Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 81

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 81
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HOLLVINASAMTÖK Hollvinafélag læknadeildar Háskóla fslands Sigríður Stefánsdóttir framkvæmda- stjóri Hollvina- samtaka HI Agnes Smáradóttir undir- ritar lœknaeiðinn við há- tíðlega athöfn sumarið 1995. Hollvinafélag læknadeildar Háskóla íslands var stofnað 15. nóvember 1996. Fyrsti formaður félagsins var Arni Björnsson en núverandi formaður er Örn Bjarnason. Aðrir í stjórn eru Guðmundur Bjarnason, Helga Erlendsdóttir, Sveinn Magnússon og Vilhelm- ína Haraldsdóttir. Fulltrúi stúdenta í stjórn er Hjalti Már Pórisson. Hollvinafélagið hefur unnið að marg- víslegum verkefnum á liðnum árum, hæst ber þó hina vinsælu fyrirlestraröð „Undur líkamans - furður fræðanna“ sem haldin var veturinn 1997-1998. Holl- vinafélagið var einnig aðili að opnu húsi og fyrir- lestraröð í Læknagarði síðastliðið haust og á hverju vori veitir félagið viðurkenningu þeim læknakandí- dat sem hæsta einkunn hlýtur við brautskráningu. Nýlega ákvað stjórn félagsins að styrkja norræna ráð- stefnu læknanema sem haldin verður hér með vorinu. Rétt er að geta þess að félagar í Hollvinasam- tökunum og hollvinafélögunum njóta marghátt- aðra fríðinda og fá reglulega upplýsingar um innra starf Háskólans og læknadeildar. Við viljum sérstaklega benda afmælisárgöngum á að hægt er að fá aðstoð skrifstofu Hollvinasam- takanna við að ná til gamalla skólafélaga þar sem samtökin hafa skrár yfir alla kandídata sem braut- skráðir hafa verið frá HÍ. Núverandi stjórn Hollvinafélags læknadeildar hefur ákveðið að gera átak til að fjölga félags- mönnum en þeir eru aðeins 127 talsins. í því sam- bandi er birtur hér listi yfir félagsmenn og er þeim velunnurum læknadeildar sem ekki hafa enn geng- ið til liðs við Hollvinafélagið bent á að hafa sam- band við skrifstofu Hollvinasamtakanna í síma 551 4374, eða á netfang sigstef@hi.is. Rétt er að geta þess að nokkrir læknar eru félagar í Hollvinasam- tökunum án þess að hafa gengið í Hollvinafélag læknadeildar og geta þeir sömuleiðis snúið sér til skrifstofunnar ef þeir vilja að félagsgjald þeirra renni til stuðnings læknadeildar. Stofnskrá Hollvinafélags læknadeildar HÍ Félagið heitir Hollvinafélag læknadeildar Háskóla ís- lands. Markmið félagsins er að auka tengsl lækna- deildar við fyrrum nemendur sína og aðra velunnara deildarinnar. Skal þess gætt að félagsmenn hafi greið- an aðgang að starfsemi og þjónustu deildarinnar og að tekjum félagsins sé ráðstafað til uppbyggingar lær- dóms og rannsókna í læknadeild. Félagar í Hollvinafélagi læknadeildar eru sjálf- krafa félagar í Hollvinasamtökum Háskóla íslands. Félagar í Hollvinasamtökum Háskóla íslands geta gerst meðlimir í Hollvinafélagi læknadeildar með því að greiða sérstaka upphæð til félagsins, eða óska eftir því að hluti árgjalds til Hollvinasamtak- anna gangi til Hollvinafélags læknadeildar, saman- ber stofnskrá Hollvinasamtakanna. Framlög til Hollvinafélags læknadeildar má merkja ákveðinni starfsemi. Óskilyrtum fjárfram- lögum ráðstafar stjórn Hollvinafélags læknadeilar í samræmi við markmið félagsins. Með fjármál, félagaskrá og samskipti við holl- vini skal farið í samráði við stjórn Hollvinasam- taka Háskóla íslands og skrifstofu þeirra, sem sér um þjónustu við hollvinafélög. Stjórn Hollvinafélags læknadeildar skal skipuð fimm mönnum kjörnum á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér verkum. Aðalfund skal halda í október ár hvert. Formaður situr í fulltrúaráði Hollvinasamtaka Háskóla Islands. Félagar í Hollvinafélagi læknadeildar HÍ Andri Már Þórarinsson Anna Jóhannsdóttir Arna Guðmundsdóttir Atli Arnason Atli Dagbjartsson Ami Kristinsson Asgeir Haraldsson Asmundur Brekkan Bjarni A. Agnarsson Bjarni Þjóðleifsson Björn Guðmundsson Bogi Andersen Bragi Guðmundsson Bryndís Þórðardóttir Læknablaðið 2000/86 303
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.