Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 68

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Framkvæmdir eru nú að komast á lokastig að Vegamótum á Snæ- fellsnesi. Þarna er greinilega mikil gróska. Það er verið að reisa gisti- hús. Staðurinn hefur einnig fengið nýtt nafn. Gömlu Vegamótin heita nú Rjúkandi og draga þannig nafn sitt af því að vera á háhitasvæði. Ungt fólk með framtíðina fyrir sér í ferðaþjónustu er að hasla sér völl á þessum stað. „Mér finnst ferða- mannaiðnaðurinn afar spennandi á Íslandi. Við hér á Snæfellsnesi höf- um upp á svo ótrúlega mikið að bjóða. Ef við tökum okkur sam- an hér á svæðinu og styrkjum okk- ar bönd og vinnum saman þá eigum við að geta boðið upp á algera para- dís fyrir gesti sem koma til Íslands. Ferðamannatímabilið er að lengjast og sífelllt fleiri koma til landsins“ segir Sigrún Erla Eyjólfsdóttir. Uppbyggingg nýtt nafn Það er mikill hugur í fólki á Rjúk- anda á Vegamótum „Við ætlum Framfarafélag Borgfirðinga held- ur jólamarkað laugardaginn 7. des- ember næstkomandi. Markaðurinn verður haldinn í gömlu hlöðunni í Nesi í Reykholtsdal. Fjölbreytnin verður mikil. „Snorrastofa verð- ur með bækur og hljómdiska, það verður ýmiss konar handverk frá okkar hagasta fólki. Þarna verð- ur Árni í Árdal með eitthvað góð- gæti, Guðrún í Hespu, Mýranaut, geitabændur, Erpsstaðabændur og kvenfélagið með heilmikið úrval. Einnig verður Nanna í Sólbyrgi í félagsskapnum en hún stendur að Ljómalind,“ segja þær Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir og Bryn- dís Geirsdóttir sem báðar sitja í stjórn Framfarafélags Borgarfjarð- ar. Listinn er þó ekki tæmandi. Mikil stemning hefur mynd- ast fyrir sveitamörkuðum undan- farin ár. „Beint frá býli“ er öflugt í landshlutanum. Eftirspurnin eft- ir fersku hráefni, beint úr heima- byggð er að aukast jafnt og þétt. Vesturland státar af mikilli fjöl- breytni í þessum efnum. „Fólk er orðið meðvitað um hvað það vill borða og eyða fjármunum sínum í. Það kýs frekar að kaupa vörur sem eru ekki unnar af börnum í nauð- ungarvinnu eða matvöru sem búið er að drekkja í aukaefnum. Við erum svo heppin hér á landi að þurfa ekki að nota slík efni í þess- um mæli. Neytendur vilja kaupa heilbrigða vöru og hafa gaman af því að geta keypt beint af fram- leiðendum,“ halda þær áfram. „Ég er svo hrifin af öllu þessu góða hráefni sem íslenskar sveit- ir bjóða uppá. Það er frábært að fólk er farið að nýta það í auknum mæli. Að geta keypt góðar vörur úr góðu hráefni úr nærumhverfinu eykur lífsgæðin fyrir þá sem hafa ekki tök á að gera allt sjálfir,“ bæt- ir Bryndís við. Markaðurinn mikil- vægur fyrir framleið- endur „Jólamarkaðurinn er mikilvæg- ur til að vekja athygli á frumfram- leiðendum á Vesturlandi. Hér verða fulltrúar alls staðar að úr nærumhverfinu og alveg vestur á firði. Segja má því að kjördæmið sé allt undir,“ segja Íris Ármanns- dóttir og Edda Arinbjarnar stjórn- arkonur í Framfarafélaginu. „Það var gaman hvað menn tóku vel í að koma og taka þátt. Þessi góða afspurn hefur sýnt sig vel í hvað menn eru tilbúnir að hjálpa til við auglýsingu og styðja þannig fram- takið. Við erum einkar þakklát- ar viðmóti þeirra góðu fyrirtækja sem studdu við verkefnið og einnig Bjarna, Rúnu og Einari í Nesi fyr- ir að leggja til þessa góðu aðstöðu. Með heimsókn á markaðinn gefst fólki tækifæri til að stuðla að frek- ari nýsköpun og framkvæmdagleði í sveitunum. Enda er ekki ama- legt að kaupa þessar flottu vörur, í svona fallegu umhverfi og góðum félagsskap.