Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2000, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.04.2000, Qupperneq 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NIÐURSKURÐUR Landspítali Fossvogi þar sem verið er að sameina œðaskurðdeildir að því er virðist á kostnað bráða- deildar fyrir aldraða. Niðurskurður í kjölfar þjónustusamnings - Hver ber ábyrgð á þessari ákvörðun? „Framkvæmdastjórn spítalans tekur þá ákvörðun að koma æðaskurðdeildinni fyrir á þessum stað. Síð- an er okkur falið að vinna úr því. Við vitum ekki til þess að til standi að auka plássið á bráðadeildinni við Hringbraut, það pláss sem þar losnar verður notað í annað. Abyrgðin hlýtur að liggja hjá framkvæmdastjórn- inni. Það er erfitt að halda því fram að þau hafi ekki vitað hvað þau voru að gera vegna þess að undan- fama mánuði hefur verið unnið að gerð þjónustu- samnings við okkur þar sem þjónusta okkar er vel skilgreind. Það liggur ljóst fyrir hverjar skyldur okkar eru við samfélagið og einstaklingana og hver staða okkar er í þessu flókna fyrirbæri sem sjúkrahúsið er. Þessi ákvörðun er tekin rétt eftir að búið er að kort- leggja þetta allt saman betur en oft hefur verið gert áður. I þessu sambandi má nefna að öldrunarlækningar eru ein sú yngsta af stóm sérgreinunum innan læknis- fræðinnar og greinin hefur gert dálítið sem hinar hafa ekki gert, það er að rannsaka hvort greinin hefur eitt- hvað fram að færa, hvort þekking okkar og framlag til læknisþjónustunnar gagnist. Það liggja fyrir hald- góðar sannanir fyrir því að við gerum gagn og að það er þeim mun meira sem við erum sjálfstæðari. Starf- semin verður virkari ef við störfum í sjálfstæðum ein- ingum en undir forræði annarra.“ Tvö erfið sumur framundan - Hvernig hafið þið brugðist við? „Við mótmæltum þessu að sjálfsögðu og mótmæli okkar hafa náð vissri áheyrn. Það er verið að endur- skoða þessa ákvörðun en hvert sú endurskoðun leiðir okkur vitum við ekki. Þessi ákvörðun á að vera kom- in til framkvæmda 1. október í haust og raunar er þegar búið að taka af okkur nokkur rúm en það hefur ekki haft mikið að segja vegna þess að við höfum hvort eð er ekki getað nýtt þau vegna manneklu. Það bendir hins vegar hver á annan þegar kemur að því að finna þann sem ber ábyrgð á þessari ákvörðun. Ráðuneytið segir: Þetta er ekki okkar ákvörðun. Þið áttuð ekki að gera þetta. Þið hljótið að geta fundið einhverja aðra lausn. Stjórnin svarar: Þið fóluð okkur að finna lausn og þetta er eina lausnin sem við gátum fundið. Það gilda að sumu leyti dálítil frumskógarlögmál í heilbrigðiskerfinu. Þeir sem á hverjum tíma hafa áheym stjórnvalda fá úrlausn sinna mála sem er þá á kostnað annarra. Það er ekki verið að auka við eða stækka rammann heldur endurraða innan hans. Það er ekki verið að auka plássið eða þjónustuna hjá æða- skurðdeildinni heldur bara verið að færa hana til. Við horfum fram á tvö mjög erfið sumur því það bætast ekki við ný hjúkrunarheimili fyrr en haustið 2001. Vandamálin eru því að aukast á sama tíma og verið er að skerða möguleika okkar á að takast á við þau.“ Auk þessa niðurskurðar er Landakoti gert að spara 20 milljónir króna í rekstrinum. Það er gert með því að lengja sumarlokun þriggja deilda úr fimm vikum í sex, auk þess sem lokunartíminn yfir jólahá- tíðirnar lengist lítillega. Ekki raunverulegur sparnaður A undanförnum árum hefur verið algengt að ráðu- neytið sendi tilskipanir um sparnað til sjúkrahús- anna. Starfsfólkið segist vera búið að hagræða og spara eins og hægt er en samt er því skipað að spara meira. Finnst ykkur ekki stundum eins og verið sé að segja að þið séuð að sóa peningum? „Við eigum erfitt með að sjá hvernig hægt er að hagræða frekar. Síðasta hagræðingin sem skilaði raunverulegum sparnaði án þess að bitna á þjónust- unni var þegar við breyttum sjö daga deild í fimm Læknablaðið 2000/86 285
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.