þeirra, en Austurríkis-
menn höfðu komið sér þar tryggilega
fyrir nokkru áður. Sumum útþenslu-
sinnuðum Serbum fannst Alexander
lítt líklegur til að færa út landamærin
að ráði, hann stóð meira í stússi innan-
DROTTNING Á
EINUM HVÍTUM
SILKISOKK
FLÆKJUSAGA
Illugi Jökulsson veltir
fyrir sér hvaða
máli skipti hið
grimmilega
launmorð
þegar
kóngur og
drottning
Serbíu
voru
drepin.
Austurríki
Bosnía
Tyrkland
Rúmenía
Búlgaría
Grikkland
Serbía
Svartfjallaland
Ítalía
Sarajevo
Istanbúl
Belgrad
Aþena
SERBIA OG NÁGRENNI 1903
Alexand-
er notaði
tækifærið og
klæddi sig
varlega í
buxur og
rauða silki-
skyrtu sem
hann hafði
gripið með
sér á flótt-
anum inn í
kytruna,
hann ætlaði
ekki standa
allsber
andspænis
morðingjum
sínum.
ALEXANDER I
KONUNGUR
DRAGA Serbíudrottningin var ekki af aðals ættum.
DRAG UTIN
DIMITRIJEVIĆ
OFURSTI
2
0
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
6
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
E
1
-1
3
D
0
1
3
E
1
-1
2
9
4
1
3
E
1
-1
1
5
8
1
3
E
1
-1
0
1
C
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K