Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Síða 52

Læknablaðið - 15.04.2000, Síða 52
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA halda. Með aukinni þekkingu á handaráverkum er von til að auka vitund fólks um slíka áverka og efla forvarnarstarf. E 24 Hestaslys Björn Pétur Sigurðsson', Brynjólfur Mogensen2 Frá 'bæklunarlækningadeild og 2slysa- og bráðasviði Sjúkrahúss Reykjavíkur Fyrirspurnir: bjornps@shr.is Inngangur: Lítið er vitað um tíðni og gerð hestaslysa á Islandi. Áverkar eftir hestaslys geta verið margs konar. Markmið rannsókn- arinnar var að athuga fjölda slysa og gerð áverka þeirra, sem komu á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur árin 1998 og 1999 eftir hestaslys. Efniviður og aðferðir: Leitað var í norræna slysaskráningarkerfinu að öllum, sem komu á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykja- víkur frá 1. janúar 1998 til og með 31. desember 1999 eftir hestaslys. Niðurstöður: Alls leituðu 339 sjúklingar á deildina eftir hestaslys. Reykvíkingar voru 168 en aðrir 171. Konur voru 184 og karlmenn 155. Kynjadreifing í sérhverjum aldursflokki er nokkuð jöfn nema hjá táningum, þar sem slys á stúlkum eru fjórfalt algengari en á piltum. Flest urðu slysin í júní (66) en fæst í desember (3). Óræktað land var vettvangur flestra slysanna (98), en að minnsta kosti sex slys urðu á vegum. Algengustu einstöku greiningarnar voru mar á neðanverðu baki og mjaðmagrind (30), brot á rifjum (28) og hálstognun (26). Beinbrot voru alls 108. í 24 tilfellum leiddu slysin til innlagnar á sjúkrahús. Umræða: Hestaslys eru algeng ástæða fyrir komu á slysa- og bráða- móttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur. Um helmingur slasaðra eru Reykvíkingar. Flest verða slysin á vorin og snemmsumars, þegar eldi er í hestunum og umgengni við þau mikil, en fæst þegar þau eru í vetrarhaga. Beinbrot eru hlutfallslega algeng og slysin oft alvarleg. Þörf er á öflugri fræðslu og forvarnarstarfi til þess að fækka hesta- slysum. E 25 Brot á brothálsi upphandleggs meðhöndluð með Haukeland pinnum Yngvi Ólafsson, Brynjólfur Mogensen Frá bæklunarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavfkur Inngangur: Brot á nærenda upphandleggs eru algeng. Flest öll er hægt að meðhöndla án þess að grípa til aðgerðar. Mjög hliðruð brot á brothálsi þarf þó að rétta og festa. Ymsum aðferðum hefur verið beitt með misjöfnum árangri. Haukeland pinnar eru sérhannaðir til þess að meðhöndla hliðruð brot á brothálsi upphandleggs. Hægt er að rétta og auka stöðugleika brotanna með percutan skurðtækni. Efniviður og aðfcrðir: Haukeland pinnar voru teknir í notkun á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. mars 1999 til þess að auðvelda með- höndlun mikið hliðraðra brota á brothálsi upphandleggs. Kannaður var fjöldi sjúklinga á fyrstu níu mánuðunum, aldur, kynjaskipting, brotgerð og frumárangur meðferðar. Niðurstöður: Frá 30. mars 1999 til 1. janúar 2000 voru Haukeland pinnar notaðir hjá átta sjúklingum til þess að rétta og festa hliðruð brot á brothálsi upphandleggs. Um er að ræða fimm konur og þrjá karla að meðaltali 80 ára ( 63-93 ) ára. I helmingi tilvika var um brotaflokk NEER 3-4 að ræða. Notaðir voru tveir pinnar hjá fimm sjúklingum en þrír hjá þremur. Brotin lágu í vel viðundandi stöðu eftir aðgerð. Við síðasta eftirlit voru fjórir að fullu grónir. Allir