Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Side 52

Skessuhorn - 27.11.2013, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Jólastemningin er komin til okkar í TK hársnyrtistofu í gamla pósthúsinu við Borg- arbraut,“ segir María Júlía Jóns- dóttir eigandi stofunnar og ein af þremur hársnyrtimeisturum sem þar starfa, en með henni eru þær Jóhanna Lóa Sigurbergsdóttir og Auður Ásta Þorsteinsdóttir. TK hársnyrtistofa var opnuð í gamla pósthúsinu í fyrravor. Húsnæðið var skemmtilega endurhannað og blasir þar nú við rúmgóð og ný- tískuleg hársnyrtistofa sem eftir er tekið. „Viðtökurnar hafa verið góðar á nýja staðnum og er okk- ur sönn ánægja að vera með stof- una hér í gamla bænum í Borgar- nesi. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna til okkar og ekki er úr vegi fyrir fólk að nota tækifærið í jólaamstrinu og skella sér í stól- inn hjá okkur,“ segir Júlía. Í TK hársnyrtistofu eru seldar hárvörur frá Label M, Milk shake og D:fi svo eitthvað sé nefnt, en einnig hárblásarar, sléttu- og krullujárn frá HH Simonsen. „Þetta eru frábærar vörur sem fara einstaklega vel með hárið og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við erum með ýmis jólatil- boð á vörum og má þar m.a finna fallega jólagjafapakkningar frá Label M,“ bætir hún við, en einn- ig eru seld gjafakort í TK snið- in að þörfum hvers og eins við- skiptavinar, tilvalin í jólapakkann. „Við minnum síðan fólk á að við erum með Facebook síðu sem við hvetjum alla til að líka við,“ segir Júlía. Hún hlakkar til að sjá sem flesta í TK á næstunni ekki síst á svokölluðu Aðventurölti sem fyrirtækin í gamla bænum í Borgarnesi standa fyrir föstudags- kvöldið 6. desember nk. „Þá mun Theodóra Mjöll vera hjá okk- ur og kynna og árita nýju bók- ina sína „Lokkar.“ Einnig mun hún leiðbeina viðskiptavinum og kenna þeim réttu trixin,“ segir Júlía að lokum. Tryggðu þér jólaklippingu í TK hársnyrtistofu Tríóið í TK við stólana, f.v. Jóhanna Lóa Sigurbergsdóttir, María Júlía Jónsdóttir og Auður Ásta Þorsteinsdóttir. Gott rými er í TK og eiga viðskiptavinir þess kosts að fá nudd í nuddstól meðan hárið er undirbúið fyrir klippingu. Gæðahárvörur fást í TK, einnig í sérstökum jólapakkningum. Opnunartími um jól og áramót í Íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar 2013 Sundlaugin í Borgarnesi 23. des. Þorláksmessa opið kl. 6:30 - 18 24. des. Aðfangadagur opið kl. 9:00 – 12 25. des. Jóladagur lokað 26. des. Annar í jólum lokað 27. des. opið 6:30 – 22:00 28. des. opið 9:00 – 18:00 29. des. opið 9:00 – 18.00 30. des. opið 6:30 – 22:00 31. des. Gamlársdag opið kl. 9:00 – 12 1. janúar Nýársdagur lokað Sundlaugin á Varmalandi lokuð Sundlauginn á Kleppjárnsreykjum 23. des. Þorláksmessa 9:00 – 16:00 24. des. Aðfangadagur lokað 25. des. Jóladagur lokað 26. des. Annar í jólum lokað 27. des. opið kl. 9 – 16 28. des. lokað 29. des. lokað 31. des. Gamlársdag lokað 1. janúar Nýársdagur lokað

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.