Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 6

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Fjöldi hálkuóhappa LBD: Ellefu umferðaró- höpp urðu í umdæmi lög- reglunnar í Borgarfirði og Dölum fyrir síðustu helgi, fjórir árekstrar, þrjár útaf- keyrslur og fjórar bílvelt- ur. Fólk varð fyrir eymslum eða minniháttar meiðslum í 2-3 þessara óhappa. Hálka og lélegar aðstæður til akst- urs komu nokkuð við sögu í þessum málum að sögn lög- reglu. Einn ökumaður var tekinn úr umferð í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og reynd- ist hann einnig sviptur öku- réttindum. –þá Helga María á heimleið AKRANES: Ísfiskstogar- inn Helga María AK er nú á heimleið eftir umfangsmikl- ar breytingar og endurbæt- ur sem gerðar voru á skipinu í Alkor skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi. Er reikn- að með því að heimsiglingin taki rúma fimm sólarhringa þannig að ef allt gengur að óskum er von á Helgu Maríu til hafnar í Reykjavík um miðja þessa viku. Breyt- ingarnar á Helgu Maríu eru umfangsmiklar og þótt skip- ið sé farið frá Póllandi mun enn nokkur tími líða þar til það kemst á veiðar, að því er fram kemur á heimasíðu HB Granda. Helgast það m.a. af því að eftir á að setja nið- ur nýtt vinnsludekk í skip- ið. Það verk munu starfs- menn 3X Stáls sjá um en að auki koma fleiri fyrirtæki að lokafráganginum á Helgu Maríu. Sem kunnugt er tók stjórn HB Granda ákvörðun fyrr á þessu ári að láta breyta Helgu Maríu úr frystitogara í ísfiskstogara og var samið við Alkor skipasmíðastöðin um verkið. Var skipið komið til Póllands um mánaðamót- in júní og júlí. –þá Fáir spenna beltin í aftur- sætunum LANDIÐ: Annar hver far- þegi í aftursæti leigubíla spennir ekki beltið sam- kvæmt talningu sem bílstjór- ar hjá Hreyfli/Bæjarleiðum gerðu fyrir VÍS helgarnótt eina á haustdögum. Þetta kemur fram í nýjasta tölu- blaði VÍS frétta. Af farþeg- unum 435 spenntu aðeins 218 beltin. Samkvæmt síð- ustu talningu VÍS á bílbelta- notkun ökumanna á höfuð- borgarsvæðinu voru 93,9% spenntir. Þessar niðurstöður sýna að víða er pottur brot- inn í beltanotkun og til að mynda leiða símakannanir Samgöngustofu í ljós tölu- verðan mun eftir því hvort ekið er innan og utan bæj- armarka. Um fjórðung- ur bæði bílstjóra og farþega hefur verið í bíl innanbæj- ar án öryggisbeltis hálfu ári eða skemur áður en könnun- in var gerð, á móti um tíunda hverjum utanbæjar. –þá 310 gr. lægri meðalvigt LANDIÐ: Nú liggja fyrir tölur um lambaslátrun á landinu í slát- urtíðinni í haust. Slátrað var alls 532.500 lömbum sem er um fjög- ur þúsund fleiri en á sama tíma 2012. Meðalþunginn var hins- vegar 310 grömmum lægri eða 15,99 kg saman borið við 16,30 kg. árið áður. Á vef Landssam- taka sauðfjárbænda segir að þetta þýði samdrátt í lambakjötsfram- leiðslu um tæplega 100 tonn. Þyngstu lömbin komu til slátr- unar hjá Norðlenska á Húsa- vík (16,55 kg) en þau léttustu hjá Sláturfélagi Suðurlands (15,68 kg). –mm Yfirlýsing vegna kjúklingakjöts LANDIÐ: „Ekkert erlent kjúk- lingakjöt hjá Ísfugli,“ er yfirskrift tilkynningar sem fyrirtækið sendi í lok síðustu viku. „Vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um sölu á erlendu kjúk- lingakjöti hérlendis vill Ísfugl árétta þá stefnu fyrirtækisins að bjóða viðskiptavinum sínum ein- göngu íslenskt alifuglakjöt. Þetta á bæði við um unnar afurðir fyr- irtækisins og óunnið kjöt af kjúk- lingum og