sjúk- lingarnir voru hvattir til þess að hreyfa öxlina í kjölfar aðgerðar. Legutími var langur eða frá 1-79 daga vegna félagslegra aðstæðna. Ekki þurfti að fjarlægja pinna hjá neinum sjúklingi. Umræða: Haukeland pinnarnir hafa þann kost að hægt er að rétta og festa brot á brothálsi upphandleggs á einfaldan hátt. Pinnunum er sökkt og gengjurnar eru það grófar að þær fá viðunandi festu þótt bein sé farið að gisna. Reynslan af notkun þessara pinna á Sjúkra- húsi Reykjavíkur lofar góðu. E 26 Sementlausir gerviliðir í mjöðm. Nýr valkostur á íslandi. Kynning og fyrsti árangur Ríkarður Sigfússon, Svavar Haraldsson, Halldór Jónsson jr. Frá bæklunarskurödeild Landspítalans Sementeraðir heilliðir í mjöðm hafa verið í notkun frá 1962. Þeir eru festir með methyl-methacrylat efni, sem tannlæknar höfðu áður notað með góðum árangri. í upphafi var árangur mjög góður, en 10 árum síðar byrjuðu þessir liðir að losna milli beins og sements. Þá gekk verulega á beinmassann og lítið bein var eftir til þess að festa nýjan gervilið. Menn reyndu því að finna málma sem beinið gat vax- ið að og þannig fest. Þá komu sementlausir gerviliðir á markað í lok áttunda áratugarins. Árangur með þá er ekki sannanlega betri en við notkun beinsements. Kosturinn er hins vegar sá að sjúklingurinn heldur betur beini og það auðveldar næstu aðgerð. Notkun slíkra liða er því heppileg hjá ungu fólki með gott bein. Á Landspítalanum hafa tvær tegundir sementlausra gerviliða í mjöðm verið í notkun frá maí 1999. Þetta eru annars vegar svokall- að CLS (Compressive Locking System) skaft og skálarhlutar sem hafa verið í notkun frá 1983 ásamt SL (Self Locking) skálarhluta og hins vegar svokallað Cone skafthlutar sem hafa verið í notkun síð- astliðin sjö til átta ár. Alls hafa níu gerviliðir verið settir í átta sjúklinga, fimm konur og þrjá karla. Meðalaldur er 41 (22-53) ár. Orsök slitgigtar var prímer hjá tveimur og sekúnder hjá sex sjúklingum. Þeir fimm sjúklingar sem fóru í aðgerð í byrjun maí 1999 eru allir verkjalausir og hafa engin merki um hreyfingu eða los á gerviliðahlutum. E 27A Beinbrot meðal reykvískra karla. Skráning beinbrota í hóprannsókn Hjartaverndar Brynjólfur Y. Jónsson1, Kristín Siggeirsdóttir2, Brynjólfur Mogensen2, Gunnar Sigurðsson34, Helgi Sigvaldason4, Halldór Jónsson jr.5 Frá 'handlækningadeild Sjúkrahúss Akraness, 2slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Myflækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 4Hjartavernd, 'bæklunarskurðdeild Landspítalans. Fyrirspurnir: brynjons@mmedia.is Hóprannsókn Hjartavendar hófst 1967 og var ætlað að finna og fylgjast með áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Einstaklingar voru valdir með slembiúrvali úr íbúaskrá Reykjavíkur og voru þeir fæddir á árunum 1907-1934. Meðalaldur karlmanna við þátttöku í hóprannsókninni var 48,2 ár (33-64). I fyrsta áfanga 1967-1968 var 2.942 karlmönnum boðin þátttaka og 2.203 tóku þátt (75%). í öðrum áfanga 1970-1971 var 2.608 körlum til viðbótar boðin þátttaka og svöruðu 2.189 (84%). Samtals voru skýrslur 4.392 karla skoðaðar. Öll brot frá byrjun hóprannsóknarinnar fram að 31. desember 1996 voru skráð. Meðalfylgitíminn var 21 ár. Sjúkraskýrslur karlanna á öllum þremur sjúkrahúsum borgar- innar voru athugaðar. Einnig voru skýrslur einstaklinganna á slysa- \ 276 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.