Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2000, Side 46

Læknablaðið - 15.04.2000, Side 46
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA Hins vegar er talið rétt að laga „paraesophageal" þindarhaula þegar þeir greinast, því stór hluti þeirra hefur tilhneigingu til að valda alvarlegu ástandi eins og magahindrun (obstruction), blæðingum og kreppuhaul (strangulation). Undanfarin ár hefur kviðsjáraðgerð á „paraesophageal“ þindarhaulum orðið ráðandi meðferðarform. Hér á landi hafa „paraesophageal“ þindarhaular verið lagaðir með kviðsjáraðgerð síðan 1995. Arangur þeirra aðgerða og afdrif sjúklinga var skoðaður. Frá apríl 1995 til apríl 1999 voru gerðar 24 kviðsjáraðgerðir vegna „paraesophageal" þindarhauls á Landspít- alanum. Af þeim var 21 með gerð III (55-85 ára, meðalaldur 70 ár), ein með gerð II (56 ára), ein með eftiraðgerðar (post-op) „paraeso- phageal" þindarhaul (27 ára) og ein með „parahiatal“ þindarhaul (49 ára). Flestir, eða 22, leituðu læknis vegna óþæginda eftir máltíð- ir, en 18 af þessum 22 gáfu einnig sögu um vélindisbakflæði. Þrír komu til aðgerðar vegna bráðra vandamála, tveir með magahindrun og einn með endurteknar lugnabólgur og öndunarbilun. Tveir gáfu eingöngu sögu um vélindisbakflæði. Fjórir af 24 voru með blóð- skort, einn þeirra með stórt magasár. Atta sjúklinganna gáfu sögu um endurtekin köst af magahindrunum. Öllum aðgerðum var lokið um kviðsjá, meðalaðgerðartími var 183,9 mínútur (105-300 mínút- ur). í öllum tilfellum var haullinn dregin niður, sekkurinn fjarlægð- ur og þindaropinu lokað. Auk þess var „fundoplication“ gerð í 22 en magafesting (gastropexy) í tveimur. Vandamál í og eftir aðgerð (perioperative) voru fátíð. Átján útskrifuðust á öðrum til fjórða degi eftir aðgerð, fimm á 5.-10. degi og einn beint á lungnadeild. Fjórir hafa haft kyngingarvandamál. Einn hefur þarfnast endurað- gerðar, einn lagaðist við útvíkkun á efra magaopi, en hjá tveimur eru einkennin ekki það slæm að inngripa sé þörf. Aðgerð á „paraesophageal" þindarhaulum um kviðsjá er það meðferðarform sem mælt er með í dag, því auk þess að gefa sam- bærilegan árangur og opnu aðgerðirnar, þá er það til hagsbóta fyrir þennan hóp sjúklinga að inngripið sé sem minnst. Árangurinn hér- lendis er góður og stenst fyllilega erlendan samanburð. E 12 Aðgerðir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1990-1999 vegna offitu Gunnar Pétursson, Eiríkur Orri Guðmundsson, Jóhannes M. Gunnarsson, Tryggvi B. Stefánsson Frá skurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Offita er alvarlegur sjúkdómur með aukna dánartíðni og aukna tíðni ýmissa sjúkdóma. Dánartíðni og tíðni fylgikvilla lækkar við lækkað body max index (BMI; þyngd/hæð2). Aðgerðir vegna offitu hafa verið gerðar á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur (SHR) síðan 1990. Gagnsemi þessara aðgerða hefur hins vegar verið umdeild. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta afturskyggnt árangur of- fituaðgerða á SHR á árunum 1990-1999. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár voru lesnar með tilliti til afdrifa sjúklings við og eftir aðgerð og þyngdartaps. Hringt var í alla sjúk- linga til að kanna afstöðu þeirra til aðgerðarinnar. I aðgerð fóru 28 sjúklingar (15 konur og 13 karlar), meðalaldur 42 ár (15-63). I vertical gastric banding (VGB) fóru 14 og í gastric banding (GB) 14. Niðurstöðun Allir sjúklingarnir eru á lífi. Einn sjúklingurinn fékk djúpa sýkingu eftir aðgerð. Tuttugu og fimm sjúklingar hafa látist. í upphafi var miðgildi BMI 28 sjúklinga 44,5 (35-58) og