Læknablaðið - 15.04.2000, Page 47
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA
E 15 Aðgerðir á Landspítalanum 1997-1999 vegna steina í gall-
vegum
Kristín Huld Haraldsdóttir, Tómas Jónsson, Höskuldur Kristvinsson,
Jónas Magnússon, Margrét Oddsdóttir
Frá skurðdeild Landspítalans
Inngangur: Ef gallvegamynd er gerð sem regla, finnast steinar í gall-
vegum í allt að 10% tilfella. Undanfarin ár hefur tækni til að fjar-
lægja þá í gallkögun þróast. Hægt er að skipta þeim aðferðum sem
notaðar eru í þrennt. I fyrsta lagi er hægt að fjarlægja steinana með
körfu í gegnum gallblöðrupípuna (ductus cysticus), í öðru lagi með
örfínu speglunartæki um gallblöðrupípuna og í þriðja lagi með því
að opna gallpípuna (choledochotomia) og fjarlægja þá þannig. Á
Landspítalanum hafa þessar aðgerðir verið framkvæmdar frá árinu
1997.1 þessu erindi munum við segja lítillega frá þessum aðferðum
og árangri aðgerðanna á Landspítalanum.
Efniviður og aðferðir: Aðgerðarlýsingar sjúklinga sem gengist
höfðu undir aðgerð á gallgöngum, samhliða gallkögun á tímabilinu
1997-1999 voru skoðaðar. Um var að ræða 19 sjúklinga. Fundnar
voru sjúkraskrár þeirra og farið yfir aðgerðarlýsingar, gang eftir að-
gerð, blóðprufur og legutíma.
Niðurstöður: Um var að ræða 16 konur og þrjá karla. Meðalaldur
var 48 ár. Meðallegutími voru níu dagar, minnst tveir dagar, en mest
20 dagar. Fimmtán sjúklingar voru með óeðlileg lifrarpróf fyrir að-
gerð. Allir sjúklingarnir höfðu steina í gallvegum utan lifrar. Fimm
sjúklingar gengust undir aðgerð þar sem steinarnir voru fjarlægðir
um gallblöðrupípu, 11 sjúklingar með aðstoð speglunartækis um
gallblöðrupípu og þrír þar sem gallpípa var opnuð. Breyta þurfti í
opna aðgerð hjá tveimur sjúklingum. Sogdren var sett í 17 sjúklinga,
en dren í gallganga var sett í sjö sjúklinga. Fylgikvillar komu upp hjá
fjórum sjúklingum.
Ályktanir: Steina í gallvegum er hægt að fjarlægja samhliða gallkög-
um eða með ERC fyrir eða eftir aðgerðina. Kostir þess að fjarlægja
steinana í aðgerð eru að sjúklingur gengst undir eitt inngrip og legu-
tími lengist lítið. Árangur þessara aðgerða á Landspítalanum er
sambærilegur við erlend uppgjör, fýlgikvillar fáir og engir meirihátt-
ar.
E 16 Bráð briskirtilsbólga á Landspítalanum. Framskyggn rann-
sókn
Helgi Birgisson', Páll Helgi Möller', ÁsgeirThoroddsen',
Sigurður V. Sigurjónsson", Sigurbjörn Birgisson3, Jón Jóhannes Jónsson',
Jónas Magnússon'
Frá 'handlækninga-, 'lvflækninga-, 'myndgreiningar- og 'rannsóknastofu í mein-
efnafræði Landspítalanum. Fyrirspurnir: pallm@rsp.is
Tilgangur: Að meta orsakir, alvarleika, stigun og horfur sjúklinga
með bráða briskirtilsbólgu á Landspítalanum.
Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem greindust með bráða
briskirtilsbólgu á Landspítalanum á tímabilinu 1. október 1998 til
31. september 1999. Við greiningu var tekin saga og sjúklingur
skoðaður. Blóðprufur, ómskoðun af lifur, gallvegum og brisi og
tölvusneiðmynd af kviði var fengin af öllum sjúklingum. Sjúklingar
voru stigaðir að hætti Ranson, Imrie og APACHE II. Balthazar-
Ranson stigunarkerfi var notað við úrlestur tölvusneiðmynda.
