Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Side 76

Skessuhorn - 27.11.2013, Side 76
76 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Loftur Árni Björgvinsson er fram- haldsskólakennari í ensku við Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grund- arfirði og vinsæl söngstjarna í leik- skólanum þar. Christina eigin- kona hans er frá Þýskalandi og lík- ar hvergi betur en á Íslandi. Þau eiga þriggja ára dóttur, fjörkálf sem heitir Mýrún Lotta. Sjálfur er hann fæddur og uppalinn á Skaga- strönd, flutti með foreldrum sín- um til Mosfellsbæjar 12 ára gamall árið 1995. Tók fjölbrautanámið og stúdentspróf á Sauðárkróki og bjó svo í Reykjavík. Er með háskóla- menntun í ensku og heimspeki og sinnir nú MA námi í ensku. Þetta er Loftur Árni Björgvinsson. „Mér finnst mjög gott að geta lit- ið út um gluggann hér og séð bæði fjöllin og sjóinn á sama tíma,“ seg- ir Loftur þar sem hann situr með Mýrúnu Lottu í fanginu. Húsmóð- irin er að heiman og þau feðgin- in stytta hvoru öðru stundirnar á meðan vindurinn æðir ofan fjall- hlíðarnar niður í þorpið. Úti á firð- inum er síldveiðflotinn að kapp- kosta við veiðar. Sá dyntótti fisk- ur hefur loks gefið færi á sér. Ann- ars eru fáir á ferli. Einn af þessum dæmigerðu íslensku vetrarstorm- um er skollinn á. Grundafjörður kom þægilega á óvart Við fáum okkur kaffi við eldhús- borðið. „Það er mjög fínt að búa í Grundarfirði. Umhverfið er mjög þægilegt, maður er í göngufæri við allt. Stressið er minna en í Reykja- vík. Fjölbrautaskólinn er líka mjög fínn. Hann er dálítið óvenjulega byggður þar sem kennslan fer fram í opnum rýmum. Námið er það sem kallað er leiðsagnarmiðað. Þetta eru ekki hefðbundnar kennsluaðferðir þar sem fólk er lokað af í kennslu- stofum og það eru ekki lokapróf. Þetta byggir á verkefnavinnu, lestri og vinnu í kennslustundum. Mér finnst þetta bæði skemmtilegt og nýstárlegt á sinn hátt. Fyrst fannst mér þetta hálf erfitt. Ég hafði van- ist því að kennarinn stæði og mess- aði yfir nemendum á meðan þeir skrifuðu glósur. Það er mjög gaman að byrja í kennarastarfinu á svona óhefðbundari nótum.“ Loftur segir að hann hafi lang- að til að leggja fyrir sig kennslu. Í sumar hóf hann leit að starfi. „Það er eins og það sæki tiltölulega fáir um kennarastörf úti á landsbyggð- inni. Ég sendi umsóknir út um allt. Alla leið frá Egilsstöðum og hing- að vestur. Þessa stöðu fékk ég til af- leysinga í eitt ár. Sú sem kenndi á undan mér fór í fæðingarorlof. Það kemur svo í ljós hvað verður eftir það. Við vorum dálítið stressuð yfir því að flytja svona út á land en sam- starfsfólkið mitt hefur verið boðið og búið að rétta hjálparhönd. Jó- hanna, sem ég leysi af, gekk strax í að kynna mig fyrir fólki, ég hef tek- ið þátt í körfuboltanum hér, kynnt mér Víkingafélagið sem starfar í bænum. Mér finnst fólk eiginlega opnara hér heldur annars staðar þar sem ég hef kynnst því hér á Íslandi. Dóttir okkar fór strax á leikskólann sem er mjög góður. Þar eru um 60 börn í tveimur deildum. Það kom Nemendur Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi héldu tónlistardag fyrir foreldra og ættingja síðast- liðinn fimmtudag. Tónlistardagar eru einu sinni á hvorri önn skóla- ársins. Fylgir þessum dögum oft töluverður kvíði en jafnframt til- hlökkun. Það getur verið erfitt að stíga á svið og syngja eða spila á hljóðfæri fyrir framan fullt af fólki en óhætt að segja að börnin hafi leyst þetta verkefni vel af hendi og fóru öll brosandi niður af sviðinu. Krakkarnir í skólanum hafa ver- ið mjög virkir í tónlistinni und- anfarin ár og er það ekki síst að þakka henni Steinunni Pálsdóttir sem kemur úr Borganesi í hverri viku til að kenna þeim. Hún hefur séð um tónlistarkennslu í Laugar- gerðisskóla í 19 ár og kennir á gít- ar, píanó, trommur, blokkflautu, auk söngs. iss Tónlistardagur í Laugargerðisskóla Enskukennari með gítarspil og söng fyrir yngstu borgarana mér þægilega á óvart hvað er mik- ið af ungum börnum hér í Grund- arfirði.