Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2000, Side 7

Læknablaðið - 15.04.2000, Side 7
FRÁ RITSTJÓRN Þing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands Skurðlæknafélag ÍSLANDS VAR STOFN- að 19. mars 1957 og gátu félagar þeir einir orðið sem hafa sérfræðiviðurkenn- ingu í skurðlækning- um, beina- og liða- sjúkdómum, kven- sjúkdóma- og fæð- ingafræði og þvag- færaskurðlækningum svo og þeir sem eru að ljúka framhaldsnámi í þessum greinum", svo vitnað sé í stofnlög félagsins. Af 36 stofnfélögum voru flestir almenn- ir skurðlæknar. Pess ber að geta að á þeim árum er félagið var stofnað var aðgerðaefnisskrá al- mennra skurðlækna æði fjölbreytt og innihélt meðal annars bæklunaraðgerðir, aðgerðir á grindar-, kviðar- og brjóstholslíffærum svo og að- gerðir á höfði, hálsi og miðtaugakerfi. Með vaxandi sérhæfingu komu til starfa skurðlæknar, er einvörðungu fengust við aðgerð- ir á ákveðnum líffærakerfum og með vaxandi fjölda þeirra, litu undirsérgreinafélög dagsins ljós. Pessi undirsérgreinafélög eru þær grunneiningar er standa að Skurðlæknafélagi íslands sem líta má á sem einskonar regnhlífasamtök þeirra lækna er beita skurðaðgerðum sem meginmeðferðarformi. I dag eru samtök almennra skurðlækna, æða- skurðlækna, barnaskurðlækna, lýtalækna, bækl- unarskurðlækna, hjarta- og brjóstholsskurð- lækna, handarskurðlækna, þvagfæraskurðlækna, heila- og taugaskurðlækna, innkirtlaskurðlækna og háls-, nef- og eyrnaskurðlækna aðilar að Skurðlæknafélagi íslands. Fyrir utan að tilheyra hópi skerandi lækna eru þessir hópar harla ólíkir. Þarfir þeirra, vinnufyrir- komulag og starfsvettvangur innan sjúkrahúsa og utan eru með mismunandi hætti og því næsta víst að bein aðkoma Skurðlæknafélags íslands að kjaramálum félagsmanna myndi blása regnhlíf- ina öfuga. Pví hefur meginþungi félagsstarfsins verið að sinna fræðigreininni sem slíkri og fræðslumálum skurðlækna, enda var hvatinn að stofnun félagsins sá að mynda félag er gæti staðið fyrir norrænu þingi skurðlækna hér á landi og standa þannig fyrir fræðilegum tengslum ís- lenskra skurðlækna við skurðlækna erlendis. Einnig var talið brýnt að hlúa að málefnum skurðlækna innanlands eins og fram kom í til- gangi félagsins er skráður var í lögum, „að hafa afskipti af þeim málefnum er snerta íslenska skurðlækna almennt“. Þannig hefur Skurðlæknafélag íslands staðið vörð um og verið vettvangur fræðilegrar umræðu um sérgreinina meðal skurðlækna, lækna al- mennt og annarra. Skurðlæknafélagið hefur einnig bent á sérstöðu skurðlækna, svo sem að sémám og aðgerðaþjálfun skurðlækna er með því lengsta sem þekkist ásamt því að allt starfsum- hverfi skurðlækna er krefjandi á hönd og huga og því takmarkað í eldri endann. Sá liður í starfsemi félagsins sem mest hefur verið áberandi eru fræðslumál skurðlækna og eru hin árlegu fræðslu- þing félagsins undirstaða þess vettvangs. Fyrsta þing Skurðlæknafélagsins var haldið dagana 28. til 30. mars 1972 á Akureyri. í fyrstu eða til ársins 1986 voru þingin haldin annað hvert ár, jafnt úti á landi sem í Reykjavík en frá árinu 1993 hefur þinghald verið í Reykjavík og hefur það gefist betur, sérstaklega með tilliti til þátt- töku. Frá árinu 1998 hafa Félög svæfinga- og gjör- gæslulækna og skurðlækna staðið saman að þing- haldi enda starfsemi þessara sérgreina samtvinn- uð inni á skurðstofum. Dagana 6. og 7. aprfl næstkomandi verður árs- þing Skurðlæknafélags íslands haldið í 22. sinn í tengslum við þing Svæfinga- og gjörgæslulækna- félags Islands og er dagskrá ásamt ágripum er- inda birt í þessu tölublaði Læknablaðsins. Þingið sem haldið er á Hótel Sögu er öllum opið og er vert að benda á sameiginlegan dagskrárlið félag- anna er að þinginu standa, föstudagsmorguninn 7. apríl en þá verður haldið málþing um dægurað- gerðir sem eru að verða snar þáttur aðgerða- forms í dag en voru nánast óþekktar er Skurð- læknafélag Islands var stofnað fyrir 43 árum. Höfundur er sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum á Landspítala Fossvogi. Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerftir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða, höfundar, stofn- anir, lykilorð • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og myndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar niyndir og gröf komi á disklingi ásamt út- prenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með. Sérstaklega þarf að sernja urn birtingu litmynda. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Taka skal fram vinnsluumhverfi. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/laeknabl adid Umræðuhluti Vegna páskanna fer maíhefti Læknablaðið óvenju snemma í prentun. Skilalrestur efnis í umræðuhluta er því 12. apríl. Læknablaðið 2000/86 235
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.