í lok árs 1999 36,2 (2348). Átján sjúklingar mættu til reglulegs eftirlits til áramóta 1999. Enginn þeirra þyngdist og 10 léttust meira en BMI10. Meðallækkun BMI var 12,5. Tfu sjúklingar hurfu úr reglulegu eftirliti innan eins árs. Sá hópur sýndi lakari árangur, eða meðallækkun BMI 5,2. Tuttugu og sjö sjúklingar voru ánægðir með að hafa valið aðgerð. Ályktanin VGB og GB eru áhrifaríkar aðgerðir til megrunar. Reglulegt eftirlit stuðlar að bættum árangri. Nauðsynlegt er að geta valið úr þá sjúklinga sem líklegri eru til að halda sér í eftirliti. E 13 Samgatanir á ristli á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1995-1999 Eiríkur Orri Guðmundsson, Gunnar Pétursson, Páll Hallgrímsson, Tryggvi B. Stefánsson Fyrirspumir: eirikurg@shr.is Inngangur: Einn alvarlegasti fylgikvilli ristilskurðar er leki á teng- ingu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að finna fjölda og hugsan- lega orsakavalda leka á ristiltengingum gerðum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á árunum 1995-1999. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár allra sjúklinga þar sem gerð var ristiltenging voru lesnar. Leitað var eftir mögulegum orsakaþáttum í meingerð samgötunarrofs, svo sem hitastigi í aðgerð, blóðþrýstingi í og eftir aðgerð, blóðgildum, blóðgjöf og sýkingum. Niðurstöður: Framkvæmdar voru 257 aðgerðir. í 30 (11,7%) tilfell- um kom upp rof í samgötun, sex (20,0%) þeirra sjúklinga létust. Alls létust 13 (5,1%) sjúklingar. Ályktanir: Rof á samgötun er alvarlegur fylgikvilli ristilskurðar. Leki eykur mjög dánartíðni. E 14 Endurtenging eftir Hartmanns aðgerð með kviðarholsjártækni Elísabet S. Guðmundsdóttir, Páll Helgi Möller, Tómas Jónsson Frá handlækningadeild Landspítalans. Fyrirspurnir: pallm@rsp.is Inngangur: Við dausgarnarrof og dausgarnarstíflu er oft gerð að- gerð þar sem dausgörn er fjarlægð, gerð ristilrauf og endagarnar- stúfi lokað (Hartmanns aðgerð). Sjúklingar hafa því þurft að gang- ast undir aðra opna kviðarholsaðgerð nokkrum mánuðum síðar þar sem ristilrauf er tekin niður og tenging gerð við endagörn. Lýst hef- ur verið aðferð þar sem endurtenging er gerð með kviðarholsjár- tækni og kynnum við nú fyrstu fimm tilfellin á Landspítalanum þar sem þessari aðferð er beitt. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinga sem gengust undir endurtengingu ristils með kviðarholsjártækni á Land- spítalanum á tímabilinu aprfl 1996 til maí 1999. Niðurstöður: Fimm sjúklingar, fjórar konur og einn karl, gengust á tímabilinu undir endurtengingu ristils með kviðarholsjártækni og var meðalaldur þeirra 65 (41-79) ár. Fjórir sjúklingar fóru í Hart- manns aðgerð vegna dausgarnarrofs og einn vegna stíflandi daus- garnaræxlis. Endurtengingin var gerð að meðaltali 6,2 (4-8) mánuð- um síðar. Hjá einum sjúklingi þurfti að breyta yfir í opna aðgerð vegna rofs á endagörn og annar fékk rof í smágimi í aðgerðinni. Meðalaðgerðartíminn var 172 (150-350) mínútur. Sjúklingarnir voru allir farnir að drekka fljótandi fæði á fyrsta til öðrum degi eftir aðgerð og útkrifuðust að meðaltali 12 (6-28) dögum eftir aðgerð. Uinræða: Þessi fyrsta reynsla okkar bendir til að endurtenging rist- ils með kviðarholsjártækni sé vel framkvæmanleg og einföld og ör- ugg aðgerð. Aðgerðar- og legutíminn er hins vegar langur. Sam- kvæmt stærri erlendum uppgjömm hafa þessir sjúklingar minni verki eftir aðgerð, garnir eru fyrr í gang og legutími þar af leiðandi styttri heldur en þegar opinni aðgerð er beitt. 272 Læknablaðið 2000/86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.