Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Page 6

Skessuhorn - 27.11.2013, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Fjöldi hálkuóhappa LBD: Ellefu umferðaró- höpp urðu í umdæmi lög- reglunnar í Borgarfirði og Dölum fyrir síðustu helgi, fjórir árekstrar, þrjár útaf- keyrslur og fjórar bílvelt- ur. Fólk varð fyrir eymslum eða minniháttar meiðslum í 2-3 þessara óhappa. Hálka og lélegar aðstæður til akst- urs komu nokkuð við sögu í þessum málum að sögn lög- reglu. Einn ökumaður var tekinn úr umferð í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og reynd- ist hann einnig sviptur öku- réttindum. –þá Helga María á heimleið AKRANES: Ísfiskstogar- inn Helga María AK er nú á heimleið eftir umfangsmikl- ar breytingar og endurbæt- ur sem gerðar voru á skipinu í Alkor skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi. Er reikn- að með því að heimsiglingin taki rúma fimm sólarhringa þannig að ef allt gengur að óskum er von á Helgu Maríu til hafnar í Reykjavík um miðja þessa viku. Breyt- ingarnar á Helgu Maríu eru umfangsmiklar og þótt skip- ið sé farið frá Póllandi mun enn nokkur tími líða þar til það kemst á veiðar, að því er fram kemur á heimasíðu HB Granda. Helgast það m.a. af því að eftir á að setja nið- ur nýtt vinnsludekk í skip- ið. Það verk munu starfs- menn 3X Stáls sjá um en að auki koma fleiri fyrirtæki að lokafráganginum á Helgu Maríu. Sem kunnugt er tók stjórn HB Granda ákvörðun fyrr á þessu ári að láta breyta Helgu Maríu úr frystitogara í ísfiskstogara og var samið við Alkor skipasmíðastöðin um verkið. Var skipið komið til Póllands um mánaðamót- in júní og júlí. –þá Fáir spenna beltin í aftur- sætunum LANDIÐ: Annar hver far- þegi í aftursæti leigubíla spennir ekki beltið sam- kvæmt talningu sem bílstjór- ar hjá Hreyfli/Bæjarleiðum gerðu fyrir VÍS helgarnótt eina á haustdögum. Þetta kemur fram í nýjasta tölu- blaði VÍS frétta. Af farþeg- unum 435 spenntu aðeins 218 beltin. Samkvæmt síð- ustu talningu VÍS á bílbelta- notkun ökumanna á höfuð- borgarsvæðinu voru 93,9% spenntir. Þessar niðurstöður sýna að víða er pottur brot- inn í beltanotkun og til að mynda leiða símakannanir Samgöngustofu í ljós tölu- verðan mun eftir því hvort ekið er innan og utan bæj- armarka. Um fjórðung- ur bæði bílstjóra og farþega hefur verið í bíl innanbæj- ar án öryggisbeltis hálfu ári eða skemur áður en könnun- in var gerð, á móti um tíunda hverjum utanbæjar. –þá 310 gr. lægri meðalvigt LANDIÐ: Nú liggja fyrir tölur um lambaslátrun á landinu í slát- urtíðinni í haust. Slátrað var alls 532.500 lömbum sem er um fjög- ur þúsund fleiri en á sama tíma 2012. Meðalþunginn var hins- vegar 310 grömmum lægri eða 15,99 kg saman borið við 16,30 kg. árið áður. Á vef Landssam- taka sauðfjárbænda segir að þetta þýði samdrátt í lambakjötsfram- leiðslu um tæplega 100 tonn. Þyngstu lömbin komu til slátr- unar hjá Norðlenska á Húsa- vík (16,55 kg) en þau léttustu hjá Sláturfélagi Suðurlands (15,68 kg). –mm Yfirlýsing vegna kjúklingakjöts LANDIÐ: „Ekkert erlent kjúk- lingakjöt hjá Ísfugli,“ er yfirskrift tilkynningar sem fyrirtækið sendi í lok síðustu viku. „Vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um sölu á erlendu kjúk- lingakjöti hérlendis vill Ísfugl árétta þá stefnu fyrirtækisins að bjóða viðskiptavinum sínum ein- göngu íslenskt alifuglakjöt. Þetta á bæði við um unnar afurðir fyr- irtækisins og óunnið kjöt af kjúk- lingum og