Fréttablaðið - 21.02.2015, Síða 77

Fréttablaðið - 21.02.2015, Síða 77
 | FÓLK | 7 Sigurður Grímsson húðflúristi segir að stöðug aukning sé í tattúinu. Auk Íslendinga koma ferðamenn mikið og fá sér húðflúr. MYND/STEFÁN Páll rekur Classic Tattoo Reykjavík við Arnar-bakka 2 í Breiðholti. Þótt hann húðflúri allt það sem fólk óskar eftir er hann sérhæfð- ur í víkingamyndum. Páll þykir einstaklega fær á sínu sviði. Sjálfur segist hann hafa listina í sér en hann hefur sautján ára reynslu í faginu. Páll nam fræðin hjá Daltons Tattoo í Malmö í Svíþjóð sem er þekkt húðflúrstofa þar í borg. „Ég var í þrjú ár nemi hjá Daltons Tattoo og var heppinn að komast að hjá þeim. Meistarinn minn var öflugur, skammaði og hrósaði til skiptis. Eftir að ég kom heim flakkaði ég töluvert um landið og tattúveraði á hinum og þessum stöðum. Síðan opnaði ég stofu í Pósthússtræti sem ég rak um tíma áður en ég flutti til Gautaborgar,“ segir Páll en hann rak þar stofu í fjögur ár. „Það er stefna Classic Tattoo Reykjavík að vera alltaf með sanngjarnt verð. Við viljum ekki taka hálfan handlegginn af fólki í verðlagningu,“ segir Páll. „Þrátt fyrir gott verð bjóðum við upp á mjög góða þjónustu. Ég vinn í margvíslegum stílum en hanna líka myndir eftir óskum viðskiptavina. Stundum fæ ég til mín gesta-húðflúrmeistara en oftast er ég hér einn,“ segir hann. Þegar Páll er spurður hvort húðflúr sé alltaf jafn vinsælt játar hann því og segir að vinsældirn- ar aukist alltaf jafnt og þétt. „Það er mikill vöxtur í þessari grein. Þó finnum við að það sé misjafnt að gera eftir árstíðum. Mest er að gera á sumr- in en ástæðan er líklegast sú að þá er tattú meira áberandi. Fólk fækkar fötum og fallegt tattú lítur dagsins ljós sem hefur áhrif á aðra.“ Páll segir að undanfarið hafi fleiri konur en karlar fengið sér tattú á stofunni. Viðskiptavin- irnir eru frá 18 ára upp í 68 ára. Tískan sé mis- munandi. „Núna er textatattú vinsælast en það tók við af tribal-tattúi sem er nokkurs konar al- þýðulist og var vinsæl hér áður fyrr. Textatattú núna er mikið í skraut- eða skrifstöfum. Það getur verið mjög fallegt á framhandlegg eða fyrir ofan úlnlið. Mín sérhæfing er þó gamaldags víkinga- mynstur. Fyrirmyndir geta verið víkingamyndir eða gamlir skartgripir,“ segir Páll. Heimasíða Classic Tattoo Reykjavík er tattoo.is. Þar er hægt að skoða fjölbreytt húðflúr sem Páll hefur gert. Einnig er hann með öfluga síðu á Facebook. Fleiri konur en karlar fá sér húðflúr Páll Ásgeirsson var ekki nema 10 ára þegar hann ákvað að verða húðflúrmeistari þegar hann hefði aldur til. Hann stóð við þá ákvörðun og er nú eftirsóttur á sínu sviði. Páll er með langa reynslu sem húðflúrari og rekur vinsæla húðflúrstofu í Arnarbakka 2 í Breiðholti. Sérsvið hans eru gamlar víkingamyndir. Flott merki fyrir stofuna hans Páls. Skrifstafir eru vinsælir núna. Falleg og þjóðleg mynd sem Páll gerði. Páll Ásgeirsson húðflúrmeistari hefur langa reynslu í faginu og hefur starfað bæði hér á landi og erlendis. Sigurður segir að sér hafi alltaf þótt skemmtilegt að mála og teikna, sérstaklega portrettmyndir. Hann stund- aði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík sem er góður grunn- ur fyrir húðflúrmeistara. „Það er mjög gott að hafa listnám að baki í húðflúri. Sífellt f leiri vilja láta setja á sig húðflúr. Sumir kjósa lítið tákn en aðrir kjósa að skreyta líkamann með