Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Page 53

Skessuhorn - 27.11.2013, Page 53
53ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Viðburðir um allan bæ dans, söngur og gleði Hver veit nema jólasveinar láti sjá sig Jólaleikir verða í Borgarnesi allan desembermánuð Þeir sem versla fyrir 5.000 kr. eða meira í völdum verslunum fá frítt á sýningar í Edduveröld og Landnámssetri Verslanir opnar kl. 10.00 – 22.00 þennan dag Verslum í heimabyggð! Borgarnesi 21. desember 2013 Jólakötturinn Taktu daginn frá! S K E S S U H O R N 2 01 3 Landnámssetur Íslands við Brákarpoll í gamla bæn-um er einn vinsælasti áfangastaðurinn í Borgarnesi. Setrið er helgað landnámi Ís- lands og einni þekktustu Íslend- ingasögunni, sögunni af Mýra- manninum Agli Skallagrímssyni. Veitingahús Landnámsseturs- ins hefur einnig heillað marga gesti en þar eru reglulega haldn- ir tónleikar með þekktu íslensku tónlistarfólki. Söguloftið hefur að auki átt vinsæld um að fagna þar sem fram hafa farið eftir- tektaverðar leiksýningar og frá- sagnakvöld. Og ekki er allt upp talið. Í Landnámssetrinu er einnig að finna glæsilega gjafavöruversl- un sem sérhæfir sig í að bjóða upp á íslenskar vörur í bestu gæðum. Verslunin er kennd við Þóru Hlaðhönd, móðir Ásgerð- ar konu Egils, en eins og við- urnefni hennar gefur til kynna var hún þekkt fyrir að vera hlað- in skarti. Að sögn Áslaugar Þor- valdsdóttur rekstrarstjóra Land- námssetursins er fjölbreytt úr- val af margskonar gjafavöru að finna hjá Þóru Hlaðhönd sem allar eru tilvaldar í jólapakk- ann. „Við leitumst við að bjóða upp á íslenskt handverk af ýms- um gerðum í versluninni, allt frá matarsalti og tei til bóka og skrautmuna. Stöðugt erum við að bæta við einhverju nýju. Má í því samabandi nefna jólalö- berinn Laufabrauð frá hönn- uðinum Hugrúnu Ívarsdóttur hjá merklegt.is, sem gerir einn- ig fallegar svuntur og diska- mottur svo dæmi sé tekið,“ seg- ir Áslaug. Hún býður alla hjart- anlega velkomna í heimsókn í Landnámssetrið á aðventunni. Að lokum minnir hún á að í des- ember verður frítt á sýningar í Landnámssetrinu fyrir fólk sem verslað hefur fyrir 5000 krón- ur eða meira í völdum verslun- um í Borgarnesi. „Því borgar sig að geyma kvittanir eftir verslun- arferðina.“ Íslenskar vörur í hávegum hjá Þóru Hlaðhönd í Landnámssetrinu Áslaug Þorvaldsdóttir með jólalöberinn Laufabrauð. Gott úrval er hjá Þóru Hlaðhönd í Landnámssetrinu. Vörurnar frá Hugrúnu Ívarsdóttur fást hjá Þóru Hlaðhönd.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.