Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Page 45

Skessuhorn - 27.11.2013, Page 45
45ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Margt fallegt er að sjá og fá í versluninni Kristý í Hyrnutorgi. Verslunin er rekin af hönnuðinum Oddnýju Þórunni Bragadóttur. Í Kristý er sala á haganlega hönnuðum skart- gripum í öndvegi á borð við arm- bönd, hálsmen og eyrnalokka sem gerðir eru ýmist úr gulli, silfri eða stáli. „Ég er t.d. að selja núna gull- fyllta skartgripi sem hafa átt upp á pallborðið á allra síðustu árum. Gullfyllingin tryggir betri endingu á gripunum, svo dæmi sé tekið, og eru á lægra verði en skartgrip- ir sem eru úr gegnheilu gulli. Þessa skartgripi flyt ég inn, en að auki sel ég vörur sem ég hef hannað sjálf.“ Jafnhliða skartgripunum sel- ur Oddný glæsilegan skófatnað í Kristý, að stærstum hluta dömuskó frá hinu þekkta gæðamerki Ecco. Ein helsta nýjung verslunarinnar eru síðan svokallaðar framlenging- ar við dömuskó, en um er að ræða hönnun Oddnýjar sjálfrar. „Hug- myndin spratt út frá því að ég varð þess áskynja að sumar konur áttu í vanda með að finna sér skófatnað á borð við stígvél út af sverum kálf- um. Framlengingin leysir þenn- an vanda og er einfaldlega fest við skóinn með frönskum rennilás,“ segir Oddný en hún selur fram- lengingarnar með fjölbreyttu útliti. „Ég sel einnig föt í búðinni af ýmsum gerðum fyrir konur, svo sem frá franska tískuvörumerk- inu La El Couture og loks frá ástr- ölsku merkjunum Kita-Ku og Sammaya Moods, en þeir fram- leiðendur sérhæfa sig í stórum stærðum. Að auki er fjöldi annarra vara í boði og hvet ég alla til að koma og skoða úrvalið.“ Oddný vildi að lokum minna á heimasíðu verslunarinnar: www. kristy.is, en þar er að finna að- gengilega vefverslun. Að auki er Kristý á Facebook. „Ég býð alla hjartanlega velkomna í búðina og minni á að í desember verða tæki- færistilboð alla fimmtudaga og föstudaga. Sérstaklega býð ég síðan alla eiginmenn velkomna í Kristý á aðventunni og er tilbúin að veita þeim góð ráð í leit sinni að jólagjöf fyrir eiginkonuna.“ Oddný við búðarborðið í versluninni. Eins og sjá má er þar að finna mikið úrval af fallegum skartgripum. Gjöfina fyrir dömuna er að finna hjá Kristý Oddný Lára Bragadóttir kaupmaður í versluninni Kristý með framlenginguna góðu sem er hennar eigin hönnun. Verslunin Kristý í Hyrnutorgi. - Lifi› heil Gleðilegar gjafir í alla pakka www.lyfja.is Mundu eftir jólahandbók Lyfju Lyfja hefur að bjóða gjafavöru í úrvali fyrir alla fjölskylduna. Hjá okkur færðu fallegar gjafir sem koma sér ávallt vel. Hver sem árstíðin er þá höfum við alltaf sama takmark: Við stefnum að vellíðan. Borgarnesi Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.