Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 84

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 84
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST Sparsemi lækna Húsdýr læknastéttarinnar Árni Björnsson skrifar tæpitungulaust Kominn á efri ár og hættur lækningum renni ég huganum oft til baka, því framtíðin er stutt, og skoða eigin störf og störf læknastéttarinnar á Islandi og reyni að meta það sem setur svip sinn á stéttina og einstaklinga hennar sem ég hef kynnst. Læknastéttin hefur notið virðingar í þjóðfélaginu og svo er enn, en völd hennar hafa minnkað jafnt og þétt og hún á í vök að verjast gagnvart sívaxandi miðstýringu stjórn- valda, skrifræði og öðrum heilbrigðisstéttum. Lækna- stéttin er samsett af mismunandi einstaklingum, sem njóta mismunandi hylli sjúklinga og kollega en ég efast um að margar starfsstéttir geti státað af að hafa, í tímanna rás, átt jafnmarga mæta einstaklinga innan raða sinna. Sem stendur er erfitt að meta stöðu henn- ar en ýmislegt hefur gerst á síðustu árum sem gæti virkað á báða vegu. Við að skoða sögu Læknafélags Reykjavíkur á liðnu sumri fann ég ýmislegt sem kom mér á óvart þó flest breytti litlu um álit mitt á stéttinni. Þó var einn þáttur í sögunni sem ég hafði ekki metið að gildi svo og hver áhrif þessi þáttur hefur haft á starfsemi stétt- arinnar, viðhorf einstaklinga í stéttinni og viðhorf al- mennings til stéttarinnar, en það eru kjaramálin. Sem kunnugt er var aðalhvatinn að stofnun Læknafélags Reykjavíkur að vera samningsaðili lækna við, þá ný- stofnað, Sjúkrasamlag Reykjavíkur (SR). Fyrir þann tíma voru embættislæknar einir launaðir af ríkinu en launin voru smánarleg, jafnvel á mælikvarða þeirra tíma. Aðrir starfandi læknar urðu að bjarga sér á greiðslum fyrir unnin verk frá sjúklingum sínum. Það var almenn fátækt í landinu og því innheimtust greiðsl- ur fyrir verkin bæði seint og illa. Því voru læknar almennt fátækir, þó fátækt þeirra væri skör hærri en fátækt alþýðunnar. Einhver málamyndargjaldskrá var til fyrir læknisverk og fyrstu samningarnir við SR fólust meðal annars í því að semja um afslátt af þeirri gjaldskrá. Á móti kom trygging fyrir greiðslu. Þrátt fyrir það voru laun lækna áfram lág þó einstaka dug- legir og vinsælir læknar yrðu sæmilega bjargálna. Það var ekki fyrr en á sjöunda áratugi aldarinnar sem læknar náðu svipuðum föstum launum og tækni- menntaðar stéttir í þjóðfélaginu, til dæmis flugmenn. En læknum tókst að semja sig niður aftur. Hvers- vegna? Ég lít svo á að ástæðan hafi verið að þeir héldu fast í það sem ég kalla sporslukerfi en í skjóli þess hafa einstaklingar innan stéttarinnar allt frá upphafi félagslegra kjarasamninga getað náð mun hærri launum en meðallæknirinn með því að taka að sér mörg störf og á stundum fleiri störf en þeir hafa ráðið við með góðu móti og oft hafa greiðslur fyrir þessi störf verið duldar. Þessi stefna hefur valdið sundrungu innan stéttarinnar og gert hana tortryggi- lega í þjóðfélaginu. Á einstaklinga innan stéttarinnar hefur hún haft þau áhrif að áhugi þeirra hefur beinst að því að halda dauðahaldi í sporslurnar í stað þess að taka sameiginlega á og gera laun fyrir aðalstörf líf- vænleg. Vegna þess að flestir læknar hafa stundað hluta af námi sínu erlendis bera þeir sig að sjálfsögðu saman við erlenda kollega en í stað þess að reka launastefnu sem stefnir að jafnræði við þá hafa flestir látið sporslurnar nægja, hinir hafa bara haldið áfram að vera óánægðir. Sporslukerfið hefur líka valdið því að viðhorf lækna til kjaramála og heilbrigðismála al- mennt hefur einkennst af stefnuleysi. Einstaklingar sem hafa séð grilla í matarholur virðast jafnan hafa verið tilbúnir til að nálgast þær eftir eigin leiðum án tillits til heildarinnar þó þeir hinir sömu hafi aldrei hafnað kjarabótum sem náðst hafa með samstöðu. Matarholurnar hafa þó hingað til hvorki verið svo stórar né matarmiklar að þær hafi, nema með fáum undantekningum, leitt lækna til að bregðast umbjóð- endum sínum, sjúklingunum. Það var ekki fyrr en gullasni var leiddur inní samfélag íslenskrar læknis- fræði, að menn blinduðust svo af gullbjarmanum að þeir misstu sjónar á gömlum gildum læknisfræðinnar, enda var asninn sveipaður hulu læknavísinda. Gullasninn hefur skipt íslensku læknastéttinni í þrjá hópa. í fyrsta hópnum eru hinir trúuðu sem trúa á gullasnann með hulu og öllu saman og gullmolarnir hafa styrkt þá í trúnni. í öðrum og líklega stærsta hópnum eru hinir tvístígandi. Gullbjarminn hefur ekki blindað þá alveg og þeir sjá göt á hulunni. Af- staða þeirra er dæmigerð fyrir viðhorf hins venjulega íslenska borgara í dag, sem er hræðsla við að taka af- stöðu. Það gæti verið að málmurinn væri ekta og að rimpa mætti saman götin á hulunni og svo veit maður aldrei hvar gullmolarnir lenda. Þetta er ekki sérlega hetjuleg afstaða en hetjur á íslandi eru nú aðeins þeir sem villast á fjöllum í tilgangslausu vetrarflakki. í þriðja hópnum eru þeir sem þykjast sjá sora í málm- inum og að hulan sé gagnsæ eða aðeins hverful mýr- arljós og svo vantreysta þeir þeim sem teymdi asnann inn. Því verður trauðla trúað á læknastéttina að með- limir hennar hlýði að óreyndu þeirri skipun heil- brigðisyfirvalda að rjúfa læknaeiðinn og afneiti, í skjóli þeirra, skyldunni til að varðveita trúnað við sjúklinga sína. Þá brjóta þeir aldagamlar siðareglur lækna sem segja að þeir megi ekki afhenda þriðja að- ila trúnaðarupplýsingar, ekki sýst þegar sá aðili er ekki úr heilbrigðisstétt. Því þarf að fá úr því skorið hvort gullasninn (gagnagrunnurinn) sé æðri en rétt- 306 Læknablaðið 2000/86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.