“ „Við hjá Framfarafélaginu höf- um hlotið töluverða reynslu af því að halda markaði. Þeir verða skemmtilegri og betri með hverju ári. Við leggjum upp úr því að fólk geti notið þess að koma saman og skoða það sem verður á boðstól- um. Nú verða líka skemmtileg- ar uppákomur sem eiga að koma á óvart. En það er algjört leyndar- mál.“ Með þessum orðum kveðj- um við þessar kraftmiklu konur í Borgarfirði og leyfum þeim að halda áfram að undirbúa jólamark- aðinn í Nesi. grþ Vörur frá Vesturlandi á jólamarkaði í Nesi í Reykholtsdal Stjórn Framfarafélags Borgarfjarðar, f.v. Íris Þórlaug, Kristjana, Bryndís, Edda og Jóhanna Sjöfn. Breyta Vegamótum í Rjúkanda að byrja með 13 herbergi sem eru brátt fullbúin. Það verður eftir ára- mót, vonandi í janúar. Síðan á einn- ig að opna matsal og sal sem hægt verður að leigja út fyrir minni veisl- ur og fundi. Rjúkandi verður þann- ig fjölnota staður. Við ætlum líka að breyta gamla hlutanum. Hann hef- ur hingað til verið skyndibitastað- ur við þjóðveginn en nú viljum við fara skrefinu lengra og gera Rjúk- anda að veitinga- og kaffihúsi.“ Foreldrar Sigrúnar Erlu þau Val- gerður Hrefna Birkisdóttir og Eyj- ólfur Gísli Garðarsson hafa rekið þjónustumiðstöðina að Vegamótum síðan 1998. „Núna í haust ákváð- um við að breyta heitinu á staðn- um, þannig að nú erum við stödd að Rjúkanda á Vegamótum. Það er glæsilegt nafn enda nóg af heitu vatni allt í kringum okkur. Gufu- strókarnir rísa til himins bæði hér rétt hjá að Lynghaga og svo í Eið- húsum. Við erum ótrúlega ánægð með það.“ Aðspurð segist Sigrún Erla hafa flutt á Snæfellsnes með foreldrum sínum 1996 frá Sandgerði. Hún var fyrst einn vetur í Laugagerð- isskóla. „Síðan flutti ég til föður- ömmu minnar og bjó hjá henni í eitt ár í Sandgerði. Hún veikt- ist það ár og féll svo frá. Þá flutti ég að Ytri -Tungu í Staðarsveit og bjó hjá Jónínu ömmusystur minni og Guðmundi. Þar dvaldi ég virka daga til að geta sótt skóla og tekið 10. bekkinn en var svo hér að Vega- mótum um helgar. Eftir það lá leið mín aftur suður með sjó. Ég bjó hjá móðurömmu minni og afa í sex ár og sótti nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og síðan Iðnskólann í Hafnarfirði. Þaðan lauk ég sveins- prófi í hársnyrtiiðn 2005.“ Dvaldist langdvölum erlendis Eftir hárgreiðslunámið þótti Sig- rúnu Erlu tímabært að fara erlend- is og skoða heiminn. „Ég flutti til Parma á Ítalíu þar sem ég bjó í tæp þrjú ár og vann á hárgreiðslustofu. Það var ótrúlega gaman og lær- dómsríkt að læra ítölsku og kynn- ast ítalskri menningu. Eftir þetta ákvað ég að fara heim til Íslands og læra meira. Ég fór í Háskóla Íslands og lauk námi sem leikskólakennari 2010. Ég lét hrunið og kreppuna ekki hafa áhrif á mig, langaði bara til að ná mér í meiri menntun. Eftir það vann ég hér heima á Íslandi.