Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 50

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Verslun Omnis við Borg-arbraut 61 í Borgarnesi verður stútfull af flottum tækni- og tölvuvörum á aðvent- unni og ættu viðskiptavinir versl- unarinnar því ekki að örvænta þegar kemur að vali á tækjum og tólum í jólapakkann. „Búðin er auðug af allskyns tölvu- og tækni- vörum frá heitustu merkjunum á markaðinum allt frá snjallsímum til borðtölva,“ segir Ómar Örn Ragnarsson rekstrarstjóri verslana Omnis á Vesturlandi, en Omn- is rekur einnig verslun á Akranesi. „Myndavélar frá Canon, Nikon og GoPro skipa einnig ríkan sess í búðinni sem og flatskjáir, prent- arar, hátalarar og útvörp svo eitt- hvað sé nefnt. Við erum einnig með umboð fyrir Símann þannig að fólk getur tryggt sér símkort, 3G punga og fyrsta flokks net- tenginu hjá okkur,“ segir Ómar. Hann segir Omnis vera vak- andi fyrirtæki fyrir öllu því nýja sem veröld tölvutækninnar er að þróa og geta viðskiptavinir feng- ið að prófa nýjasta undur geir- ans á aðventunni. „Um er að ræða sýndarveruleikagleraugun Occu- lus Rift sem verða sett á mark- að fljótlega eftir áramót. Við höf- um fengið til okkar í Borgarnes prufuútgáfu af gleraugunum og geta viðskiptavinir okkar fengið að prófa þau fram að jólum. Þetta er alveg mögnuð græja sem mun örugglega valda byltingu í tækni- heiminum á næstu misserum,“ segir Ómar. Blaðamaður fékk að prófa gleraugun og tók sér far með rússíbana í sýndarveruleik- anum sem hann fann sig í og var upplifun hans afar raunveruleg og eftirminnileg. Omnis mun einnig kynna til leiks JXD leikjavélina, þetta er fyrsta Android leikjatölvan í heimi með öllum klassísku tökkunum ásamt fimm tommu kristaltærum snert- iskjá í háskerpu og ótrúlegu úr- vali af leikjum, allt frá gömlu og góðu PacMan leikjunum til nýj- ustu Android hasarleikjanna. Önnur nýjung er frá þýska merkinu EasyPix sem eru vandað- ar vörur á góðu verði sem Omn- is flytur sjálft inn. „Meðal annars verðum við með GoXtreme has- armyndavélar frá EasyPix. Þetta eru gjafirnar fyrir hina skapandi framtíðarleikstjóra en einnig til gagns og gamans. EasyPix vélarn- ar taka upp bæði myndskeið og ljósmyndir en þær eru handhæg- ar og léttar og því hægt að koma þeim fyrir á óvenjulegum stöð- um. Aukahlutir fylgja með vélun- um og er hægt að festa vélina við hjálm á meðan hjólað er svo dæmi sé tekið. Þá munum við einn- ig selja sérstaka EasyPet útgáfu af EasyPix sem hægt er að koma fyrir á ól á gæludýrinu, svo sem á heimiliskettinum. Vélin tekur upp myndskeið og getur fólk því fengið fróðlega innsýn í líf gælu- dýrsins,“ segir Ómar sem minn- ir einnig á skannana frá EasyPix sem á einfaldan hátt geta skann- að inn gömlu filmurnar auk slides mynda inn í tölvuna. „Tækniheimurinn er skemmti- legur heimur að vasast í og eru nýjungar hans óþrjótandi. Það er okkur í Omnis sannur heiður að tryggja viðskiptavinum okkar það nýjasta sem í boði er í honum,“ segir Ómar að lokum og býður alla hjartanlega velkomna í Omn- is á aðventunni. Gæðavörur og nýjasta tækni í öndvegi hjá Omnis Ómar Örn Ragnarsson í kunnuglegum félagsskap Nikon og GoPro myndavéla, hátalara og spjaldtölva. Fjölbreytt úrval flatskjáa er að finna í Omnis, t.d. frá Panasonic og Philips, og sumir með Smart TV stýrikerfi. Omnis á í samstarfi við Sjónvarpsmiðstöðina og Heimilistæki í Reykjavík og býður viðskiptavinum upp á sömu verð og þar eru í boði. Hágæða fartölvur og borðtölvur eru til sölu í Omnis. Farþegi í rússíbana framtíðarinnar. Hér sést blaðamaður gera tilraun til að halda jafnvægi með Occulus Rift sýndarveruleikagleraugun sem við- skiptavinir Omnis geta fengið að prófa á aðventunni. Nýja Android JXD leikjavélin. EasyPet myndavélin frá EasyPix á eftir á slá í gegn hjá dýraunnendum. EasyPix skanninn skannar inn gömlu filmurnar auk slides mynda inn í tölvu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.