Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 43

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 43
43ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Kveikt á jólatré Borgarbyggðar Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við Ráðhús) í Borgarnesi sunnudaginn 1. desember kl. 17.00. Dagskrá: Ávarp Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðaráðs Borgarbyggðar. Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar syngja og spila í umsjón Birnu Þorsteinsdóttur. Jólasveinar koma til byggða og gleðja okkur með söng og skemmtilegheitum. Freyjukórinn syngur nokkur jólalög undir stjórn Zsuzsönnu Budai. Níundi bekkur Grunnskólans í Borgarnesi mætir í jólaskapi og gefur gestum og gangandi heitt kakó. Ef veður verður slæmt verður athöfninni frestað. Hægt er að leita upplýsinga á vefnum www.borgarbyggd.is Framköllunarþjónustan við Brú- artorg hefur þjónað viðskiptavin- um sínum vel og dyggilega í tæp- an aldarfjórðung. Svanur Stein- arsson, eigandi búðarinnar, seg- ir að viðskiptavinir geti vænst þess að finna þar margt fallegt til að gefa sínum nánustu í jóla- gjöf. „Þungamiðjan í starfseminni er myndvinnslan en einnig selj- um við ljósmyndavörur, skó, fatn- að og armbandsúr. Auk þess sem við erum með umboð fyrir VÍS og Heimsferðir,“ segir Svanur sem segir fólk enn duglegt við að láta framkalla myndir þrátt fyrir allar tæknibreytingarnar á liðnum árum. „Auðvelt er að koma með myndir í framköllun og vek ég at- hygli á aðgengilegum vef okk- ar, www.framkollunarthjonust- an.is, þar sem hægt er að senda inn myndir til framköllunar. Við bjóðum síðan upp á að senda myndir út um allt land,“ bætir hann við. Viðskiptavinir eiga þess einnig kost að láta prenta mynd- ir sínar á striga, MDF plötur og álplötur. Svanur segir að á síðustu árum hafi Framköllunarþjónustan byrj- að að bjóða upp á aðrar vörur á borð við fatnað frá íslenska merk- inu Icewear en einnig heimaunn- ar sængur fylltar með hlýjum æð- ardúni frá Straumfirði á Mýrum. „Hér í Framköllunarþjónustunni er fjölbreytt úrval af gæðavörum og leitumst við sem fyrr að veita viðskiptavinum persónulega og góða þjónustu. Verið velkomin í Framköllunarþjónustuna!“ Í Bjargslandi í efri hluta Borgarness rekur Elfa Hauksdóttir hárgreiðslu- stofu sína. Hún hefur rek- ið stofuna í bænum í samtals 32 ár. Hárgreiðslustofa Elfu er til húsa í Höfðaholti 10 og er gengið inn í stofuna frá af- leggjaranum að bænum Bjargi í efri hluta bæjarins, en bíla- stæði viðskiptavina er einmitt að finna neðan við inngang stofunnar. Elfa hyggst taka vel á móti viðskiptavinum á að- ventunni og er stofan opin eftir pöntunum. „Ég er síðan á stof- unni yfir daginn. Opið verður fram að Þorláksmessu þannig að það verða næg tækifæri fyrir fólk að koma í klippingu fram að jólum.“ Á stofunni hefur Elfa einn- ig til sölu fjölbreyttar hárvör- ur fyrir konur og karla, t.d. frá lúxuslínu Wella. „Í tilefni jólanna býð ég síðan til sölu ilmkerti og jólasprey í Nöel línunni frá Crabtree og Evelyn. Ég hef selt þessar vörur fyr- ir jólin undanfarin ár og hafa þær ætíð notið mikilla vinsælda meðal viðskiptavina minna,“ segir Elfa sem hlakkar til að sjá sem flesta á aðventunni. Jólailmur í boði á Hárgreiðslustofu Elfu Elfa Hauksdóttir hárgreiðslumeistari við hlið varanna sem hún selur. Fjölbreytt úrval í Framköllunarþjónustunni Svanur Steinarsson með myndir sem prentaðar hafa verið á striga í Fram- köllunarþjónustunni. Myndin til vinstri er af Borg á Mýrum snemma á síðustu öld en hin af málverki Einars Ingimundarsonar af Flatey. Þóra Sif Svansdóttir mun standa vaktina í Framköllunarþjónustunni á aðventunni þar sem meðal annars verður hægt að kaupa vörur frá Icewear sem hér má sjá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.