Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 66

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STARFSREGLUR TÖLVUNEFNDAR þarf að afla leyfis tölvunefndar og eftir at- vikum upplýsts samþykkis sjúklings til þess að mega skrá skipulagsbundið heilbrigðis- upplýsingar í þágu vísindarannsókna. Skrái maður skipulagsbundið persónu- greinanlegar heilbrigðisupplýsingar án þess að heimild standi til þess samkvæmt fram- ansögðu, getur það varðað fésektum eða fangelsi allt að þremur árum, sbr. a-lið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. 4. Hverjum er heimill aðgangur að sjúkraskrám? Sjúkraskrár eru haldnar vegna þess að skipulagsbundin skráning heilsufarsupplýs- inga um sjúklinga er ein af forsendum þess að hægt sé að veita vandaða og nútímalega læknismeðferð og hjúkrun. Aðgangur að sjúkraskrá helgast af þessu markmiði. Sam- kvæmt 7. gr. laga nr. 121/1989, um skrán- ingu og meðferð persónuupplýsinga, er heimilt að veita lækni eða tannlækni, sem hefur mann til læknismeðferðar, upplýsing- ar úr sjúkraskrá hans. Þá er og heimilt að veita lækni upplýsingar um aðra menn en þann sem er til meðferðar, einkum vanda- menn hans, þegar það er talið skipta máli vegna læknismeðferðar hans. Lækni er heimilt að veita þeim heilbrigðisstarfs- mönnum sem starfa á ábyrgð hans aðgang að nauðsynlegum upplýsingum úr sjúkra- skrá svo þeir geti rækt störf sín, svo og öðr- um heilbrigðisstarfsmönnum sem annast nauðsynlegar þjónusturannsóknir sam- kvæmt löglegri beiðni hans, sbr. 7. gr. og 5. mgr. 15. gr. læknalaga nr. 53/1988 svo og 2. mgr. 15. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga. í 1. og 2. mgr. 15. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga, er áréttað að þess skuli gætt við aðgang að sjúkraskrám að þær hafa að geyma viðkvæmar persónu- upplýsingar og að upplýsingar í þeim séu trúnaðarmál. Þá skuli þess gætt að einungis þeir starfsmenn sem nauðsynlega þurfi á þeim að halda, í samræmi við framan- greindar reglur, hafi aðgang að þeim. Eins og nánar verður vikið að hér á eftir getur yfirlæknir og sjálfstætt starfandi lækn- ir bakað sér fébóta-, stjórnsýslu- og refsi- ábyrgð með því að láta af hendi heilsufars- upplýsingar til óviðkomandi manna. Til þess að stuðla að því að læknar láti ekki af hendi upplýsingar úr sjúkraskrá til manna sem ekki eiga rétt til aðgangs að þeim hefur almennt verið talið mikilvægt að skýrar reglur gildi um aðgang að sjúkraskrám. Pegar framangreindum heimildum um að- gang að sjúkraskrá sleppir getur réttur ann- arra til aðgangs að sjúkraskrá tiltekins manns einvörðungu byggst á þrenns konar heimildum. Samkvæmt 1. og 2. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, má ekki veita aðgang að heilsufarsupplýsingum nema 1. með samþykki hins skráða eða einhvers sem hefur heimild til að skuldbinda hann, 2. á grundvelli sérstakrar lagaheimildar eða 3. á grundvelli sérstaks leyfis tölvunefndar. Til nánari útskýringar á þessum reglum má nefna afgreiðslu tölvunefndar á máli nr. 335/1999. Þar leitaði Tannlæknafélag ís- lands álits tölvunefndar á því hvort tann- læknum væri skylt að verða við erindi trygg- ingayfirtannlæknis Tryggingastofnunar rík- isins um að afhenda afrit af sjúkraskrám sjúklinga sinna. Af hálfu Tryggingastofnun- ar ríkisins var minnt á að samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laga nr. 117/1993 væri heimilt að ráða tannlækni til að hafa eftirlit með fram- kvæmd ákvæða laganna. í lagaákvæðinu er á hinn bóginn ekki tekið fram að trygginga- yfirtannlæknir eigi rétt til aðgangs að sjúkraskrám tryggðra manna hjá stofnun- inni til að sannreyna efni innsendra reikn- inga. í áliti tölvunefndar var tekið fram að enda þótt opinberri stofnun væri að lögum falið að hafa á hendi eftirlit fæli slíkt ákvæði ekki í sér sjálfkrafa heimild til þess að fá aðgang að gögnum. Þar sem ákvæði 1. og 2. