Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Page 75

Skessuhorn - 27.11.2013, Page 75
75ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 RAUNFÆRNIMAT Í MÁLMSUÐU Skúlatún 2 - 105 Reykjavík idan@idan.is - www.idan.is Þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig! Hefur þú starfað við málmsuðu í þrjú ár eða lengur og vilt ljúka námi í faginu? Raunfærnimat miðar að því að meta færni og þekkingu sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið. Að loknu raunfærnimati fara þátttakendur í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur til að útskrifast. Inntökuskilyrði í raunfærnimat í málmsuðu eru 3 ára starfsaldur í greininni og 25 ára lífaldur. Kynningafundur um raunfærnimat í málmsuðu verður í janúar hjá Símenntunarmiðstöðinni. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Guðrúnu Völu Elísdóttir hjá Símenntunarmiðstöðinni í síma 437-2390 eða með því að senda fyrirspurn á vala@simenntun.is. S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Leikskólinn Klettaborg er við Sandvík, steinsnar frá Þjóðvegi 1 í gegnum Borgarnes. Börn- in þar furða sig oft á því hvað bílarnir fara hratt um veginn, en skilti þarna skammt frá gef- ur til kynna hraða bílanna með tölum. Þau tóku sig til nýver- ið og gerðu smáúttekt á því hve margir ækju um veginn á lögleg- um hraða. Þeir reyndust í mikl- um minnihluta. Eftirfarandi bréf sendu börnin á Skessuhorn und- ir yfirskriftinni: „Af hverju keyra sumir svona hratt?“ „Við erum 18 krakkar á Sjón- arhóli sem er elsta deild í leik- skólanum Klettaborg í Borg- arnesi. Við fórum og fylgd- umst með hvað bílar keyrðu hratt á þjóðveginum í Sandvík- inni sem er rétt hjá leikskól- anum. Við vorum með penna og blað og skrifuðum tölurn- ar sem komu á hraðaskiltið þeg- ar bílarnir keyrðu fram hjá. Bílar mega ekki keyra hraðar en á 50 í Sandvíkinni. Meðan við vor- um að fylgjast með hvað bílarnir keyrðu hratt þá keyrðu 47 bílar framhjá okkur. Það voru 30 bílar sem keyrðu of hratt en það voru 17 bílar sem keyrðu á réttum hraða. Bíllinn sem keyrði hæg- ast var á 34 en bíllinn sem keyrði hraðast ók á 78 km/klst. Okkur finnst ekki gott þegar fólk keyr- ir of hratt því það getur klesst á og einhver getur slasast. Ef það er hálka þá getur bílinn runnið. Við elstu krakkarnir í Klettaborg förum mjög oft í gönguferðir og þá þurfum við að fara yfir þjóð- veginn þar sem flestir bílarnir keyra of hratt og það finnst okk- ur sko alls ekki gott. Bráðum ætl- um við að fá að heimsækja lög- regluna því okkur langar að vita hvað hún gerir þegar bílar keyra of hratt. Kveðja frá krökkunum á Sjónarhóli.“ þá Skráningarblaðið eftir athugun barnanna á umferðarhraðanum. Leikskólabörnin í Klettaborg furða sig á of hröðum akstri Leikskólabörnin á Klettaborg vinna að umferðareftirlitinu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.