kalkúnum. Eigendur Reykjabúsins, sem í áratugi hef- ur ræktað alifugla fyrir íslensk- an markað, eignuðust Ísfugl fyrir um ári síðan. Nýir eigendur tóku þá ákvörðun að hverfa algerlega frá sölu á erlendu kjúklingakjöti. Fyrirtækið náði þessu markmiði sínu í sumarlok. Eigendur Ísfugls hvetja stjórnvöld til þess að flýta gildistöku nýrra reglna um upp- runamerkingar á kjöti sem áætl- að er að taka upp hérlendis í des- ember á næsta ári. Merkingarn- ar eru sjálfsögð og eðlileg þjón- usta við neytendur sem eiga ský- lausan rétt á að vita hvort kjöt- ið sem þeim stendur til boða er íslenskt eða erlent,“ segir í til- kynningunni. –mm Á framhaldsaðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var á Hótel Hamri sl. föstudag var fjallað um tillögur að breyttu skipulagi og lögum. Í til- lögum starfshóps 2, Pálshópsins svokallaða, felast talsverðar breyt- ingar ef allar verða þær teknar til greina. Stærsta tillagan er um fjölda einstaklinga í stjórn. Ekki er vitað hvort samstaða verður um hana enda allróttæk breyting. Til- laga starfshópsins gerir ráð fyrir að öll sveitarfélög komi að stjórn SSV með einn fulltrúa. Í sam- þykkt framhaldsaðalfundar felst að skýrsla starfshóps um skipulag SSV verði send sveitarfélögum til um- fjöllunar og umsagnar. Ekki verði gerðar breytingar á samþykktum SSV varðandi stjórnarkjör fyrr en niðurstaða umsagna liggur fyrir, umfram það að halda aðalfund SSV fyrr á árinu og málþing á haustin. Stjórn getur á grundvelli umsagna sem berast kallað saman starfshóp- inn til frekari útfærslu á tillögum. Í tillögum starfshóps er þess get- ið að starfsemi Markaðsstofu Vest- urlands og Menningarsamnings Vesturlands séu í ákveðnu upp- námi. Ekki liggi enn fyrir samning- ur við ríkið um menningarsamning en þó er vitað að gert sé ráð fyr- ir fjármagni til menningarsamn- inga. Á framhaldsaðalfundinum var samþykkt að teknar verði upp viðræður við meðeigendur í Mark- aðsstofu Vesturlands ehf. með það að markmiði að framfylgja fram- komnum tillögum um að markaðs- setning verði verkefni innan skrif- stofu SSV. Komist aðilar að sam- komulagi á grundvelli þeirra til- lagna sem fyrir liggi muni það þýða að eigendur hlutafélagsins verði að setjast niður og finna vettvang til að leysa skuldabyrði félagsins. Þá var það álit framhaldsaðalfund- arins að þar sem nú ríki óvissa af hálfu ríkisins varðandi menningar- samninga er lagt til að leitað verði samninga við menningarfulltrúa um 50% starf til aprílloka næsta vor. Stjórn taki menningarsamning Vesturlands til skoðunar þegar for- sendur liggja fyrir og verði kannað- ur áhugi sveitarfélaga á áframhald- andi samstarfi um menningarmál. þá Tillögur frá framhaldsaðalfundi fái frekari umfjöllun í sveitastjórnum Bæjarstjórnarfundur unga fólksins Bæjarstjórnarfundur unga fólksins á Akranesi verður haldinn í bæj- arþingsalnum Stillholti á morg- un, miðvikudaginn 27. nóvem- ber og hefst kl. 17. Unglingar úr grunnskólunum á Akranesi, Þorp- inu, Arnardal og Hvíta húsinu auk Fjölbrautaskóla Vesturlands hafa framsögu og taka þátt í umræðum. Fundurinn er öllum opinn og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er at- hygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á vef Akraneskaupstaðar http://www. akranes.is/bein-utsending/, auk þess sem honum er útvarpað beint á FM 95,0. þá Ungt fólk að störfum á Akranesi. Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.