Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Síða 72

Læknablaðið - 15.04.2000, Síða 72
MRÆÐA & FRÉTTIR / STARFSREGLUR TÖLVUNEFNDAR stofnana eru almennt ekki taldar leyfis- skyldar samkvæmt lögum nr. 121/1989. Þannig er skráning upplýsinga er varða um- fang starfsemi svo sem fjölda sjúklinga með ákveðna sjúkdóma sem leita til læknis eða á tillekna deild eða stofnun, legutíma þeirra og kostnað af meðferð, ekki leyfisskyld samkvæmt lögum nr. 121/1989. Gæðakannanir eða gæðarannsóknir eru hugtök sem ekki eru byggð á sömu viðhorf- um og ákvæði laga nr. 121/1989, um skrán- ingu og meðferð persónuupplýsinga, og lög nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga, sem af- marka það hvenær um leyfisskylda vísinda- rannsókn er að ræða. Þótt um gæðarann- sókn sé að ræða í skilningi gæðastjórnunar er því þannig ósvarað hvort hún er leyfis- skyld. Þannig eru sumar gæðarannsóknir ekki leyfisskyldar þótt aðrar kunni að vera það. Þar ræður miklu hvert markmið gæða- rannsóknar er og hvernig það tengist stjórn- sýslu hlutaðeigandi stofnunar eða læknis. Afmörkunarvandinn liggur í hnotskurn í því að gæðarannsókn getur stundum aukið við þekkingu, sem meðal annars gerir það kleift að bæta heilsu og lækna sjúkdóma, en þá fellur rannsóknin að skilgreiningu vís- indarannsóknar í skilningi 4. mgr. 2. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga. Tölvunefnd hefur litið svo á að ákveðnar gæðarannsóknir teljist ekki leyfisskyldar enda séu þær eðilegur þáttur í stjórnsýslu stofnunar. Sem dæmi um slíkar rannsóknir má nefna ákveðnar rannsóknir á því hvort lækningar hafi farið fram með eðlilegum hætti til dæmis hvort um óeðlilega tíðni fylgikvilla sé að ræða. Þá getur eftir atvik- um verið eðlilegt að læknir fylgist með sjúk- lingum eftir meðferð til að fylgjast með fylgikvillum sem tengjast sjúkdómnum eða meðferð sem hann hlaut, til dæmis sýking- um í sárum eftir skurðaðgerðir sem upp kunna að koma eftir útskrift. Ein af forsendum þess að gæðarannsókn sé ekki leyfisskyld er að niðurstöður hennar séu ópersónugreinanlegar og á tölfræðilegu formi. Ef vafi leikur á hvort gæðarannsókn teljist jafnframt vísindarannsókn skal bera erindið undir tölvunefnd. 9.3. Umsókn um vísindarannsókn til tölvu- nefndar Efni umsókna til tölvunefndar um heimild til skráningar og meðferð persónuupplýs- inga í þágu vísindarannsókna má með töluverðri einföldun skipta í fernt: 1. í fyrsta lagi lúta slíkar umsóknir oft að því að afla leyfis til söfmmar og skrán- ingar persónuupplýsinga, þar með talin lífsýni. 2. í öðru lagi hafa slíkar umsóknir oft að geyma beiðni um aðgang að þegar skráð- um persónuupplýsingum í skrám, svo sem heilsufarsupplýsingum í sjúkraskrá, þar með töldum lífsýnum eða heilsufars- upplýsingum í öðrum skrám. 3. í þriðja lagi hafa slíkar umsóknir oft að geyma ósk um leyfi til að samtengja per- sónuupplýsingar úr ólíkum skrám, en með samtengingu er jafnt átt við rafræna sem handunna færslu upplýsinga milli skráa. 4. í ijórða lagi getur í umsókn verið farið fram á heimild til þess að flytja upplýs- ingar úr landi til frekari úrvinnslu, eftir atvikum í samvinnu við erlenda vísinda- menn eða vísindastofnanir (20). Fyrir kemur að ein og sama umsóknin lúti að öllum þessum fjórum atriðum. Tölvunefnd hefur látið útbúa stöðluð eyðublöð sem umsækjendur um heimild til vísindarannsókna geta notað kjósi þeir svo en tafir geta orðið séu ekki veittar nægilega ítarlegar upplýsingar í umsókn. Samkvæmt lögum nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, gilda ólík lagaskilyrði um veitingu leyfa, eftir því um hvern af framangreindum fjór- um þáttum er að ræða. 1. Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laga nr. 121/ 1989, um skráningu og meðferð per- sónupplýsinga, getur tölvunefnd heimil- að skráningu heilsufarsupplýsinga ef ótvírætt er að skráningaraðila sé brýn nauðsyn á því vegna starfsemi sinnar. Þá er mælt svo fyrir að tölvunefnd geti bundið heimild til slíkrar skráningar þeim skilyrðum sem hún metur nauð- synleg hverju sinni. 2. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 121/ 1989, um skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga, getur tölvunefnd heim- ilað aðgang að heilsufarsupplýsingum ef sýnt er fram á að brýnir almannahags- munir eða hagsmunir einstaklinga, þar með taldir hagsmunir hins skráða, krefj- ist þess. Skal þá ótvírætt að þörfin á að fá upplýsingarnar vegi þyngra en tillitið til þess að þeim sé haldið leyndum. Tölvu- nefnd getur bundið slíkt leyfi skilyrðum, sbr. 35. gr. laganna. I 3. mgr. 15. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga, er áréttað að tölvunefnd hafi heimild sam- kvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga til að veita aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrám, þar með töldum lífsýnum, vegna vísindarann- sókna, enda uppfylli rannsókn skilyrði vísindarannsóknar, sbr. 4. mgr. 2. gr. þeirra laga. Tekið er fram að unnt sé að binda slíkt leyfi þeim skilyrðum sem metin séu nauðsynleg hverju sinni. Fram- angreindar heimildir gilda hvort heldur sjúkraskrá er í vörslu sjúkrastofnunar, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanns eða Þjóðskjalasafns íslands. 3. Það er ein af grundvallarreglum laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga, að óheimilt er að sam- tengja heilsufarsupplýsingar eins og vik- ið var að í kafla 7. Samkvæmt 3. mgr. 6. gr. laga nr. 121/1989 getur tölvunefnd veitt undaþágu frá samtengingarbanni laganna ef sýnt er fram á að brýnir al- mannahagsmunir eða hagsmunir ein- staklinga, þar með taldir hagsmunir hins skráða, krefjist þess. Skal þá ótvírætt að þeir hagsmunir sem ætlunin er að vernda með samtengingunni vegi þyngra en til- litið til hagsmuna hinna skráðu. Tölvu- nefnd getur bundið heimild til samteng- ingar nánari skilyrðum, þar með talið skilyrðum um það hvernig upplýsingarn- ar verði notaðar, og að skýra beri hinum skráða frá því að samtenging kunni að fara fram. 4. Samkvæmt 3. mgr. 27. gr. laga nr. 121/ 1989, um skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga, getur tölvunefnd veitt leyfi til kerfisbundinnar söfnunar og skráningar heilsufarsupplýsinga hér á landi til geymslu eða úrvinnslu erlendis ef talið verður að afhending skráa eða gagna skerði ekki til muna þá vernd sem lög nr. 121/1989 búa skráðum mönnum eða lögpersónum. 9.4. Hvenœr er upplýst samþykki sjúklings áskilið? Um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði gilda þær reglur að afla verður upplýsts samþykkis þátttakenda í rannsókninni. 110. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga, er mælt svo fyrir að sjúklingur skuli fyrirfram samþykkja með formlegum hætti þátttöku í vísindarannsókn. Áður en slíkt samþykki er veitt skuli gefa honum ítarlegar upplýsingar um vísindarannsóknina, áhættu sem henni kunni að fylgja og hugsanlegan ávinning og í hverju þátttakan sé fólgin. Sjúklingi skal gerð grein fyrir því að hann geti hafnað 294 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.