miklum listaverk- um,“ segir hann. Sigurður starfar á húðflúrstofu á Laugavegi 69 og þangað koma bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn. „Margir ferðamenn koma til okkar og vilja minjagrip frá Íslandi, þá helst rúnir eða veg- vísi og það er alltaf að aukast. Það er skemmtilegt að fara heim með lítinn minjagrip á handleggn- um,“ segir Siggi, eins og hann er alltaf kallaður, og bætir við að það séu konur jafnt sem karlar sem koma á stofuna. „Það er vin- sælt hjá mörgum að fá sér tattú í hverju landi sem heimsótt er,“ bætir hann við. „Áhugi minn á þessari tegund listar vaknaði fyrir þremur árum. Ég á vini sem voru með húðflúr og þeir hvöttu mig til að fara út í þetta. Síðan hafa hlutirnir gerst nokkuð hratt. Ég byrjaði á stofu sem lærlingur og lærði bæði hand- bragð og grunninn að listinni. Það getur verið erfitt að komast að sem lærlingur í þessu fagi því það eru ekki margir sem taka nema. Ég hætti síðan og fór í aðra vinnu en var engu að síður oft að húðflúra vini og vandamenn. Áhuginn leiddi mig þó aftur inn á stofu og starfið hentar mér mjög vel. Hing- að koma oft útlendir gestahúð- flúrmeistarar og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Flestir hafa einhver sérsvið, enda margir stílar til. Ég hef tileinkað mér realisma, portrett-myndir auk þess sem ég húðflúra eftir módelteikningum og ljósmyndum. Flestir eru með ákveðnar hugmyndir um tattú þegar þeir koma á stofuna. Þess vegna er gott að nokkrir húðflúr- arar starfi á stofum, hver með sitt sérsviðið.“ Húðflúrarar þurfa að hafa list- rænan bakgrunn. „Það er eig- inlega nauðsynlegt að kunna að greina form og liti. Listræn- ir hæfileikar eru því nauðsynleg- ir,“ útskýrir hann sem sjálfur er með nokkur húðflúr á líkaman- um. „Kannski aðeins yfir meðal- lagi,“ viðurkennir Siggi sem var nítján ára þegar hann fékk fyrsta húðflúrið. „Ég var í sumarfríi í Bandaríkjunum þegar ég skellti mér á húðflúrstofu. Það er algengt að fólk komi aftur og aftur og vilji bæta við sig húðflúri. Raunveru- leikaþættir í sjónvarpi, til dæmis húðf lúrkeppni, hafa ýtt undir þennan áhuga og hann er ekkert að dvína.“ Það er ekkert þægilegt að láta Var alltaf að mála og teikna Sigurður Grímsson hefur teiknað og málað frá barnsaldri. Fyrir þremur árum fékk hann mikinn áhuga á húðflúri og starfar við þá skreytilist í dag. MINJA- GRIPUR „Margir ferða- menn koma til okkar og vilja minjagrip frá Ís- landi, þá helst rúnir eða vegvísi og það er alltaf að aukast.“ húðflúra sig en fólk setur það ekki fyrir sig. Auk þess er fólk með mis- munandi sársaukaskyn. Sársauk- inn er mismunandi vondur eftir því hvar á líkamanum húðflúrið er sett. Siggi segir að það komi fyrir að menn séu að gefast upp undan sársauka. „Það hefur þó enginn hætt við og enginn farið að gráta.“ Hann segist ekki hafa húðflúr- að neina mjög óvenjulega staði en hefur heyrt um slíkt. „Sjálfur hef ég húðflúrað nálægt nára og á rasskinnar sem er kannski sér- stakt. En mér finnst þetta einstak- lega skemmtilegt starf sem hentar mér vel og ég ætla að halda áfram á þessari braut,“ segir hann. 2 0 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 1 2 0 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 1 -0 E E 0 1 3 E 1 -0 D A 4 1 3 E 1 -0 C 6 8 1 3 E 1 -0 B 2 C 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 1 2 0 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.