Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 16

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Skopmyndaskreytt úrval vísnaþátta úr Skessuhorni 252 síður – 1.760 tækifæris- og lausavísur - 128 skopteikningar Höfundar: Dagbjartur Dagbjartsson og Bjarni Þór Bjarnason Bráðsmellin bók sem passar ótrúlega vel í jólapappír! STOLIN KRÆKIBER Fæst í betri bókaverslunum og auk þess í nokkrum stórmörkuðum í desember. Einnig er hægt að panta bókina í síma 433 5500, á vef Skessuhorns eða á netfangið: tinna@skessuhorn.is og fá hana senda heim að kostnaðarlausu. Liðin vika var viðburðarík á síld- veiðunum við norðanvert Snæfells- nes. Miðvikudaginn 20. nóvem- ber dró skyndilega til tíðinda þegar síldveiðiskipin komust í mokveiði á stórri og fallegri síld inni á Grund- arfirði. Eftir langa aflatregðu birt- ist síldin í firðinum og menn áttu auðvelt með að fylla skipin á nokkr- um klukkustundum. Smábátar nir veiddu einnig vel. Síld var út um allan fjörð og háhyrningar mættu strax til veislunnar. Tveimur dög- um síðar barst svo fréttin sem allir höfðu beðið með ugg. Um hádegis- bil á föstudag var ljóst að hrygning- arstofn íslensku sumargotssíldar- innar væri byrjaður að synda und- ir brúna yfir Kolgrafafjörð og þar með inn í þá dauðagildru sem olli því að tugþúsundir tonna af síld drápust þar úr súrefnisskorti á síð- asta vetri. Miklar lóðningar og grænt ljós á veiðar ,,Við erum bara með dýptarmæli en þarna voru massalóðningar. Við sigldum undir brúna um tvöleit- ið í dag á útfallinu. Þarna eru meiri lóðningar en rétt utan við brúna. Við tókum einn hring þarna inni og sáum að þetta voru upp í 15 faðma (27 metra) þykkar breiður. Þetta var alveg hellingur,“ segir Arnar Krist- insson á Kidda RE við blaðamann Skessuhorns á föstudag. Arnar seg- ir að tiltölulega lítið væri utan við brúna þar sem báturinn var á lag- netaveiðum. Engin merki sáust um dauða síld í firðinum. Sama dag heimilaði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsherra síldveiðar án fyrirfram fenginna leyfa, innan brúar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi til og með þriðju- dagsins 26. nóvember 2013. Það voru fjórir dagar. Samkvæmt henni skyldi heimilt að veiða allt að 1.300 tonn fyrir innan brú. Í reglugerð sem fylgdi voru síðan viðbótar- ákvæði við gildandi reglugerð sem heimila smábátum að veiða 700 tonn af síld í Breiðafirði án skilyrða hvar þau eru veidd. Eigendum smá- bátanna var eftir sem áður gert að greiða 13 kr. gjald til ríkissjóðs fyr- ir hvert kíló sem þeir veiða af síld- inni. Með þessari aðgerð vonast ráðherrann til að veiðar geti hvoru tveggja bjargað verðmætum og haft mögulegan fælingarmátt þannig að síldin gangi fyrr aftur út úr firðin- um en ella. Ráðuneyti sjávarútvegs- mála hefur sömuleiðis tilkynnt að Hafrannsóknarstofnun muni í þess- ari viku hefja tilraunir með að fæla síldina burt með sérstökum útbún- aði sem gefur frá sér háhyrninga- hljóð. Menn þykjast vita að síldin forðist slík hljóð undir venjulegum kringumstæðum. „Fullur fjörður af síld“ Um helgina var talið að mjög mikið af síld væri komin inn á Kolgrafa- fjörð. Tugur smábáta voru þegar byrjaðir veiðar þar og sjómenn lýstu því svo að „fjörðurinn væri fullur af síld.“ Bæjarstjórnir Grundarfjarð- ar og Stykkishólms funduðu með hagsmunaaðilum á laugardag til að ræða ástandið þar sem margir hafa þungar áhyggjur af því að síldar- dauði síðasta vetrar endurtaki sig. Á laugardag voru einnig uppi bollaleggingar hvort og þá hvern- ig væri hægt að gera síldartrillun- um kleift að landa afla innan við brú í Kolgrafafirði svo þær þyrftu ekki að sigla ótt og títt undir brúna. „Það fylgir því hætta að sigla þarna undir. Þarna eru mikil straumköst og lítið má út af bera. Þar fyrir utan verða menn að sæta sjávarföllum og það setur mönnum auðvitað miklar skorður við veiðarnar. Annars segja sjómennirnir á trillunum að þeir sjái mikið af síld á fiskleitartækj- unum. Veiðin innan brúar dapr- aðist þó nokkuð eftir hádegi í dag. Aðeins eitt skip fékk afla utan við brúna. Það var Vilhelm Þorsteins- son EA sem náði um 800 tonna kasti. Það virðist því ekki mikið af síld þar úti nema hún sé þá ann- ars uppi í harða landi. Þetta er óút- reiknanlegur fiskur, síldin,“ sagði Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri í Grundarfirði í samtali við Skessu- horn síðdegis á laugardag. mþh Mikil óvissa og uggur í Kolgrafafirði Vísindamenn voru mættir með tæki og tól á laugardag til að mæla súrefnisstigið í Kolgrafafirði. Á meðan stunduðu trillurnar lagnetaveiðar innan brúar á meðan stóru skipin lónuðu eftir afla fyrir utan. Ljósm. tfk Þessi mynd var fyrsta sönnun þess að síldin er gengin inn í Kolgrafafjörð. Hún var tekin um hádegisbil á föstudag um borð í bátnum Kidda RE 89 sem var staddur innan við brúna yfir fjörðinn. Myndin er af skjá dýptarmælis og sýnir lóðningar af síld. Rauði liturinn á skjánum er síldin. Þétt síldarmergð var þá komin inn á fjörðinn. Þykkt torfunnar nær frá um sjö til tíu föðmum undir yfirborði niður á um 25 faðma. Það var Arnar Kristinsson á síldartrillunni Kidda RE 89 sem fyrstur uppgötvaði á föstudag að Breiðafjarðarsíldin væri nú á þessu síðhausti byrjuð að ganga inn í þá dauðagildru sem Kolgrafafjörður sýndi sig vera í fyrravetur. Ljósm. tfk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.