Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2000, Side 42

Læknablaðið - 15.04.2000, Side 42
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA Á aógeróarkvöldi (kl. 22:00). Hlutfall þeirra sem svöruðu Daginn eftir (kl. 10:00). Hlutfall þeirra sem svöruðu Almenn líðan n=43 % n=42 % Góð 11,62 28,57 Bærileg 65,11 61,90 Slæm 23,27 9,53 Verkir (VAS) n=38 n=39 <3 39,47 56,76 3-5 26,32 27,03 >5 34,21 16,21 Ógleði n=43 n=40 Engin 62,79 81,58 Lítil 23,26 15,79 Mikil 13,95 2,63 Svefn n=40 Eölilegur 77,50 Andvaka 5,00 Andvaka vegna verkja 17,50 Umræða: Meiriháttar fylgikvillar eru sjaldgæfir eftir ferliaðgerðir en vanlíðan, verkir, ógleði og svefntruflanir eru afskaplega algeng. Við sem störfum við ferliþjónustu fréttum lílið af þessum vanda- málum og ef til vill er of lítið gert úr þeim. Líðan eftir heimkomu hefur eflaust áhrif á álit sjúklinga á ferliverkaþjónustunni. Finna þarf leiðir til að bæta líðan sjúklinga eftir útskrift. Ályktanir: Byggja þarf upp kerfi til að fylgjast betur með ferlisjúk- lingum eftir að þeir koma heim. Enn fremur þarf að bæta verkja- meðferð og meðferð við ógleði. Betri fræðsla til sjúklinga um skurð- aðgerðir og betri undirbúningur gæti bætt líðan ferlisjúklinga eftir útskrift. S 07 Hafa reykingar forspárgildi á ógleðitíðni og tíma útskriftar eftir dagaðgerðir? Úttekt á 93 dagaðgerðum í Domus Medica Gisli Vigfússon Frá Domus Medica Inngangur: Ógleði og uppköst eru algeng vandamál eftir aðgerðir. Fyrir utan að valda vanlíðan, geta einkennin valdið truflun á saltbú- skap, hindrað eðlilega næringarinntöku og valdið skaða á aðgerðar- svæði. Ógleði eftir dagaðgerðir hindra oft að sjúklingar geti útskrif- ast til síns heima. Pekkt er að áhættan eykst við ákveðnar aðgerðir og svæfingar, notkun ópíat verkjalyfja og er hærri hjá konum en körlum svo og hjá þeim sem ekki reykja. Ógleðitíðni og tími út- skriftar var könnuð hjá 93 sjúklingum eftir dagaðgerðir og þeir sem reyktu voru bornir saman við þá sem ekki reyktu. Efniviður og aðferðir: Níutíu og þrír sjúklingar voru með í úttekt- inni. Um var að ræða ungar konur, sem allar fóru í sambærilega að- gerð. Pær voru allar í áhættuflokki I (ASAI) og voru á aldrinum 16- 47 ára gamlar. Skráðar voru reykingavenjur sjúklinga. Þegar sjúk- lingar töldust útskriftarhæfir voru útskriftartími, ógleði, uppköst og svimi í sitjandi stöðu metin. I þeim tilfellum þar sem sjúklinga svim- aði var oftast beðið með útskrift og þeim gefinn vökvi í æð. Niðurstöður: í þeim hópi sem ekki reykti voru 40 sjúklingar, meðal- aldur 27,5 ára (16-41). Reykingafólk voru 53, meðalaldur 30,9 ára (18-47). í þeim hópi sem ekki reykti höfðu 14 (35%) ógleði á móti fimm (9,4%) í reykingahópnum. Fimm (12,5%) sjúklingar köstuðu upp í þeim hópi sem ekki reykti á móti tveimur (3,8%) í reykinga- hópnum. Svimi var hjá 11 (27,5%) sjúklingum sem ekki reyktu á móti fjórum (7,5%) í þeim hópi sem reykti. Þeir sem ekki reyktu út- skrifuðust að meðaltali 120 (30-285) mínútum eftir að aðgerð lauk á móti 105 (30-240) mínútum í reykingahópnum. Ályktanir: Greinileg fylgni virðist vera á milli reykinga og tíðni ógleði og uppkasta eftir dagaðgerðir. Reykingarfólk virðist hafa aukið þol gegn ógleðivaldandi þáttum svæfingalyfja sem styttir dvöl þess á vöknun eftir aðgerðir. Við tímasetningu aðgerða mætti því taka mið af reykingavenjum sjúklinga. E 01 Kransæðaaðgerðir án hjarta- og lungnavélar Andri Konráðsson, Bjarni Torfason Frá handlækningadeild Landspítalans Fyrirspurnir: andrikon@rsp.is Stöðvun hjartans og notkun hjarta- og lungnvéla og við kransæða- aðgerðir tryggir flutning súrefnismettaðs blóðs til vefja og hjarta- vöðva meðan á aðgerð stendur og gerir mögulegt að sauma áveitu- æðar til kransæða. Fylgikvillar vélanna eru þó umtalsverðir, svo sem möguleg súrefnissþurrð í hjartavöðva, hætta á heilaslagi og þörf fyrir blóðgjöf. Hjartaaðgerðir á sláandi hjarta hafa því lengi þótt fýsilegur kost- ur en helsti annmarki slíkra aðgerða er að tæknilega er mjög erfitt að sauma græðlinga á hjarta sem slær. Fyrir nokkrum árum hófu menn að gera hjáveituaðgerðir án hjarta- og lungnavélar gegnum lítinn brjóstholsskurð en með þeirri tækni var aðeins hægt að veita á eina æð, framveggskvísl. í lok árs 1999 hófst á Landspítalanum notkun á nýju tæki, svo- kölluðum Octopus (Medtronic, Inc., Minneapolis, Minn.) en það er armur með sogskálum sem festast á hjartað og kynsetja það. Þann- ig að hægt er að sauma græðlingana á án truflunar frá samdrætti hjartans. Með þessu tæki er nú mögulegt í völdum tilfellum að gera hjáveitu á fleiri kransæðar í gegnum bringubeinsskurð án hjarta- og lungnavélar og losna þannig við það mikla inngrip sem notkun þeirra er. Farið var yfir ábendingar og árangur þeirra aðgerða sem hafa verið gerðar til þessa með þessari nýju tækni og könnuð tíðni fylgi- kvilla og afdrif sjúklinga. Niðurstöðurnar verða kynntar á þinginu. E 02 TMR leysimeðferð bætir líðan hjartasjúklinga Bjarni Torfason Frá hjarta- og lungnaskurödeild Landspítalans Fyrirspurnir: bjarnito@rsp.is Inngangur: Meðferð með hjartaleysi (TMR) er fólgin í því að göt eru skotin gegnum hjartavöðvann með leysigeisla. Við það minnka brjóstverkir hjá kransæðasjúklingum sem þjást af verkjum þrátt fyrir hefðbundna meðferð. Á hjarta- og lungnaskurðdeild Land- spítalans hafa verið gerðar fimm slíkar TMR aðgerðir, fjórar þar sem hjartaleysi (EXIMER) var beitt eingöngu og ein þar sem beitt var hjartaleysi og kransæðahjáveitu á sláandi hjarta (OPCABG) samtímis. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða skammtíma- árangur nýrrar meðferðar á Landspítalanum. Efniviður og aðferðir: Frá 15.12.1998 til 11.01.2000 fengu fimm sjúklingar TMR meðferð (meðalaldur 70,2 ár), allir sjúklingarnir höfðu áður farið í kransæðaskurðaðgerð eina til þrjár auk krans- æðavíkkana. Fyrir aðgerðina höfðu fjórir hjartaöng NYHA class IV 268 Læknablaðið 2000/86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.