Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 26

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Þrátt fyrir að hafa lokið BA námi í sálfræði, unnið á auglýsingastofu, sem blaðamaður hjá Morgun- blaðinu og við kennslu, hafði hún enn ekki fundið sinn rétta vett- vang. Það var ekki fyrr en tíu árum eftir útskrift úr framhaldsskóla að hún rifjaði upp gamlan draum um að verða læknir og lét hann rætast. Blaðamaður ræddi við ofurkonuna Eyrúnu Baldursdóttir sem útskrif- aðist sem læknir fyrr á þessu ári. Þorði ekki í inntökuprófið Frá unga aldri hafði Eyrún mik- inn áhuga á líffræði. „Ég hef ver- ið 10-12 ára þegar ég byrjaði að læra líffræði og fannst hún fárán- lega spennandi. Hjartað, nýrun og meltingarvegurinn var eins og spennusaga fyrir mér,“ segir Eyrún og játar að strax þá hafi hugmynd- in um læknisfræðina verið komin í kollinn. Eftir að hún lauk stúdents- prófi af náttúrfræðibraut frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands um jól- in 1994 lá leiðin samt ekki í clau- sus í læknisfræði. „Ég þorði ekki í „claususinn“ því ég var hrædd um að komast ekki áfram. Í staðinn fyrir að reyna og kannski mistak- ast tók ég öruggari valkost um að finna annað nám,“ segir Eyrún. Anatómía á hjóli Það var ekki fyrr en Eyrún var 29 ára að hún lét slag standa. „Þegar Flóki maðurinn minn fór í mast- ersnám í Skotlandi reyndi ég að finna nám þar. Í þessari leit kvikn- aði bara allt í einu á peru. Það var eins og ég hefði skyndilega hug- rekki til að horfast í augu við að mig langaði í læknisfræði og hefði alltaf gert,“ segir Eyrún sem á þess- um tímapunkti komst inn í lækn- isfræði í Danmörku. Það fór því svo að hún og Flóki Guðmunds- son voru í fjarbúð í rúmt ár. „Ein- hvern veginn fannst mér styttra frá Danmörku til Skotlands en frá Ís- landi til Skotlands,“ segir Eyrún og hlær. „Hann kláraði masterinn í heimspeki í Skotlandi og á með- an las ég mér næstum til óbóta í læknisfræðinni í Danmörku. Ég nýtti allar stundir og hjólaði í og úr skólanum tautandi anatómíu og latnesk heiti í hverri ferð,“ bætir Eyrún við. Hagur af eldri læknanemum Það fór þó svo að þau komu aftur til Íslands úr fjarbúð í sambúð og Ey- rún hélt náminu áfram hér heima. „Ég þurfti reyndar að fara í inn- tökupróf sem byggir á námsskrá framhaldsskólanna og keppa um að verða ein af 48 efstu. Svo ég einhenti mér í að rifja upp framhaldsskólann á stuttum tíma og komst sem bet- ur fer inn. Þá fékk ég allt sem ég var búin með metið inn á annað ár,“ segir Eyrún og bendir á að það mætti breyta inntökuskilyrðum fyr- ir fólk sem er löngu búið með fram- haldsskóla. „Það er hagur af því að hafa lífsreynslubolta í læknisfræði,“ segir Eyrún. Ofurmaður Samhliða læknanáminu hafa Ey- rún og Flóki sambýlismaður henn- ar eignast tvær stelpur, þær Dýrleifu Kristínu 6 ára og Auði Eldey 2 ára. „Þetta væri náttúrulega ekki hægt ef maðurinn minn væri ekki svona duglegur. Fyrir utan það að vera fjáröflunarstjóri hjá UNICEF á Ís- landi þá er hann frábær faðir, kaup- ir í matinn, eldar og gerir það sem gera þarf, til að hlutirnir gangi upp. Hann er svona ofurmaður,“ seg- ir Eyrún, ánægð með sinn mann. Því það er jú erfitt að vera í krefj- andi námi og sinna um leið heimili og börnum. Ertu til í að kíkja á svolítið? Hjarta Eyrúnar slær í læknisfræð- inni. Hún er núna að ljúka kandí- datsárinu og vinnur dagvinnu á heilsugæslustöð sem kemur sér vel fyrir fjölskyldumynstrið en laun- in mættu vera hærri. „Grunnlaun lækna eru skammarlega lág. Sumir segja að læknar séu svo heppnir af því þeir geta unnið yfirvinnu. Hvaða foreldri vill meiri yfirvinnu?“ spyr hún. „En ég elska starfið mitt. Fólk leitar til lækna á viðkvæmum tíma og treystir þeim fyrir vandanum. Mér finnst dýrmætt að taka þátt í því og reyna að leysa hlutina á réttan hátt,“ segir hún. „Svo er bara um að gera að vera hress, hressleiki er mitt meðal. Það getur meira að segja ver- ið hressandi þegar ég er stödd t.d. í boði einhvers staðar og fólk notfær- ir sér að ég sé læknir. Ég er jafnvel dregin afsíðis og beðin um að kíkja á eitt og annað,“ segir hún. Eins og flestir sem ljúka kandí- datsárinu stefnir Eyrún á að sér- hæfa sig. „Það verður eitthvað sér- svið með breiða nálgun. Ætli ég velji ekki annað hvort heimilislækn- ingar eða öldrunarlækningar. Gam- alt fólk er svo þakklátt,“ segir geðugi læknirinn Eyrún sem heldur ótrauð áfram. Brynh. Stef. Söðlaði um og fór í læknisfræði Eyrún Baldursdóttir læknir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.