Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Side 43

Skessuhorn - 27.11.2013, Side 43
43ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Kveikt á jólatré Borgarbyggðar Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við Ráðhús) í Borgarnesi sunnudaginn 1. desember kl. 17.00. Dagskrá: Ávarp Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðaráðs Borgarbyggðar. Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar syngja og spila í umsjón Birnu Þorsteinsdóttur. Jólasveinar koma til byggða og gleðja okkur með söng og skemmtilegheitum. Freyjukórinn syngur nokkur jólalög undir stjórn Zsuzsönnu Budai. Níundi bekkur Grunnskólans í Borgarnesi mætir í jólaskapi og gefur gestum og gangandi heitt kakó. Ef veður verður slæmt verður athöfninni frestað. Hægt er að leita upplýsinga á vefnum www.borgarbyggd.is Framköllunarþjónustan við Brú- artorg hefur þjónað viðskiptavin- um sínum vel og dyggilega í tæp- an aldarfjórðung. Svanur Stein- arsson, eigandi búðarinnar, seg- ir að viðskiptavinir geti vænst þess að finna þar margt fallegt til að gefa sínum nánustu í jóla- gjöf. „Þungamiðjan í starfseminni er myndvinnslan en einnig selj- um við ljósmyndavörur, skó, fatn- að og armbandsúr. Auk þess sem við erum með umboð fyrir VÍS og Heimsferðir,“ segir Svanur sem segir fólk enn duglegt við að láta framkalla myndir þrátt fyrir allar tæknibreytingarnar á liðnum árum. „Auðvelt er að koma með myndir í framköllun og vek ég at- hygli á aðgengilegum vef okk- ar, www.framkollunarthjonust- an.is, þar sem hægt er að senda inn myndir til framköllunar. Við bjóðum síðan upp á að senda myndir út um allt land,“ bætir hann við. Viðskiptavinir eiga þess einnig kost að láta prenta mynd- ir sínar á striga, MDF plötur og álplötur. Svanur segir að á síðustu árum hafi Framköllunarþjónustan byrj- að að bjóða upp á aðrar vörur á borð við fatnað frá íslenska merk- inu Icewear en einnig heimaunn- ar sængur fylltar með hlýjum æð- ardúni frá Straumfirði á Mýrum. „Hér í Framköllunarþjónustunni er fjölbreytt úrval af gæðavörum og leitumst við sem fyrr að veita viðskiptavinum persónulega og góða þjónustu. Verið velkomin í Framköllunarþjónustuna!“ Í Bjargslandi í efri hluta Borgarness rekur Elfa Hauksdóttir hárgreiðslu- stofu sína. Hún hefur rek- ið stofuna í bænum í samtals 32 ár. Hárgreiðslustofa Elfu er til húsa í Höfðaholti 10 og er gengið inn í stofuna frá af- leggjaranum að bænum Bjargi í efri hluta bæjarins, en bíla- stæði viðskiptavina er einmitt að finna neðan við inngang stofunnar. Elfa hyggst taka vel á móti viðskiptavinum á að- ventunni og er stofan opin eftir pöntunum. „Ég er síðan á stof- unni yfir daginn. Opið verður fram að Þorláksmessu þannig að það verða næg tækifæri fyrir fólk að koma í klippingu fram að jólum.“ Á stofunni hefur Elfa einn- ig til sölu fjölbreyttar hárvör- ur fyrir konur og karla, t.d. frá lúxuslínu Wella. „Í tilefni jólanna býð ég síðan til sölu ilmkerti og jólasprey í Nöel línunni frá Crabtree og Evelyn. Ég hef selt þessar vörur fyr- ir jólin undanfarin ár og hafa þær ætíð notið mikilla vinsælda meðal viðskiptavina minna,“ segir Elfa sem hlakkar til að sjá sem flesta á aðventunni. Jólailmur í boði á Hárgreiðslustofu Elfu Elfa Hauksdóttir hárgreiðslumeistari við hlið varanna sem hún selur. Fjölbreytt úrval í Framköllunarþjónustunni Svanur Steinarsson með myndir sem prentaðar hafa verið á striga í Fram- köllunarþjónustunni. Myndin til vinstri er af Borg á Mýrum snemma á síðustu öld en hin af málverki Einars Ingimundarsonar af Flatey. Þóra Sif Svansdóttir mun standa vaktina í Framköllunarþjónustunni á aðventunni þar sem meðal annars verður hægt að kaupa vörur frá Icewear sem hér má sjá.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.