Fréttablaðið - 21.02.2015, Qupperneq 44
FÓLK|HELGIN
SYKRUÐ RÓMANTÍK
EFTIRRÉTTIR Í tilefni konudagsins er tilvalið að galdra fram rómantískan eftirrétt.
Hér eru uppskriftir að þremur slíkum.
SÚKKULAÐIFONDÚ
Auðvelt og fljótlegt en sjúklega gott.
LITLAR PAVLOVUR
Dásamlega fallegar og yndislega góðar.
HJARTALAGA BRÚNHILDUR
Fátt endurspeglar ástina meira en hjartalaga súkkulaði.
1/4 bolli hveiti
1/4 tsk. salt
1/4 tsk. matarsódi
2 msk. kakó
80 g dökkt súkkulaði, saxað
3 msk. ósaltað smjör
1/2 bolli sykur
1 stórt egg
1 eggjarauða
1 tsk. vanilla
vanillu/jarðarberja ís
Hitið ofninn í 160 gráður. Setjið bökunar-
pappír í bökunarform sem er 10x20 cm.
Blandið saman hveiti, salti, matarsóda og
kakói. Geymið. Bræðið saman súkkulaði
og smjör, blandið saman við sykri, eggjum
og vanillu. Hrærið nú þurrefnunum saman
við þar til blandan er jöfn. Setjið deigið í
bökunarformið og bakið í 25-30 mínútur.
Látið kólna í um 20 mínútur. Færið kök-
una á skurðarbretti og skerið út hjörtu.
Geymið þau í plasti þar til bera á þau
fram með ís.
8 stórar eggjahvítur
1 klípa af salti
500 g sykur
4 tsk. maíssterkja
1 tsk. vanilludropar
2 tsk. hvítvínsedik
750 ml rjómi, þeyttur
ber að eigin vali
flórsykur
Hitið ofninn í 180
gráður. Þeytið eggin
með saltinu þar til
myndast þéttir toppar
en blandan á ekki að
vera stíf. Bætið varlega
við sykri og hrærið
stöðugt á meðan. Bætið
við maíssterkjunni, ör-
fáum dropum af vanillu
og edikinu og blandið
varlega saman.
Teiknið hringi á bökun-
arpappír í þeirri stærð
sem ætlunin er að hafa
Pavlovurnar. Setjið
blönduna í hvern hring,
gott er að láta kökurnar
hækka til hliðanna til að
dæld myndist í miðj-
unni.
Setjið í ofninn og lækkið
hitann í 150 gráður.
Bakið í 30 mínútur.
Slökkvið þá á ofninum
og látið bíða í annan
hálftíma. Takið út og
látið kólna.
Þeyttur rjómi er settur
ofan á marengsinn og
berjum raðað ofan á
hann. Sáldið flórsykri
yfir til skrauts.
3/4 bolli rjómi
500 g súkkulaði dökkt
eða ljóst
Jarðarber, ananas,
þurrkaðir ávextir og
annað sem hugurinn
girnist.
Hitið rjóma og súkkul-
aði í potti á lágum
hita. Hitið þar til
súkkulaðið er bráðið.
Færið þá plönduna yfir
í skál og berið strax
fram.
Dökkrauðar eða vínrauðar rósir
tákna fegurð.
Rauðar rósir tákna ást.
Hvítar tákna sakleysi,
hreinleika, virðingu,
auðmýkt, æsku,
þögn og leynd.
Bleikar tákna þakk-
læti, sæmd, aðdáun,
hamingju og mildi.
Gular tákna
gleði, vináttu
og dásemd. Með
þeim getur þú sagt;
Mér þykir vænt um þig, vel-
komin/inn aftur eða mundu mig.
Þær geta hins vegar líka táknað
afbrýðisemi.
Appelsínugular rósir tákna þrá,
girnd, hrifningu og áhuga.
Ferskjulitar tákna
velþóknun og þakk-
læti.
Fjólubláar (lavend-
er) rósir tákna ást við
fyrstu sýn og töfra.
Bláar tákna það
sem er ófáanlegt
og ómögulegt.
Heimild: rkdn.org
HVAÐ TÁKNA
LITIRNIR?
GEFA ÝMIS MERKI Á konudaginn tíðkast að gefa
rósir. Yfirleitt gefa eiginmenn, unnustar og kærast-
ar konum sínum rauðar rósir enda tákna þær ást,
fegurð, ástríðu og rómantík. Með þeim er í raun
verið að segja ég elska þig. Aðrir litir hafa aðra
merkingu og er ekki úr vegi að glöggva sig á þeim.
RAUÐAR TÁKNA ÁST Það er vel við hæfi að gefa elskunni rauðar rósir í tilefni dagsins.
KOOL´n´SOOTHE gelblöðin
veita kælingu við mígreni og
svæsnum höfuðverk í allt að 8 klst.
• NÁTTÚRULEG lausn
• FRÁBÆRT Í FERÐALAGIÐ
• FÆST Í HELSTU APÓTEKUM
„Plástrarnir hafa reynst mér
vel í mígrenisköstum.
Í mígrenisköstum hefur mér alltaf þótt
gott að setja eitthvað kalt á ennið og
þá koma plástrarnir sterkir inn.
Þeir kæla, og deyfa og lina verkinn.
Stundum hefur dugað að nota
plásturinn einan og sér án annarra
verkjalyfja.“
Lilja Dögg Gylfadóttir kjólaklæðskeri
og verslunareigandiDreifingaraðili NOZ ehf
2
0
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
6
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
E
1
-0
E
E
0
1
3
E
1
-0
D
A
4
1
3
E
1
-0
C
6
8
1
3
E
1
-0
B
2
C
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K