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, væri ætlað að slá skjaldborg um sérstaklega viðkvæm- ar persónuupplýsingar, svo sem heilsufars- upplýsingar, og áskilja í því skyni þrenns konar heimildir fyrir aðgang að slíkum upp- lýsingum væri Tryggingastofnun ríkisins ekki heimill aðgangur að sjúkraskrám, nema stofnunin gæti byggt kröfu sína um aðgang á einni af þessum heimildum. Eins og málið hafði verið lagt upp af hálfu stofnunarinnar uppfyllti hún ekkert af skil- yrðunum. Af þeim sökum taldi tölvunefnd í áliti sínu frá 4. febrúar 2000 að stofnunin hefði ekki sýnt fram á að hún hefði að svo stöddu heimild til milliliðalauss aðgangs að sjúkraskrám tryggðra manna hjá stofnun- inni vegna almenns eftirlits með að efni inn- sendra reikninga væri rétt. 5. Hver er að lögum bær til að taka ákvörðun um hvort veittur skuli aðgangur að sjúkraskrám? Samkvæmt 9. gr. reglugerðar nr. 227/1991, um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðismál, ber yfirlœknir á deild eða ódeildaskiptri heilbrigðisstofnun ábyrgð á vörslu og meðferð sjúkraskráa meðan sjúk- lingur dvelur þar. Forstöðumenn bera ábyrgð á skjalavörslu sjúkrastofnana. Lœkn- ar sem starfa á eigin vegum bera ábyrgð á vörslu og meðferð sjúkraskráa vegna starfa sinna. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem starfa á eigin vegum og færa sjúkraskrár bera ábyrgð á vörslu og meðferð sjúkra- skráa sem þeir færa. Á grundvelli þessa reglugerðarákvæðis, meginreglu 2. mgr. 29. gr. laga nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, svo og 2. og 3. mgr. 14. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúk- linga, hefur verið talið að yfirlæknir á deild eða ódeildaskiptri heilbrigðisstofnun og læknar sem starfa á eigin vegum séu bœrir til þess að taka ákvörðun um hvort laga- skilyrði séu uppfyllt til að veita aðgang að sjúkraskrá sem þeir eru vörslumenn að, enda sé ekki á annan veg mælt í sérlögum. Þetta gildir jafnt um sjúkraskrá þeirra sjúk- linga sem eru til meðferðar, hafa verið til meðferðar og þeirra sem látnir eru. Áður en læknir veitir öðrum aðgang að sjúkraskrá verður hann að fullvissa sig um að hlutaðeigandi hafi fullnægjandi heimild til aðgangs að sjúkraskránni lögum sam- kvœmt. Ef aðgangurinn að sjúkraskránni er ekki í þágu læknismeðferðar eða hjúkrunar, yrði læknir jafnan að ganga eftir því að fyrir lægi 1. skriflegt samþykki sjúklings, 2. til- vísun til lagaheimildar er ótvírætt veitti heimild til aðgangs að sjúkraskránni eða 3. skriflegt leyfi tölvunefndar til aðgangs að sjúkraskránni. Þegar veittur er aðgangur að sjúkraskrá á grundvelli upplýsts samþykkis sjúklings eða leyfis tölvunefndar, verður læknir að ganga úr skugga um að sá er að- gangs óskar sé sá sem samþykkið eða leyfið var veitt til. Verði rétturinn til aðgangs að sjúkraskránni ekki studdur við eina af þess- um þremur heimildum er lækni óheimilt að veita aðgang að sjúkraskránni. Veiti læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður einhverj- um aðgang að sjúkraskrá án þess að einhver af framangreindum heimildum sé fyrir hendi, hefur þagnarskylda verið rofin sem varðað getur viðurlögum, svo sem nánar verður vikið að í næsta kafla. í 1. mgr. 15. gr. laga nr. 74/1997, um rétt- indi sjúklinga, er áréttað að þess skuli gætt við aðgang að sjúkraskrám að þær hafa að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar og að upplýsingar í þeim eru trúnaðarmál. I 2. 290 Læknablaðið 2000/86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.