kalkúnum. Eigendur Reykjabúsins, sem í áratugi hef- ur ræktað alifugla fyrir íslensk- an markað, eignuðust Ísfugl fyrir um ári síðan. Nýir eigendur tóku þá ákvörðun að hverfa algerlega frá sölu á erlendu kjúklingakjöti. Fyrirtækið náði þessu markmiði sínu í sumarlok. Eigendur Ísfugls hvetja stjórnvöld til þess að flýta gildistöku nýrra reglna um upp- runamerkingar á kjöti sem áætl- að er að taka upp hérlendis í des- ember á næsta ári. Merkingarn- ar eru sjálfsögð og eðlileg þjón- usta við neytendur sem eiga ský- lausan rétt á að vita hvort kjöt- ið sem þeim stendur til boða er íslenskt eða erlent,“ segir í til- kynningunni. –mm Á framhaldsaðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var á Hótel Hamri sl. föstudag var fjallað um tillögur að breyttu skipulagi og lögum. Í til- lögum starfshóps 2, Pálshópsins svokallaða, felast talsverðar breyt- ingar ef allar verða þær teknar til greina. Stærsta tillagan er um fjölda einstaklinga í stjórn. Ekki er vitað hvort samstaða verður um hana enda allróttæk breyting. Til- laga starfshópsins gerir ráð fyrir að öll sveitarfélög komi að stjórn SSV með einn fulltrúa. Í sam- þykkt framhaldsaðalfundar felst að skýrsla starfshóps um skipulag SSV verði send sveitarfélögum til um- fjöllunar og umsagnar. Ekki verði gerðar breytingar á samþykktum SSV varðandi stjórnarkjör fyrr en niðurstaða umsagna liggur fyrir, umfram það að halda aðalfund SSV fyrr á árinu og málþing á haustin. Stjórn getur á grundvelli umsagna sem berast kallað saman starfshóp- inn til frekari útfærslu á tillögum. Í tillögum starfshóps er þess get- ið að starfsemi Markaðsstofu Vest- urlands og Menningarsamnings Vesturlands séu í ákveðnu upp- námi. Ekki liggi enn fyrir samning- ur við ríkið um menningarsamning en þó er vitað að gert sé ráð fyr- ir fjármagni til menningarsamn- inga. Á framhaldsaðalfundinum var samþykkt að teknar verði upp viðræður við meðeigendur í Mark- aðsstofu Vesturlands ehf. með það að markmiði að framfylgja fram- komnum tillögum um að markaðs- setning verði verkefni innan skrif- stofu SSV. Komist aðilar að sam- komulagi á grundvelli þeirra til- lagna sem fyrir liggi muni það þýða að eigendur hlutafélagsins verði að setjast niður og finna vettvang til að leysa skuldabyrði félagsins. Þá var það álit framhaldsaðalfund- arins að þar sem nú ríki óvissa af hálfu ríkisins varðandi menningar- samninga er lagt til að leitað verði samninga við menningarfulltrúa um 50% starf til aprílloka næsta vor. Stjórn taki menningarsamning Vesturlands til skoðunar þegar for- sendur liggja fyrir og verði kannað- ur áhugi sveitarfélaga á áframhald- andi samstarfi um menningarmál. þá Tillögur frá framhaldsaðalfundi fái frekari umfjöllun í sveitastjórnum Bæjarstjórnarfundur unga fólksins Bæjarstjórnarfundur unga fólksins á Akranesi verður haldinn í bæj- arþingsalnum Stillholti á morg- un, miðvikudaginn 27. nóvem- ber og hefst kl. 17. Unglingar úr grunnskólunum á Akranesi, Þorp- inu, Arnardal og Hvíta húsinu auk Fjölbrautaskóla Vesturlands hafa framsögu og taka þátt í umræðum. Fundurinn er öllum opinn og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er at- hygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á vef Akraneskaupstaðar http://www. akranes.is/bein-utsending/, auk þess sem honum er útvarpað beint á FM 95,0. þá Ungt fólk að störfum á Akranesi. Ljósm. Friðþjófur Helgason.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.