“ Ævintýri í útlöndum heilluðu þó enn. Aðeins um ári síðar flutti Sig- rún Erla til Svíþjóðar ásamt vin- konu sinni. „Hún var og er forfall- inn „lindy-hoppari“. Það er ákveðið afbrigði af swing-dansi og er dans- að undir jazztónlist. Lindy-hopp dansinn er mjög vinsæll meðal Svía. Við skelltum okkur í þessa ævin- týraferð sem var mjög skemmti- leg. Ég kynntist mörgu góðu fólki og starfaði sem leikskólakennari þarna í eitt ár. Þá flutti ég til Spán- ar. Beina leið til Barcelona. Þar fór ég að vinna fyrir íslensk hjón við að passa yngstu tvær dætur þeirra meðan þau bjuggu þar. Í Barce- lona kynntist ég manninum mín- um Gabriel Franch. Við eignuð- umst svo dóttur 22. febrúar á þessu ári sem við skírðum Astrid Nóru. Þá voru pabbi og mamma búin að taka ákvörðun um að fara út í hótel- rekstur hér á Vegamótum. Þau eru kletturinn í þessu öllu. Þegar það lá fyrir ákváðum við að flytja frá Spáni og setjast að hér á Vegamótum til að taka þátt í uppbyggingunni og hér erum við nú.“ Bjart framundan Sigrún Erla segir að árin í útlönd- um hafi kennt sér margt sem eigi eftir að koma að góðum notum í ferðaþjónustunni. „Ólöf systir mín og kærastinn hennar, Bjarni Ómar Nielsen sem er frá Stykkishólmi, verða líka með okkur. Hún er nú í námi í ferðamálafræðum við Há- skóla Íslands. Ég tala ítölsku og sænsku, auk ensku og að sjálfsögðu íslenskuna. Síðan skil ég spænskuna og katalónskuna. Þegar ég kynntist Gabriel manninum mínum þá töl- uðum við saman á ítölsku. Nú er hann að læra íslensku og auk þess talar hann ensku, spænsku, kata- lónsku, ítölsku og smá í frönsku og portúgölsku. Það verður eng- inn skortur á tungumálakunnáttu hjá okkur,“ segir Sigrún Erla og brosir. Hún bætir við að mannin- um hennar líki afar vel á Íslandi. „Hann er lærður tölvuverkfræð- ingur og getur unnið að verkefn- um héðan. Nettengingin mætti þó vera betri hér á Vegamótum en vonandi batnar það með tímanum. Slæm nettenging er líka vond fyr- ir okkur sem erum í ferðaþjónust- unni því flestar bókanir fara fram á netinu. Það hefur verið umræða um að leggja ljósleiðara og ég vona að það verði að veruleika. Slíkt myndi gerbreyta aðstæðum til hins betra hér í dreifbýlinu á Snæfells- nesi.“ Það ríkir mikil bjartsýni á Rjúk- anda á Snæfellsnesi. „Umferð- in var mikil í sumar. Ferðaþjón- ustan er að verða að atvinnugrein sem hægt er að stunda allt árið um kring. Hátíðir eins og Airwaves- tónlistarhátíðin dregur ekki aðeins ferðamenn til Reykjavíkur heldur er náttúran á Snæfellsnesi aðdrátt- arafl sem fáir ferðamenn fá staðist. Norðurljósin eru vinsæl og heilla jafnt hinn almenna ferðamann sem og þá sem leggja ljósmyndun fyr- ir sig. Við erum mjög spennt fyr- ir framtíðinni, annars værum við ekki að fara út í þetta.“ mþh Nýi gistihúshluti Rjúkanda á Vegamótum á Snæfellsnesi verður brátt fullbúinn. Sigrún Erla ásamt eiginmanni sínum Gabriel Franch og dótturinni Astrid Nóru.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.