“ Kynntust í heildsölu Eiginkona Lofts heitir Christina Klee. Hún er frá Magdeburg sem áður var í í Austur - Þýskalandi. „Konan mín er búin að vera sjö ár samfleytt á Íslandi. Þar á undan hafði hún heimsótt landið og skoð- að það. Hún fékk svo vinnu hjá O. Johnson & Kaaber heildverslun- inni í Reykjavík þar sem hún vann á lagernum. Hún lærði heildsölu- og lagerstjórnun í Austur Þýskalandi. Þetta var framhaldsnám sem hún hóf nokkrum mánuðum áður en Berlínarmúrinn féll. Í gamla Aust- ur - Þýskalandi var kerfið þannig að ungt fólk gat sótt um að hefja nám í tveimur greinum sem þau for- gangsröðuð; A og B. Ef þú fékkst ekki óskirnar uppfylltar þá varst þú bara settur í eitthvað annað. Hún sótti um að læra klæðskeraiðn en fékk það ekki. Í staðinn settu stjórn- völd hana í heildsölu- og lager- fræði. Hún ákvað þegar múrinn féll að ljúka þessu námi fyrst hún var byrjuð. Þannig fékk hún vinnu við þetta hér á Íslandi mörgum árum síðar. Það kom sér ágætlega því þar kynntumst við. Ég var nefnilega líka að vinna hjá fyrirtækinu.“ Loftur útskýrir að hann sé einn heima þessa stundina. Christina sé í kaffiboði á sveitabæ skammt utan við Grundarfjörð. Hún starfi við heimaþjónustu og kynnist því mörgum Íslendingum, ekki síst eldri borgurum. „Henni þykir mjög gott að búa á Íslandi, landsmenn eru vinalegir. Loftið er miklu hreinna hér á Íslandi, ferskt sjávar- og fjalla- loft. Magdeburg er um 300.000 íbúa iðnaðarborg með miklum still- um og mengun sem því fylgir. Ég tel að hún hafi hlakkað meira til að flytja frá Reykjavík en ég. Hún tal- aði góða íslensku fyrir, en það að hún vinni með eldra fólki ýtir und- ir að hún æfir sig meira. Hún kemst ekkert upp með að tala ensku. Nú er hún orðin mjög fær í íslensku, stundum næstum hálf forneskjuleg í máli að mér finnst, eftir að hafa tal- að við allt eldra fólkið, segir Loft- ur og hlær. Söngstjarna á leikskólanum Talið berst að leikskólanum í Grundarfirði. Blaðamaður Skessu- horns hefur frétt að Loftur sé stjarna þar á bæ þar sem hann troði reglu- lega upp með gítarspili og söng. „Jú það er rétt. Ég fer í leikskólann á föstudögum klukkan 11 og er þá með söngstund. Nú er einmitt jóla- lagavertíðin að bresta á. Við erum reyndar tveir núna og spilum báð- ir á gítara og syngjum með börnun- um. Mótspilari minn heitir Óli og hann starfar á leikskólanum. Þessi tími hentar vel því síðasti kennslu- tími vikunnar hjá mér í framhalds- skólanum er búinn rétt fyrir 11 á föstudögum. Þá reyni ég að vera búinn með allt sem ég þarf að gera þannig að ég geti farið beint í leik- skólann og spilað. Þannig byrja helgarnar hjá mér.“ Loftur Árni segir að þau hjónin geti vel hugsað sér að búa áfram í Grundarfirði. „Við höfum jafnvel hugleitt að ef ég þarf að sækja um stöðu á nýjum stað fyrir næsta vet- ur þá sæki ég bara vinnu héðan frá Grundarfirði. Okkur langar bara að búa hér áfram.“ mþh Loftur Árni og Mýrún Lotta höfðu í nógu að snúast þegar blaðamann bar að garði.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.