Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Page 50

Skessuhorn - 27.11.2013, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Verslun Omnis við Borg-arbraut 61 í Borgarnesi verður stútfull af flottum tækni- og tölvuvörum á aðvent- unni og ættu viðskiptavinir versl- unarinnar því ekki að örvænta þegar kemur að vali á tækjum og tólum í jólapakkann. „Búðin er auðug af allskyns tölvu- og tækni- vörum frá heitustu merkjunum á markaðinum allt frá snjallsímum til borðtölva,“ segir Ómar Örn Ragnarsson rekstrarstjóri verslana Omnis á Vesturlandi, en Omn- is rekur einnig verslun á Akranesi. „Myndavélar frá Canon, Nikon og GoPro skipa einnig ríkan sess í búðinni sem og flatskjáir, prent- arar, hátalarar og útvörp svo eitt- hvað sé nefnt. Við erum einnig með umboð fyrir Símann þannig að fólk getur tryggt sér símkort, 3G punga og fyrsta flokks net- tenginu hjá okkur,“ segir Ómar. Hann segir Omnis vera vak- andi fyrirtæki fyrir öllu því nýja sem veröld tölvutækninnar er að þróa og geta viðskiptavinir feng- ið að prófa nýjasta undur geir- ans á aðventunni. „Um er að ræða sýndarveruleikagleraugun Occu- lus Rift sem verða sett á mark- að fljótlega eftir áramót. Við höf- um fengið til okkar í Borgarnes prufuútgáfu af gleraugunum og geta viðskiptavinir okkar fengið að prófa þau fram að jólum. Þetta er alveg mögnuð græja sem mun örugglega valda byltingu í tækni- heiminum á næstu misserum,“ segir Ómar. Blaðamaður fékk að prófa gleraugun og tók sér far með rússíbana í sýndarveruleik- anum sem hann fann sig í og var upplifun hans afar raunveruleg og eftirminnileg. Omnis mun einnig kynna til leiks JXD leikjavélina, þetta er fyrsta Android leikjatölvan í heimi með öllum klassísku tökkunum ásamt fimm tommu kristaltærum snert- iskjá í háskerpu og ótrúlegu úr- vali af leikjum, allt frá gömlu og góðu PacMan leikjunum til nýj- ustu Android hasarleikjanna. Önnur nýjung er frá þýska merkinu EasyPix sem eru vandað- ar vörur á góðu verði sem Omn- is flytur sjálft inn. „Meðal annars verðum við með GoXtreme has- armyndavélar frá EasyPix. Þetta eru gjafirnar fyrir hina skapandi framtíðarleikstjóra en einnig til gagns og gamans. EasyPix vélarn- ar taka upp bæði myndskeið og ljósmyndir en þær eru handhæg- ar og léttar og því hægt að koma þeim fyrir á óvenjulegum stöð- um. Aukahlutir fylgja með vélun- um og er hægt að festa vélina við hjálm á meðan hjólað er svo dæmi sé tekið. Þá munum við einn- ig selja sérstaka EasyPet útgáfu af EasyPix sem hægt er að koma fyrir á ól á gæludýrinu, svo sem á heimiliskettinum. Vélin tekur upp myndskeið og getur fólk því fengið fróðlega innsýn í líf gælu- dýrsins,“ segir Ómar sem minn- ir einnig á skannana frá EasyPix sem á einfaldan hátt geta skann- að inn gömlu filmurnar auk slides mynda inn í tölvuna. „Tækniheimurinn er skemmti- legur heimur að vasast í og eru nýjungar hans óþrjótandi. Það er okkur í Omnis sannur heiður að tryggja viðskiptavinum okkar það nýjasta sem í boði er í honum,“ segir Ómar að lokum og býður alla hjartanlega velkomna í Omn- is á aðventunni. Gæðavörur og nýjasta tækni í öndvegi hjá Omnis Ómar Örn Ragnarsson í kunnuglegum félagsskap Nikon og GoPro myndavéla, hátalara og spjaldtölva. Fjölbreytt úrval flatskjáa er að finna í Omnis, t.d. frá Panasonic og Philips, og sumir með Smart TV stýrikerfi. Omnis á í samstarfi við Sjónvarpsmiðstöðina og Heimilistæki í Reykjavík og býður viðskiptavinum upp á sömu verð og þar eru í boði. Hágæða fartölvur og borðtölvur eru til sölu í Omnis. Farþegi í rússíbana framtíðarinnar. Hér sést blaðamaður gera tilraun til að halda jafnvægi með Occulus Rift sýndarveruleikagleraugun sem við- skiptavinir Omnis geta fengið að prófa á aðventunni. Nýja Android JXD leikjavélin. EasyPet myndavélin frá EasyPix á eftir á slá í gegn hjá dýraunnendum. EasyPix skanninn skannar inn gömlu filmurnar auk slides mynda inn í tölvu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.