Niðurstöður: Fimmtíu og tveir sjúklingar (28 karlar og 24 konur) á
aldrinum 19-85 ára greindust með bráða briskirtilsbólgu. Orsakir
reyndust vera gallsteinar hjá 21 (40%), áfengi hjá 17 (32%), aðrar
orsakir 11 (21%) og hjá fjórum (8%) sjúklingum var orsökin
óþekkt. Tólf sjúklingar höfðu áður fengið briskirtilsbólgu, þar af
lögðust átta sjúklingar inn með endurtekna briskirtilsbólgu. Fjórir
(8%) sjúklingar fengu alvarlega briskirtilsbólgu og létust tveir.
Ályktanir: Niðurstöðumar eru í samræmi við erlendar rannsóknir. í
samanburði við fyrri rannsókn hérlendis eru færri með ógreindar
orsakir briskirtilsbólgu sem skýrist af því að hér er um framskyggna
skráningu að ræða.
E 17 Bráð briskirtilsbólga í Bergen. Einkenni, orsök og þættir
sem hafa forspágildi um alvarleika sjúkdóms
Hjörtur Gíslason, Arild Horn, Asgaut Viste
Frá skurðdeild Haukeland sjúkrahúsi, Bergen, Noregi
Fyrirspurnir: hjorturg@shr.is
Tilgangur: Nýgengi bráðrar briskirtilsbólgu er breytileg eftir lands-
svæðum. Gerð er framskyggn rannsókn til að meta nýgengi, orsakir,
einkenni og þætti sem geta haft forspágildi um alvarleika briskirtils-
bólgu í Bergen.
Efniviður og aðferðir: Hjá öllum sjúklingum sem greindust með
bráða briskirtilsbólgu á Haukeland sjúkrahúsi á tímabilinu 1986-
1995 var gerð stöðluð skráning á einkennum við komu. Einkenni og
rannsóknir vom skoðaðar með tilliti til þess hve lengi sjúklingur
hafði verið veikur og hvort briskirtilsbólgan varð alvarleg. Leitast
var fyrir um orsök og gert ERCP hjá 67% sjúklingana.
Niðurstöður: Á tímabilinu voru 757 innlagnir vegna bráðrar bris-
kirtilsbólgu hjá 478 sjúklingum. Nýgengi bráðrar briskirtilsbólgu
var metin 40,4. Meðalaldur var 64 ár og 52% sjúklinga voru karlar.
Alvarleg briskirtilsbólga þróaðist hjá 20% sjúklinga (96/487), oftar
hjá körlum (25%) og 3% (16/487) létust. Orsök briskirtilsbólgu
voru gallsteinar 49%, alkóhól 19% og hjá 12% sjúklinga fannst eng-
in orsök. Endurteknar briskirtilsbólgur sáust oftast hjá sjúklingum
með pancreas divisum, eftir ofnotkun alkóhóls og hjá sjúklingum
með háar blóðfitur. Klínísk einkenni um lífhimnubólgu, hátt sermi
CRP, CK, LDH, hvít blóðkorn og kreatínín og lágt sermi kalsíum
við komu gáfu vísbendingu um að alvarlegur sjúkdómur væri að
þróast. CRP hækkaði einnig marktækt meira fyrsta sólarhringinn
hjá sjúklingum sem fengu alvarlegan sjúkdóm. TS af kviðarholi
reyndist áreiðanlegur mælikvarði á alvarleika sjúkdóms.
Ályktanir: Klínísk einkenni og rannsóknir við komu gefa góða vís-
bendingu um hvort alvarlegur sjúkdómur sé að þróast og ber þá
snarlega að hefja stuðningsmeðferð á gjörgæsludeild til að sporna
gegn líffærabilun. Þörf er á nýjum meðferðarúrræðum til að sporna
við bólgu og drepi í/við briskirtil á fyrstu stigum sjúkdóms.
E 18 Holsjár þrengisnám við bráða gallsteinabriskirtilsbólgu
Hjörtur Gíslason, Arild Horn, Asgaut Viste
Frá skurödeild Haukeland sjúkrahúsi, Bergen, Noregi
Fyrirspumir: hjorturg@shr.is
Inngangur: Orsök bráðrar briskirtilsbólgu á Norðurlöndum er í um
helmingi tilfella gallsteinar. Á flestum sjúkrahúsum er mælt með að
gera gallkögun í kjölfar bráðrar briskirtilsbólgu. Ef gallkögun er
ekki gerð eru 30-50% líkur á endurtekinni briskirtilsbólgu og nýtt
kast kemur venjulega innan eins mánaðar. Flestir mæla því með
gallkögun er kast er gengið yfir, áður en sjúklingur er útskrifaður.
Gerð er framskyggn rannsókn þar sem kannaður var árangurinn af
Læknablaðið 2000/86 273