Skessuhorn - 27.11.2013, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013
Verslunarmiðstöðin Hyrnu-torg við Borgarbraut hef-ur verið miðstöð verslun-
ar í Borgarnesi í 13 ár, en mið-
stöðin var sú fyrsta sinnar tegund-
ar á Vesturlandi. Vígsla Hyrnu-
torgs fór fram með pompi og prakt
sunnudaginn 26. nóvember árið
2000, einungis sex mánuðum frá
því að bygging hússins hófst. Þótti
byggingarhraðinn tíðindum sæta.
Skessuhorn fjallaði um vígsluna á
sínum tíma og greindi blaðið frá
því að um þrjú þúsund gestir hafi
lagt leið sína í Hyrnutorg á opnun-
ardaginn og hafi gestir tekið nýja
húsinu vel. Tilkoma Hyrnutorgs
markaði tímamót í verslunarlífi
Borgfirðinga en að byggingu húss-
ins stóð fyrirtækið Borgarland ehf.
í eigu Kaupfélags Borgfirðinga,
Olíufélagsins og Samvinnulífeyr-
issjóðsins. Í dag er Borgarland ehf.
enn í eigu Kaupfélags Borgfirðinga
auk annarra aðila.
Þegar Hyrnutorg var opnað
voru tíu fyrirtæki með starfsemi
í húsinu; matvöruverslun Kaup-
félags Borgfirðinga, ÁTVR, Punt-
stráið, Sparisjóður Mýrasýslu,
Rakarastofa Hauks, tölvuverslun
Íslenskrar upplýsingatækni, Vá-
tryggingafélag Íslands, Skóbúðin
Borg, Blómabúð Dóru og Borgar-
ness Apótek. Síðan hafa fyrirtæki
komið og farið og sum hver skipt
um eigendur og nafn, en enn þann
dag í dag eru öll rými í notkun. Í
dag eru með starfsemi í húsinu:
Nettó, Lyfja, Markaðsstofa Vestur-
lands sem rekur í húsinu Upplýs-
ingamiðstöð ferðamanna, Borgar-
sport, Verslunin Kristý, Solo hár-
snyrtistofa, Vínbúðin, Knapinn og
Sjúkraþjálfun Halld óru. Fyrirtæk-
in kappkosta sem fyrr við að veita
gestum Hyrnutorgs góða þjón-
ustu og tryggja þeim gæðavörur á
góðu verði.
Hyrnutorg er því sem fyrr ákjós-
anlegur vettvangur jólaverslunar-
innar í Borgarnesi og finna gest-
ir hússins þar öll helstu aðföng til
jólahaldsins, allt undir einu þaki.
Fjöldi bílastæða er við Hyrnutorg.
Kaffiþyrstir þurfa svo ekki að ör-
vænta meðan verslað er, því snot-
urt kaffihorn er á gangi torgsins
sem Verslunin Kristý hefur um-
sjón með.
Verið velkomin í Hyrnutorg!
Allt undir einu þaki í Hyrnutorgi
Hyrnutorg í Borgarnesi.
Frá jólaösinni í Hyrnutorgi fyrir síðustu jól. Þægileg jólastemning er ætíð í húsinu
í aðdraganda jóla.
Oftar en ekki eru óvæntar uppákomur
í Hyrnutorgi. Hér sjást heimamennirnir
Orri Sveinn Jónsson og Halldór Hólm
Kristjánsson leika jólalög fyrir gesti
Hyrnutorgs. Jólaborðið í verslun Nettó.
Séð inn Hyrnutorg. Á ganginum geta gestir tyllt sér niður og keypt sér gæðakaffi í
sjálfsala sem Oddný Bragadóttir í Versluninni Kristý sér um.
Konur í Lionsklúbbnum Öglu við sölu á jóladagatölum á
aðventunni í Hyrnutorgi í fyrra. Lionsklúbbarnir í Borgarnesi,
auk annarra góðgerðarfélaga í héraðinu, eru oft á ferðinni með
uppákomur í Hyrnutorgi, sem er öðrum þræði miðstöð mannlífs
í bænum.
Frá fjöltefli í Hyrnutorgi á Skákdeginum. Stórmeistarinn
Helgi Ólafsson á leik.
Nóg að gera í verslun Nettó.