Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 44

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Verslunarmiðstöðin Hyrnu-torg við Borgarbraut hef-ur verið miðstöð verslun- ar í Borgarnesi í 13 ár, en mið- stöðin var sú fyrsta sinnar tegund- ar á Vesturlandi. Vígsla Hyrnu- torgs fór fram með pompi og prakt sunnudaginn 26. nóvember árið 2000, einungis sex mánuðum frá því að bygging hússins hófst. Þótti byggingarhraðinn tíðindum sæta. Skessuhorn fjallaði um vígsluna á sínum tíma og greindi blaðið frá því að um þrjú þúsund gestir hafi lagt leið sína í Hyrnutorg á opnun- ardaginn og hafi gestir tekið nýja húsinu vel. Tilkoma Hyrnutorgs markaði tímamót í verslunarlífi Borgfirðinga en að byggingu húss- ins stóð fyrirtækið Borgarland ehf. í eigu Kaupfélags Borgfirðinga, Olíufélagsins og Samvinnulífeyr- issjóðsins. Í dag er Borgarland ehf. enn í eigu Kaupfélags Borgfirðinga auk annarra aðila. Þegar Hyrnutorg var opnað voru tíu fyrirtæki með starfsemi í húsinu; matvöruverslun Kaup- félags Borgfirðinga, ÁTVR, Punt- stráið, Sparisjóður Mýrasýslu, Rakarastofa Hauks, tölvuverslun Íslenskrar upplýsingatækni, Vá- tryggingafélag Íslands, Skóbúðin Borg, Blómabúð Dóru og Borgar- ness Apótek. Síðan hafa fyrirtæki komið og farið og sum hver skipt um eigendur og nafn, en enn þann dag í dag eru öll rými í notkun. Í dag eru með starfsemi í húsinu: Nettó, Lyfja, Markaðsstofa Vestur- lands sem rekur í húsinu Upplýs- ingamiðstöð ferðamanna, Borgar- sport, Verslunin Kristý, Solo hár- snyrtistofa, Vínbúðin, Knapinn og Sjúkraþjálfun Halld óru. Fyrirtæk- in kappkosta sem fyrr við að veita gestum Hyrnutorgs góða þjón- ustu og tryggja þeim gæðavörur á góðu verði. Hyrnutorg er því sem fyrr ákjós- anlegur vettvangur jólaverslunar- innar í Borgarnesi og finna gest- ir hússins þar öll helstu aðföng til jólahaldsins, allt undir einu þaki. Fjöldi bílastæða er við Hyrnutorg. Kaffiþyrstir þurfa svo ekki að ör- vænta meðan verslað er, því snot- urt kaffihorn er á gangi torgsins sem Verslunin Kristý hefur um- sjón með. Verið velkomin í Hyrnutorg! Allt undir einu þaki í Hyrnutorgi Hyrnutorg í Borgarnesi. Frá jólaösinni í Hyrnutorgi fyrir síðustu jól. Þægileg jólastemning er ætíð í húsinu í aðdraganda jóla. Oftar en ekki eru óvæntar uppákomur í Hyrnutorgi. Hér sjást heimamennirnir Orri Sveinn Jónsson og Halldór Hólm Kristjánsson leika jólalög fyrir gesti Hyrnutorgs. Jólaborðið í verslun Nettó. Séð inn Hyrnutorg. Á ganginum geta gestir tyllt sér niður og keypt sér gæðakaffi í sjálfsala sem Oddný Bragadóttir í Versluninni Kristý sér um. Konur í Lionsklúbbnum Öglu við sölu á jóladagatölum á aðventunni í Hyrnutorgi í fyrra. Lionsklúbbarnir í Borgarnesi, auk annarra góðgerðarfélaga í héraðinu, eru oft á ferðinni með uppákomur í Hyrnutorgi, sem er öðrum þræði miðstöð mannlífs í bænum. Frá fjöltefli í Hyrnutorgi á Skákdeginum. Stórmeistarinn Helgi Ólafsson á leik. Nóg að gera í verslun Nettó.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.