Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Side 94

Skessuhorn - 27.11.2013, Side 94
94 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Hver er uppáhalds jólahefðin þín? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Þóra Björg Elídóttir Að fara með börnunum að kíkja á jólaljósin og jólaskreytingarn- ar og að fjölskyldan hittist. Jóhanna Guðrún Gunnars- dóttir Ég myndi segja undirbúning- ur jólanna og samvera fjölskyld- unnar. Daðey Björk Ingadóttir Það er pottþétt möndlugrautur- inn. Baldur Ketilsson Að gera heimareykta hangikjöt- inu skil. Arnór Guðmundsson Skatan á Þorláksmessu. ÍA og Fram léku sinn fyrsta æf- ingaleik und- ir stjórn nýrra þjálfara, Gunn- laugs Jónsson- ar og Bjarna Guðjónssonar, í Akraneshöll- inni sl. laugar- dag. Framarar sigruðu í leikn- um 4:2. Skagamenn komust yfir snemma leiks með marki Garðars Bergmanns Gunnlaugssonar. Fram- arar náðu að svara með þremur mörkum í fyrri hálfleiknum. Ásgeir Marteinsson lærisveinn Gunnlaugs í HK síðasta sumar skoraði tvíveg- is og Guðmundur Steinn Hafsteins- son einu sinni. Eggert Kári Karlsson minnkaði muninn í seinni hálfleikn- um áður en Aron Bjarnason skoraði fjórða mark Fram. Leikurinn þótti alllíflegur á köflum. Fram leikur sem kunnugt er í efstu deild næsta sumar en ÍA í 1. deildinni. þá Mikið var á gerast hjá áhugafólki um knattspyrnu á Akranesi laugardag- inn 16. nóvember sl. Um daginn fór fram árlegt árgangamót ÍA og um kvöldið var svo herrakvöld ÍA haldið. Góð þátttaka var á báðum viðburð- unum, til að mynda var metþátttaka á árgangamótinu sem fram fór í Akra- neshöllinni. Margt var um manninn þar þegar leikar stóðu hæst. Sigur- vegararnir í karlaflokknum komu úr árgangi 1980, en þeir lögðu árgang 1983 í hörkuspennandi úrslitaleik 3:2. Í kvennaflokki voru það reynslu- boltarnir úr árgangi 1974 og eldri sem báru sigur úr býtum eftir hníf- jafna baráttu við árgang 1984-86. Liðin voru jöfn að stigum og þurfti markamun til þess að skera úr um úr- slitin. þá/ Ljósm. Helgi Dan. Lið ÍA tapaði stórt fyrir Tinda- stóli á Sauðárkróki sl. föstudags- kvöld. í 1. deildinni; 110:70. Ljóst var hvert stefndi strax í upphafi og í hálfleik var staðan 55:31. Hjá ÍA var Jamarco War- ren stigahæstur að venju, en núna með 23 stig eða um helming minna en vanalega. Birkir Guð- jónsson skoraði 19 stig, Sigurður Rúnar Sigurðsson 10 stig og aðr- ir minna. Tindastóll virðist vera með yfirburðalið í 1. deildinni. Sauðkrækingar eru efstir í deild- inni ásamt Þór Akureyri með 12 stig en ÍA er enn í þriðja sætinu með 8 stig. Skagamenn fá í næstu umferð Breiðablik í heimsókn á Jaðarsbakka föstudagskvöldið 6. desember. þá Með góðum sigri á Val í Dominos- deild karla í körfubolta í Stykkis- hólmi sl. fimmtudagskvöld lyftu Snæfellingar sér upp í 3.-6. sæti deildarinnar og hafa nú nálgast lið- in í toppnum, KR og Keflavík. Snæ- fell er jafnt Haukum, Njarðvík og Grindavík með 8 stig. Snæfelling- ar voru betra liðið strax frá upphafi í leiknum gegn Val. Voru komn- ir með níu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 38:29 og sextán stigum yfir í hálfleik, 59:43. Heimamenn héldu síðan fengnum hlut í þriðja leikhluta, 78:64, og innbyrtu síðan góðan sigur af öryggi í lokahlutan- um. Lokatölur urðu 107:91. Vance Cooksey átti stórleik fyrir Snæfell, skoraði 38 stig, tók 6 frá- köst og gaf 7 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson skoraði 22 stig, Sig- urður Þorvaldsson 20 og tók 7 frá- köst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Finnur Atli Magnússon 6, Sveinn Arnar Davíðsson 5 og 7 fráköst, Sveinn Karel Torfason 5 og Krist- ján Pétur Andrésson 3. Hjá Val var Chris Woods lang atkvæðamestur með 40 stig og 9 fráköst. Í næstu umferð fá Snæfelling- ar Stjörnumenn í heimsókn nk. fimmtudagskvöld. þá Ungmennafélag Grundarfjarð- ar hélt sína árlegu uppskeruhátíð þriðjudaginn 19. nóvember síðast- liðinn. Þá voru veittar viðurkenn- ingar fyrir árangur síðasta vetrar og síðasta sumars. Eftir verðlauna- afhendinguna var svo boðið upp á happadrætti og flatbökuveislu. Loks var leikur Króatíu og Íslands sýndur beint á risatjaldi. Mikið fjör var því í Samkomuhúsi Grundar- fjarðar en fjörið dvínaði þó þegar líða tók á leikinn. tfk Uppskeruhátíð Umf. Grundarfjarðar Snæfell nálgast toppbaráttuna Fram vann ÍA í æfingaleik Garðar Bergmann skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ÍA. Skagamenn steinlágu á Króknum Reynsluboltarnir úr árgangi 1974 og eldri sigruðu í kvennakeppninni. Öflug lið á árgangamóti ÍA Það var árgangur 1980 sem sigraði í karlakeppninni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.